Viðskipti erlent

KPMG hættir störfum fyrir dótturfélag Baugs í Danmörku

Endurskoðendafyrirtækið KPMG hefur hætt störfum fyrir BG Denmark, dótturfélag Baugs þar í landi, skömmu áður en birta á ársreikninga félagsins. Viðskiptablaðið Börsen greinir frá þessu í dag og segir jafnframt að þetta dótturfélag geti orðið bitbein í uppgjörinu á þrotabúi Baugs.

Viðskipti erlent

Cadbury hafnar risatilboði frá Kraft

Breski sælgætisframleiðandinn Cadbury hefur hafnað risavöxnu yfirtilboði bandaríska matvælarisans Kraft. Kraft var tilbúið að leggja 10,2 milljarða punda eða vel yfir 2000 milljarða kr. á borðið en stjórn Cadbury sagði nei takk.

Viðskipti erlent

Stórt tap á Nýja Sjálandi vegna hruns íslensku bankanna

Það fer að verða vandfundið land í heiminum sem ekki hefur orðið fyrir barðinu á hruni íslensku bankanna s.l. haust. Nú er ljóst að um 1.600 aðilar sem fjárfestu í Credit Sails á Nýja Sjálandi hafa tapað yfir 90 milljónum dollara eða um 11,5 milljörðum kr. Tapið má að mestu rekja til íslensku bankanna.

Viðskipti erlent

Evrópuleiðtogar vilja reglur gegn risabónusum í bönkunum

Leiðtogar Evrópubandalagsins vilja setja nýjar og strangari reglur til að draga úr risabónusgreiðslum til starfsmanna bankanna innan ESB og víðar. Þau Angela Merkel kanslari Þýsklands, Nicolas Sarkozy forseti Frakkalands og Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands standa saman um alþjóðlegar aðgerðir sem eiga að minnka þessar greiðslur.

Viðskipti erlent

Kínverjar kaupa nú mest af lúxusvörum í London

Auðugir Kínverjar eru í auknum mæli að koma í staðinn fyrir Rússa og Araba sem mestu viðskiptavinir og lúxus- og merkjavörum í fínustu verslunarhverfum London. Það er einkum veiking pundsins gagnvart yuan sen veldur þessu kaupæði meðal Kínverjanna.

Viðskipti erlent

Íslensk brunaútsala markar botninn á danska fasteignamarkaðinum

Þetta er fyrirsögn á grein í danska viðskiptablaðinu Börsen í dag um hinn aðþrengda fasteignamarkað í Danmörku. Nú eru hinsvegar teikn á lofti um að botninum á þeim markaði sé náð og uppsveiflan hefjist á ný með sölu eignasafns Atlas Ejendomme sem var í eigu Landic Property þegar það félag komst í þrot fyrr í ár.

Viðskipti erlent

Hún tapaði 525 milljörðum í kreppunni

Þýskur milljarðamæringur hefur tapað öllum auðæfum sínum á fjármálakreppunni, samtals 525 milljörðum kr. Sú sem hér um ræðir er hin 65 ára gamla Madeleine Schickedanz, erfingi Quelle og stór hluthafi í Karstadt-keðjunni.

Viðskipti erlent

OECD bjartsýnna á horfur í stærstu hagkerfunum

OECD er í nýrri spá öllu bjartsýnna á hagþróun stærstu hagkerfa heims það sem eftir lifir árs en stofnunin var í síðustu spá sinni í júní síðastliðnum. Sér í lagi telur hún að samdráttur í Japan og stærstu löndum evrusvæðis verði minni en áður var talið.

Viðskipti erlent

West Ham tapaði 7,7 milljörðum í fyrra

Enska útvalsdeildarliðið West Ham tapaði 37 milljónum punda eða 7,7 milljörðum kr. Í fyrra. Ársuppgjörið er áfall fyrir liðið og segir Nick Igoe fjármálasstjóri liðsins að viðskiptastefna hinna íslensku eigenda West Ham hafi reynst…”gölluð í grundvallaratriðum”.

Viðskipti erlent

Yngstu starfsmennirnir verða oftast veikir

Í nýrri könnun sem samtök vinnuveitenda í Danmörku (Dansk Erhverv) hafa gert meðal félagsmanna sinna kemur í ljós að það eru yngstu starfsmennirnir sem eru oftast forfallaðir í vinnu sinni vegna veikinda. Yfirleitt hefur verið talið að þessu sé öfugt farið og að veikindaforföll aukist með aldrinum.

Viðskipti erlent

Cayman eyjar á barmi gjaldþrots og íhuga skattheimtu

Hið opinbera á Cayman eyjum rambar nú á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld því íhugað að koma á fót skattheimtu á eyjunum til að bregðast við ástandinu. Bresk stjórnvöld, sem eyjarnar heyra undir, hafa hafnað því að draga stjórn Cayman að landi hvað þetta varðar.

Viðskipti erlent

Hamleys fjölgar verslunum og sölustöðum

Leikfangakeðjan Hamleys mun halda áfram að fjölga verslunum sínum og sölustöðum það sem eftir er ársins og fram á næsta ár. Salan hjá Hamleys hefur tekið kipp upp á við eftir eitt erfiðasta rekstrarár í 249 ára sögu keðjunnar.

Viðskipti erlent

Mesta atvinnuleysi innan ESB í áratug

Atvinnuleysi meðal ríkjan innan ESB er hið mesta í áratug. Samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í morgun nam atvinnuleysið 9,5% innan sambandsins og hefur ekki verið meira síðan 1999. Atvinnuleysið jókst úr 9,4% í júní og í 9,5% í júlí.

Viðskipti erlent

Mikil lækkun hlutabréfa í Kína

Hlutabréfamarkaðurinn í Shanghai í Kína féll um rúmlega 5% í dag. Markaðir í Kína hafa lokað enda er kvöldið að bresta á þar í landi. Á föstudaginn lækkuðu hlutabréf í Shanghai um 7% og því nemur lækkunin yfir 10% á undanförnum tveimur viðskiptadögum.

Viðskipti erlent