Viðskipti erlent

Lánshæfi evruríkja lækkað

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat ítalska ríkisins um tvö stig. Þetta þýðir að lánshæfi ríkissjóð Ítalíu stendur nú í BBB+ en hann var áður í A.

Viðskipti erlent

Lánshæfiseinkunn Frakklands lækkuð

Matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Frakklands. Evran hélt áfram að falla í dag og er sú lækkun rakin til fregna af mögulegri lækkun matsfyrirtækja á lánshæfismati evruríkja.

Viðskipti erlent

Búist við að S&P lækki lánshæfi margra evruríkja

Evran hélt áfram að lækka í dag ekki síst vegna fregna af yfirvofandi lækkun á lánshæfismati fjölda evruríkja. Dow Jones fréttaveitan hefur eftir heimildum innan úr Evrópusambandinu að matsfyrirtækið Standard&Poors hyggist lækka lánshæfiseinkunnir margra evruríkja, mögulega strax í dag.

Viðskipti erlent

Apple stöðvar sölu á iPhone í Kína vegna uppþots

Tölvurisinn Apple hefur ákveðið að stöðva sölu á iPhone símunum vinsælu í Kína eftir að til uppþots kom þegar nýjasti síminn, iPhone 4s var kynntur í höfuðborginni Beijing. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan búðina. Þegar búðin opnaði ekki á áður auglýstum tíma brutust út mikil ólæti. Meðal annars létu menn eggjum rigna á búðina. Apple ákvað að hætta við opnun búðarinnar og nú hefur fyrirtækið gefið út yfirlýsingu að allar Apple vörur verði teknar úr sölu um tíma. Viðskiptavinir geta þó enn keypt símana eftirsóttu í gegnum netið.

Viðskipti erlent

Icelandair Group semur við Skýrr

Icelandair Group hefur samið við Skýrr um innleiðingu á Microsoft-heildarlausn fyrir tölvupóst og hópvinnu, skjöl, gæðamál og samskipti. Icelandair Group er 2.500 manna samstæða níu fyrirtækja í flugi og ferðaþjónustu, sem starfa um allan heim.

Viðskipti erlent

Stórfelld svik Skota við makrílveiðar

Fjórir skipstjórar hafa játað fyrir yfirrétti í Edinborg að hafa veitt rangar upplýsingar um landaðan afla að verðmæti 8 milljónir punda eða um 1,5 milljarða kr. Áður höfðu 17 aðrir og tvö fiskvinnslufyrirtæki verið sakfelld fyrir sambærileg brot.

Viðskipti erlent

Góð söluaukning hjá House of Fraser

Breska verslunarkeðjan House of Fraser jók sölu sína um 11% á síðustu fimm vikunum fyrir síðustu jól samanborið við sama tímabil árið áður. Það sem einkum olli þessari söluaukningu var netverslun keðjunnar en þar jókst veltan um 124% milli ára.

Viðskipti erlent

Twitter og Google takast á

Talsmenn samskiptasíðunnar Twitter hafa lýst yfir óánægju með þær breytingar sem tæknifyrirtækið Google hefur gert á leitarvél sinni. Niðurstöður leitarvélarinnar munu nú birta upplýsingar af samskiptasíðunni Google+.

Viðskipti erlent

Appelsínusafinn aldrei verið dýrari

Appelsínusafi hefur aldrei verið dýrari á heimsmörkuðum en nú um stundir. Helstu ástæður hækkunarinnar eru áhyggjur vegna safa frá Brasilíu sem sagður er innihalda ólöglegt sveppaeitur og nokkur kuldatíð í Flórída sem hefur áhrif á uppskeruna þar. Brasilía er stærsti framleiðandi appelsínusafa í heiminum og því koma fréttirnar af sveppaeitrinu sér illa fyrir útflytjendur. Appelsínusafi hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum.

Viðskipti erlent

Berlingske hættir útgáfu fríblaðsins Urban

Fjölmiðlarisinn Berlingske Media í Danmörku hefur ákveðið að hætta útgáfu fríblaðsins Urban. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi í dag en 87 starfsmönnum verður sagt upp. Ástæðan sem útfefandinn gefur eru sparðaðaraðgerðir. Síðasta tölublaðið kemur út á morgun en útgáfan hófst í september 2001. Á tímabili var blaðinu dreift í tæpum 200 þúsund eintökum.

Viðskipti erlent

Samdráttur í Þýskalandi

Um 0,25% samdráttur varð á landsframleiðslu í Þýskalandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt opinberum tölum þar í landi. um 3% hagvöxtur varð í landinu þegar horft er á árið í heild, en hagvöxturinn mun hafa verið mestur fyrri hluta ársins. Tölur Hagstofunnar í Þýskalandi benda til þess að ástæður hagvaxtarins megi að mestu leyti rekja til innanlandseftirspurnar.

Viðskipti erlent

Uppsveifla á Evrópumörkuðum

Töluverð uppsveifla hefur verið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1%, Dax vísitalan í Frankfurt um 2% og Cac 40 vísitalan í París um tæp 2%.

Viðskipti erlent

Alcoa hagnaðist um 76 milljarða í fyrra

Þrátt fyrir töluvert tap á fjórða ársfjórðungi í fyrra varð góður hagnaður á árinu í heild hjá álrisanum Alcoa móðurfélagi Fjarðaráls. Hagnaður ársins nam 614 milljónum dollara eða um 76 milljarðar króna sem er tvöfalt betri árangur en árið 2010.

Viðskipti erlent