Íslenskt te úr arabískum katli 16. desember 2004 00:01 Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu. Hús og heimili Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: "Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotnaðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögunum. Hins vegar er það gróskumikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landakotskirkju en ég er með kórgluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni." Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakklandi þar sem hún bjó í sjö ár. "Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalaufum, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kemur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni." Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipuleggið saman morgundaginn yfir silfurteinu.
Hús og heimili Mest lesið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira