Mannlífi spáð langlífi 4. júlí 2004 00:01 Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum. Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum.
Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira