Viðskipti erlent

Twitter og Google takast á

Talsmenn samskiptasíðunnar Twitter hafa lýst yfir óánægju með þær breytingar sem tæknifyrirtækið Google hefur gert á leitarvél sinni. Niðurstöður leitarvélarinnar munu nú birta upplýsingar af samskiptasíðunni Google+.

Viðskipti erlent

Appelsínusafinn aldrei verið dýrari

Appelsínusafi hefur aldrei verið dýrari á heimsmörkuðum en nú um stundir. Helstu ástæður hækkunarinnar eru áhyggjur vegna safa frá Brasilíu sem sagður er innihalda ólöglegt sveppaeitur og nokkur kuldatíð í Flórída sem hefur áhrif á uppskeruna þar. Brasilía er stærsti framleiðandi appelsínusafa í heiminum og því koma fréttirnar af sveppaeitrinu sér illa fyrir útflytjendur. Appelsínusafi hefur hækkað um 25 prósent frá áramótum.

Viðskipti erlent

Berlingske hættir útgáfu fríblaðsins Urban

Fjölmiðlarisinn Berlingske Media í Danmörku hefur ákveðið að hætta útgáfu fríblaðsins Urban. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi í dag en 87 starfsmönnum verður sagt upp. Ástæðan sem útfefandinn gefur eru sparðaðaraðgerðir. Síðasta tölublaðið kemur út á morgun en útgáfan hófst í september 2001. Á tímabili var blaðinu dreift í tæpum 200 þúsund eintökum.

Viðskipti erlent

Samdráttur í Þýskalandi

Um 0,25% samdráttur varð á landsframleiðslu í Þýskalandi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt opinberum tölum þar í landi. um 3% hagvöxtur varð í landinu þegar horft er á árið í heild, en hagvöxturinn mun hafa verið mestur fyrri hluta ársins. Tölur Hagstofunnar í Þýskalandi benda til þess að ástæður hagvaxtarins megi að mestu leyti rekja til innanlandseftirspurnar.

Viðskipti erlent

Uppsveifla á Evrópumörkuðum

Töluverð uppsveifla hefur verið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London hefur hækkað um 1%, Dax vísitalan í Frankfurt um 2% og Cac 40 vísitalan í París um tæp 2%.

Viðskipti erlent

Alcoa hagnaðist um 76 milljarða í fyrra

Þrátt fyrir töluvert tap á fjórða ársfjórðungi í fyrra varð góður hagnaður á árinu í heild hjá álrisanum Alcoa móðurfélagi Fjarðaráls. Hagnaður ársins nam 614 milljónum dollara eða um 76 milljarðar króna sem er tvöfalt betri árangur en árið 2010.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Dóppeningar enn að bjarga bönkum

Á haustmánuðum 2008, þegar millibankamarkaðir voru botnfrostnir og raunveruleg hætta var á allsherjarlausafjárþurrð á fjármálamörkuðum, barst bönkum liðsauki úr óvæntri átt. Hinn svarti markaður fíkniefnaheimsins kom peningum sínum inn í banka víðsvegar með peningaþvætti, þar sem bankar töldu sig tilneydda til þess að slaka á eftirliti með þvætti sem við eðlilegar aðstæður hindraði glæpmenn í því koma illa fengnu fé í banka.

Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í BNA ekki minna í þrjú ár

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur ekki verið minna síðustu þrjú ár. Þetta segja hagfræðingar sterkustu merki þess að landið sé að komast á réttan kjöl. Atvinnuleysið var 8,5% í lok ársins 2011. Samkvæmt tölum frá atvinnuvegaráðuneyti landsins urðu 200.000 ný störf til síðastliðinn desember. Það var mesta viðbót síðustu mánaða og vel yfir væntingum hagfræðinga. Kunnugir menn segja að ef vöxturinn heldur áfram í janúar séu það örugg merki þess að efnahagur landsins sé á réttri braut.

Viðskipti erlent

Snjallsímar Samsung njóta ótrúlegra vinsælda

Suður-Kóreska fyrirtækið Samsung greindi frá því í dag að hagnaður félagsins fyrir síðasta fjórðung síðasta árs muni að öllum líkindum slá öll met, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Áætlað er að hagnaðurinn verði 4,5 milljarðar dollara eða sem nemur ríflega 500 milljörðum króna. Það er 73% meiri hagnaður miðað við sama tímabil árið 2010.

Viðskipti erlent

Störfum fjölgar í Bandaríkjunum

Störfum í Bandaríkjunum fjölgaði um 200 þúsund í desembermánuði sem var að líða, samkvæmt opinberum tölum. Þetta er sjötti mánuðurinn í röð þar sem störfum fjölgar á milli mánaða og varð nokkru meiri fjölgun en búist hafði verið við. Atvinnuleysið í landinu mældist 8,5 prósent í desember sem er nokkru betri árangur en í mánuðinum á undan þegar það var 8,7 prósent. Mest fjölgaði störfum í verslun, framleiðslu og í samgöngum.

Viðskipti erlent