Viðskipti erlent

Fjárfestir vill meiri efnahagshvata

Fjárfestirinn Warren Buffett segir stjórnvöld í Bandaríkjunum verða að kasta öðrum björgunarhring til efnahagslífsins. Gerist það ekki megi búast við að fjármálakerfið taki dýfu í annað sinn.

Viðskipti erlent

Umræður um Icesave á hollenska þinginu

Utandagskrárumræður um Icesave standa nú yfir í hollenska þinginu en hópur af fyrrum innistæðueigendum Icesave hefur krafist þess að fá innistæður sínar greiddar að fullu. Þessi hópur segir að handvömm fjármálaeftirlita Íslands og Hollands eigi ekki að bitna á þeim.

Viðskipti erlent

Dollaramilljónamæringum fækkar um 15% í heiminum

Einstaklingum sem eiga meir en eina milljón dollara í persónulegum auðæfum fækkar um tæp 15% í ár miðað við árið í fyrra. Þeir eru nú 8,6 milljónir talsins. Þetta eru niðurstöður árlegrar úttektar á vegum Capgemini/Merrill Lynch sem birt er í dag.

Viðskipti erlent

Betri tíð í spilunum

Alþjóðabankinn spáir samdrætti upp á 2,9 prósent á heimsvísu á þessu ári. Á næstu tveimur árum snúi til betri vegar og muni hagvöxtur nema 3,2 prósentum árið 2011.

Viðskipti erlent

Er vefsíðan mín góð eða slæm?

Ein af skemmtilegri vefsíðum netheima er www.webpagesthatsuck.com, þar sem farið er yfir vefsíður sem eru afar illa hannaðar og þær metnar. Þar segir meðal annars um fyrstu mánuði þessa árs, að „þetta virðist ætla að verða gott ár fyrir slæma vefsíðuhönnun".

Viðskipti erlent

Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska

Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu.

Viðskipti erlent

Hvalaskoðun gefur meira af sér en hvalveiðar

Í nýrri skýrslu sem lögð hefur verið fram á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC) sem nú stendyr yfir segir að hvalaskoðun gefi nú af sér meiri tekjur á heimsvísu en hvalveiðar. Tekjur af hvalaskoðun nemi nú um 2,1 milljarði punda eða rúmlega 440 milljörðum kr. á ári.

Viðskipti erlent

Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð

Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar.

Viðskipti erlent

Soros segir að versta kreppan heyri nú sögunni til

Ofurfjárfestirinn George Soros segir að það versta í fjármálakreppu heimsins sé nú að baki. Þetta kom fram í viðtali við hann á pólsku fréttastöðinni TVN24. Hann hvatti jafnframt til þess að alþjóðlegar reglur yrðu samdar til að hafa eftirlit með mörkuðum heimsins.

Viðskipti erlent

Innbrotsþjófar nýta sér Facebook

Eitt af stærstu öryggisfyrirtækjum heimsins, G4S, hefur gefið út aðvörun um að innbrotsþjófar nýti sér nú Facebook í auknum mæli. Því eigi notendur Facebook ekki að fjalla um það á vefsíðunni hvenær þeir ætli að taka sér frí eða hvenær þeir verði að heiman.

Viðskipti erlent

Skattaskuldir Dana vaxa hratt

Skattaskuldir Dana, bæði til ríkissjóðs og sveitarfélaga, vaxa nú hratt og eru komnar í tæpa 29 milljarða danskra kr. eða tæplega 700 milljarðar kr. Þetta samsvarar því að hver Dani skuldi skattinum að meðaltali um 130.000 kr.

Viðskipti erlent

600 verkamenn reknir eftir verkfall

Fleiri en sex hundruð verkamenn við olíuhreinsunarstöð í norðurhluta Englands hefur verið sagt upp eftir að hafa gengið út og farið í verkfall á fimmtudag. Total, fyrirtækið sem á stöðina, segir verkfallsaðgerðirnar hafa verið ólöglegar.

Viðskipti erlent

Samkomulag Sviss og BNA: Slakað á bankaleynd

Bandaríkin og Sviss hafa nú gert með sér tvíhliða samkomulag um upplýsingagjöf banka vegna grunaðra skattsvikara. Samkomulagið verður formlega undirritað á næstu mánuðum. Sviss heldur þar með áfram að slaka á bankaleynd í landinu.

Viðskipti erlent

Bresk þingnefnd gagnrýnir stjórnvöld fyrir Íslandsklúður

Fjármálanefnd breska þingsins gaf út álit sitt í dag á meðhöndlun bresku stjórnarinnar á íslenska bankahruninu s.l. haust. Þingnefndin gagnrýnir stjórnvöld fyrir það hvernig haldið var á málinu af þeirra hálfu, einkum frystingu á eignum íslensku bankanna og beitingu hryðjuverkalöggjafar Bretlands.

Viðskipti erlent

ABC News: Hvernig íslensku útrásarvíkingarnir strönduðu

Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC mun fjalla ítarlega í kvöld um það hvernig íslensku útrásarvíkingarnir sigldu í strand. Umfjöllunin verður í hinum þekkta fréttaþætti „20/20" og þar verður m.a. rætt við Ólaf Arnarson höfund bókarinnar „Sofandi að feigðarósi" og Bubba Morthens.

Viðskipti erlent