Viðskipti innlent

Kvartað til Samkeppnisstofnunar

Fréttavefurinn vísir.is sendi í gær formlega kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga mbl.is, þar sem fullyrt er að mbl.is "sé stærsti smáauglýsingavefurinn". Visir.is telur að með fullyrðingunni sé brotið í bága við 21. gr. samkeppnislaga, enda sé villt um fyrir neytendum með fullyrðingu sem ekki eigi við rök að styðjast. "Staðreyndin er einfaldlega sú að visir.is er að jafnaði, ef ekki alltaf, með mun fleiri smáauglýsingar en mbl.is og á því tilkall til þess að vera nefndur sem stærsti smáauglýsingavefur landsins," segir í tilkynningu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×