Viðskipti erlent

Breskir fjárfestar vilja svör um ofurlaunastefnu

Samtök breskra fjárfesta ætla að funda með stjórnendum stærstu bankanna þar í landi eftir áramót og ræða við þá um launastefnu bankanna og ofurbónusa sem starfsmenn í bönkunum fá greidda. Samtökin vilja að hömlur verði settar á ofurlaun og bónusa sem þykja vera komnir út úr öllu valdi.

Viðskipti erlent

Japanar vilja kínversk ríkisskuldabréf

Japönsk stjórnvöld ætla að reyna að kaupa kínversk ríkisskuldabréf, samkvæmt tilkynningu frá japönsku ríkisstjórninni. Yoshihiko Noda, forsætisráðherra Japans og Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, áttu í viðræðum um þetta í Peking í morgun. Í yfirlýsingu japanskra stjórnvalda er þó ekkert kveðið á um það í hve miklu mæli skuldabréfin verða keypt né heldur á hvaða verði.

Viðskipti erlent

Intel þróar snjallsíma

Bandaríska tæknifyrirtækið Intel hefur opinberað frumgerð snjallsíma sem knúinn er af nýjasta örgjörva fyrirtækisins. Intel var frumkvöðull á sviði einkatölvunnar en hefur á síðustu árum verið fjarverandi í þróun snjallsíma.

Viðskipti erlent

Lækkanir þrátt fyrir risa innspýtingu

Lækkanir urðu á Asíumörkuðum í nótt og evran lét undan í morgun sem talið er merki um efasemdir fjárfesta um að 500 milljarða evra innspýting Seðlabanka Evrópu inn í hagkerfi álfunnar í gær hafi tilætluð áhrif.

Viðskipti erlent

Norðmenn vilja lána AGS 1100 milljarða króna

Norðmenn ætla að bjóðast til að lána Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 55 milljarða norskra króna, eða því sem nemur 1100 milljörðum íslenskra króna, á næstunni. Evrópusambandið hefur jafnframt beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við að leysa skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent

Mikil uppsveifla á öllum mörkuðum

Mikil uppsveifla var á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíu í nótt. Veislan á Wall Street hófst þegar nýjar efnahagstölur sýndu að fasteignamarkaðurinn í Bandaríkjunum er loks að braggast eftir að hafa hrunið árið 2008.

Viðskipti erlent

Google í jólaskapi

Starfsmenn tölvurisans Google eru sannarlega komnir í jólaskap. Með því að slá inn vinsælt textabrot í leitarvélina tekur að snjóa og leitarniðurstöðurnar verða þaktar hrími.

Viðskipti erlent

Hafa áhyggjur af ungverska seðlabankanum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru hætt óformlegum viðræðum um björgunarpakka fyrir Ungverjaland sem voru farnar af stað. Ungverjaland hefur óskað eftir 15-20 milljarða evra lánalínum ef landið lenti í greiðsluerfiðleikum. Framkvæmdastjórar Evrópusambandsins segja hins vegar að ný lög sem voru samþykkt um Seðlabankann í Ungverjalandi takmarki mjög sjálfstæði hans og við það verði ekki unað.

Viðskipti erlent

Allt um Timeline

Notendum samskiptasíðunnar Facebook stendur nú til boða að virkja nýjan prófíl. Nýjungin kallast Timeline og er hugarfóstur Mark Zuckerbergs, stofnanda og stjórnarformanns Facebook.

Viðskipti erlent

Seldu fjarskiptabúnað ríkisins

Saksóknari í Þýskalandi hefur gefið út ákæru á hendur fimm mönnum fyrir peningaþvætti. Þeir eru sakaðir um að hafa þvætt um 150 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar um 18,4 milljörðum króna, fyrir rússneskan ráðherra. Þetta kemur fram í frétt á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal. Rannsókn málsins hefur staðið í sex ár.

Viðskipti erlent

Grænar tölur á mörkuðum og evran styrkist

Grænar tölur voru á öllum mörkuðum í gærkvöldi og nótt. Bandarískir fjárfestar létu skuldakreppuna á evrusvæðinu ekki hafa áhrif á sig í gærkvöldi en horfðu frekar á nokkrar lykiltölur úr bandaríska hagkerfinu sem voru jákvæðri en áætlað hafði verið.

Viðskipti erlent

Adele "skipti máli" að mati Time

Hin tuttugu og eins árs gamla breska söngkona, Adele, hefur sprungið út sem listamaður á árinu 2011 og komist strax í hóp fárra listamanna sem ná að setjast í toppsæti á sölu- og vinsældarlistum bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Svona færðu nýja Facebook

Ein stærsta breyting á útliti samskiptasíðunnar Facebook var opinberuð í dag. Nýjungin kallast Timeline og er hugmyndin komin frá Mark Zuckerberg, stjórnanda og stjórnarformanns Facebook.

Viðskipti erlent

Segir Breta eiga að lækka á undan Frakklandi

Það ætti að lækka lánshæfi Bretlands á undan Frakklandi, segir Christian Noyer, bankastjóri seðlabankans í Frakklandi. Hann segir að ákvörðun Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, um að standa fyrir utan samkomulag Evrópusambandsþjóða um aðgerðir til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, þýða að lánshæfi Bretlands ætti að lækka á undan Frakklandi.

Viðskipti erlent