Viðskipti innlent

Sig­ríður Hrund nýr for­maður FKA

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla, var kosin nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Siguríður Hrund var kosin formaður til tveggja ára og tekur við stöðunni af Huldu Ragnheiði Árnadóttur.

Viðskipti innlent

Met slegið í fjölda seldra íbúða

Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði.

Viðskipti innlent

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Viðskipti innlent

Hóta málsókn og saka ASÍ um „annar­legan á­róður“

Nýja flug­fé­lagið Play hefur lýst yfir sárum von­brigðum með að Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) hafi í dag hvatt lands­menn til að snið­ganga flug­fé­lagið vegna lágra launa sem flug­fé­lagið mun bjóða starfs­fólki sínu. Fé­lagið krefst þess að ASÍ dragi full­yrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu.

Viðskipti innlent

Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi

Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030.

Viðskipti innlent

Valeria til Advania

Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Viðskipti innlent

CCP vann til Webby verðlauna

CCP Games vann í gær til hinna virtu Webby netverðlauna fyrir smáleik innan leiksins EVE Online. Nánar tiltekið snúast verðlaunin sem CCP vann um samfélagsþjónustu innan tölvuleikja og heitir verkefnið sem vann Project Discovery.

Viðskipti innlent

Stjörnu­torg Kringlunnar mun færa sig um set

Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár.

Viðskipti innlent

Árni Huldar til KPMG Law

Árni Huldar Sveinbjörnsson hefur hafið störf hjá KPMG Law. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar hf. og nú síðast sem sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils.

Viðskipti innlent

Opna kaffihús og boða mikla upp­byggingu í Reykja­dal

Nýtt kaffihús opnaði um liðna helgi við minni Reykjadals í Hveragerði og hefur vakið þónokkra athygli. Mikil uppbygging hefur farið fram í Reykjadal að undanförnu. Göngustígar þangað hafa verið lagfærðir og búið er að malbika vegin alveg að gönguleiðinni, og sömuleiðis malbika bílastæði sem áður voru malarlögð.

Viðskipti innlent

Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður.

Viðskipti innlent

Stytta sér leið með kaupunum á Lumina

Origo hefur keypt heilbrigðislausnina Lumina af Lumina Medical Solutions. Hyggst fyrirtækið nýta lausnina í áframhaldandi þróun á notendaviðmóti sjúkraskrárkerfisins Sögu sem er nýtt af meginhluta heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi.

Viðskipti innlent