Viðskipti erlent

Facebook kaupir Instagram

Facebook hefur tilkynnt að fyrirtækið muni kaupa Instagram, sem er vinsælt app í snjallsímum. Facebook greiðir um 1 milljarð dala, eða 127 milljarða króna, í reiðufé og hlutabréf fyrir viðskiptin. Instagram fór í loftið í október 2010. Það var upphaflega hugsað fyrir iPhone en síðan fyrir Android. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, heitir því að Instagram verði þróað áfram þannig að fleiri geti notað það.

Viðskipti erlent

Stefna að stærsta hlutafjárútboði sögunnar

Fimm milljarðar dollara, jafnvirði um 600 milljarða króna, í formi hlutafjár í Facebook verða boðnir út í NASDAQ kauphöllinni í New York síðar á þessu ári, en um er að ræða stærsta hlutafjárútboð sögunnar á heimsvísu. Tíðindin þykja vonbrigði fyrir New York Stock Exchange kauphöllina en frá þessu er greint í Financial Times í dag. Facebook ætlar að hefja formlegar kynningar fyrir fjárfesta í maí næstkomandi að því er blaðið greinir frá. Og ætti að vera orðið tilbúið til frumskráningar í maí eða júní næstkomandi ef allt gengur eftir.

Viðskipti erlent

Seldi upplýsingar til hasarblaðaljósmyndara

Háttsettur starfsmaður Virgin Atlantic flugfélagsins breska hefur sagt starfi sínu lausu eftir í ljós kom að hann hafði lekið upplýsingum flugferðir frægs fólks til fyrirtækis sem gerir út papparazzi ljósmyndara. Þetta þýddi að papparazzi ljósmyndararnir vissu nákvæmlega hvenær von væri á frægu fólki og gátu myndað það á leið í og úr flugi. Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á þessu var knattspyrnumaðurinn Ashley Cole, leikkonurnar Sienna Miller, Scarlett Johansson og Gwyneth Paltrow og tónlistarmaðurinn Robbi Williams. Sir Richard Branson, eigandi Virgi Atlantic, sagði við breska fjölmiðla að fyrirtækið tæki upplýsingum mjög alvarlega og hefði hafði rannsókn á málinu innanhúss.

Viðskipti erlent

Guðfaðir 911 sportbílsins er látinn

Ferdinand Alexander Porsche, guðfaðir 911 sportbílsins frá Porsche og heiðursformaður stjórnar Porsche bílaframleiðandans, lést í gær í Salzburg í Austurríki. Hann var 76 ára. Þegar 911 sportbíllinn var kynntur árið 1963 með nýrri og straumlínulagaðri hönnun og stórum höfuðljósum þótti hann marka tímamót í hönnun sportbíla í heiminum.

Viðskipti erlent

Instagram loks komið fyrir Android

Notendum Android-stýrikerfisins stendur nú til boða að fá smáforritið Instagram í snjallsíma sína. Náð hefur verið í forritið rúmlega milljón sinnum frá því að það var opinberað fyrr í dag.

Viðskipti erlent

Nærri fjórði hver maður án vinnu á Spáni

Efnahagsvandinn á Spáni er djúpstæður, og er síst að minnka, samkvæmt hagtölum um atvinnuástandið í landinu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í gær. Samkvæmt þeim mælist atvinnuleysið tæplega 24 prósent, eða nærri því að fjórði hver maður á vinnualdri sé án vinnu.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Evrópu mælist 10,8 prósent

Atvinnuleysi á meðal Evrópusambandsríkja mælist nú 10,8 prósent að meðaltali samkvæmt tölum sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, birti í morgun. Í janúar mældist atvinnuleysið 10,7 prósent og eykst það því lítillega frá þeim tölum.

Viðskipti erlent

BRICS-löndin gætu skákað Vesturlöndum

BRICS-löndin svokölluðu, Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka, eru sífellt að sækja í sig veðrið í efnahagslegu tilliti, og er því nú spáð og þau muni standa undir helmingi alls hagvaxtar í heiminum á þessu ári.

Viðskipti erlent

Foxconn bregst við gagnrýni

Tævanski raftækjaframleiðandinn Foxconn tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að hækka kaup starfsmanna sinn verulega. Þá ætlar fyrirtækið einnig að bæta vinnuaðstæður í verksmiðjum sínum í Kína.

Viðskipti erlent

Blóðugur niðurskurður framundan á Spáni

Spænsk stjórnvöld freista þess að ná tökum á afar erfiðum efnahagsaðstæðum með blóðugum niðurskurði, launafrystingu og aðgerðum sem eiga að sporna gegn minnkandi umsvifum í atvinnulífi. Atvinnuleysi mælist nú tæplega 24 prósent, og yfir 50 prósent hjá fólki á aldrinum 18 til 30 ára.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í 124 dollara sem er 1% lækkun frá í gærmorgun og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í 105 dollara sem er lækkun um 2%.

Viðskipti erlent

CaixaBank verður stærsti banki Spánar

CaixaBank er orðinn stærsti banki Spánar eftir að hann keypti Banca Civicia á 977 milljónir evra, sem jafngildir 164 milljörðum króna. Þetta er umfangsmesta hagræðing sem orðið hefur í spænska bankakerfinu frá því árið 2008, en djúpstæður efnahagsvandi hefur einkennt stöðu Spánar síðustu misserin, en atvinnuleysi í landinu mælist yfir 23 prósent þessa dagana.

Viðskipti erlent

Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi

Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent