Viðskipti innlent

Fyrrverandi starfsmenn Kaupþings dæmdir í 8 mánaða fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Daníel Þórðarson, fyrrverandi sjóðsstjóri hjá Kaupþingi.
Daníel Þórðarson, fyrrverandi sjóðsstjóri hjá Kaupþingi.
Daníel Þórðarson sjóðsstjóri og Stefnir Ingi Agnarsson, verðbréfamiðlari hjá Kaupþingi, voru í morgun dæmdir í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum voru þeir Daníel og Stefnir ákærðir fyrir að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista sex sinnum, í janúar og febrúar í fyrra; skömmu fyrir lokun markaða, þannig að tilboðin hefðu áhrif á dagslokagengi. Með þessu taldi ákæruvaldið að þeir hefðu búið til falska eftirspurn auk þess sem verð bréfa hafi verið misvísandi.

Mennirnir neituðu báðir sök við aðalmeðferð málsins fyrir dómi.

Þeir Daníel og Stefnir Ingi voru að auki dæmdir til að greiða 1,2 milljón í málsvarnarlaun.

Dómarnir eru óskilorðsbundir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×