Þvingandi andrúmsloft 29. júní 2004 00:01 Margt af því sérstaka við stjórnmál á Ísland má útskýra með því hvað þjóðfélagið er agnarsmátt í samanburði við nær öll samfélög sem við þekkjum nöfnin á. Það er til mynda augljóst að störf ráðherra á Íslandi eru með nokkuð öðrum hætti en í stærri samfélögum. Ef ráðherrar væru hlutfallslega jafnmargir í Kína og á Íslandi væru 60 þúsund ráðherrar að störfum í Peking. Menn þurfa heldur ekki að sækja samanburð svo langt til að sjá þetta því að í Berlín væru ríflega 3.500 ráðherrar við störf ef sama hlutfall væri á milli kjósenda og ráðherra og er á Íslandi og jafnvel í litlu ríki eins og Hollandi væru nær 700 ráðherrar og hátt í fjögur þúsund þingmenn. Nálægð á milli kjósenda og stjórnmálamanna er því öll önnur á Íslandi en víðast hvar annars staðar í heiminum. Það felast ýmsir kostir í smæðinni en í henni er líka að finna miklar hættur. Ráðherrar á Íslandi sinna auðvitað margs konar störfum sem embættismenn sinna í stærri ríkjum. Ráðherrum í stærri löndum er beinlínis bannað að koma nálægt mörgu af því sem íslenskir starfsbræður þeirra sýsla við. Það myndi til dæmis flokkast undir vítaverða pólitíska spillingu í þroskuðum lýðræðisríkjum ef ráðherra reyndi að skipta sér af ráðningu embættismanna. Á Íslandi eru menn hins vegar ráðnir í bæði hæstu og lægstu embætti eftir pólitískum skoðunum og persónulegum duttlungum ráðherra. Íslenskir ráðherrar sinna líka afgreiðslu alls kyns sértækra erinda sem í stærri samfélögum þætti beinlíns óeðlilegt að stjórnmálamenn kæmu nálægt. Þeir ráða líka yfir alls kyns sporslum sem haldið er frá stjórnmálamönnum í stærri ríkjum. Af þessu leiðir ekki aðeins pólitísk spilling eins og viðgengst við val á mönnum til hvers konar starfa fyrir íslenska ríkið, heldur leiðir þetta líka stundum til þvingandi andrúmslofts sem þætti undarlegt og einstaklega vont í þroskuðum lýðræðisríkjum. Ráðherrar á Íslandi verða oft að fyrirferðarmiklum einstaklingum sem óheppilegt getur verið fyrir menn að hafa mikið á móti sér. Við þær aðstæður geta einstaklingar á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins séð sér nauðsyn í því að þóknast valdamönnum með einhverjum hætti. Oft er um lifibrauðið sjálft að ræða. Eða þá ótta um að svigrúm og möguleikar skerðist með einhverjum hætti. Í stærri og þroskaðri lýðræðissamfélögum er ekkert slíkt að finna. Í Bretlandi þurfa ekki aðrir landsmenn en þingmenn verkamannaflokksins að hafa áhyggjur af því hvað Tony Blair kann að finnast um þá. Í Þýskalandi hafa ekki einu sinni flokksmenn kanslarans áhyggur af því hvað kanslaranum kann að finnast um þá, og fólki í stjórnsýslu, viðskiptum, fjölmiðlun eða á öðrum sviðum samfélagsins þætti forkastanlegt að það skipti máli hvaða skoðanir einhver ráðherra kann að hafa á þeim, verkum þeirra eða skoðunum. Kostirnir við smæðina eru margir en þeir eru einstaklega illa nýttir á Íslandi. Útlendir áhugamenn um stjórnmál spyrja stundum að því hvort smæð íslenska samfélagsins tryggi ekki að lýðræðið okkar sé einstaklega þróttmikið og virkt. Stærð og fjölbreytileika stórra nútímasamfélaga er oft nefnd sem ástæða þess hvað erfitt reynist að gera lýðræðið innihaldsríkt. Flestum kemur á óvart að heyra að Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur á síðustu áratugum notað þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um átakaefni í stjórnmálum. Nær öll Evrópuríki hafa notað þjóðaratkvæðagreiðslu í vaxandi mæli á síðustu áratugum. Rökin gegn þjóðartkvæðagreiðslum eiga þó flest einstaklega illa við um Ísland. Þeir sem vara við beinu lýðræði segja að nútímasamfélög séu í senn svo stór, flókin og margskipt að rökræður, prútt og samningar á milli stjórnmálamanna og hagsmunaaðila séu heppilegri leiðir til finna skynsamlegar og ábyrgar lausnir en almennar atkvæðagreiðslur um einfalda kosti. Menn vara sérstaklega við því að minnihlutahópum stafi hætta af beinu lýðræði og segja að nútímasamfélög séu svo sundurleit að of mikil fjarlægð sé á milli þjóðfélagshópa til að þeir virði hagsmuni hvers annars. Enginn sem þekkir stærri samfélög myndi kannast við þetta sem lýsingu á okkar þjóðfélagi. Önnur rök gegn tíðri notkun á þjóðaratkvæðagreiðslum snúa að rökum fulltrúalýðræðisins. Á Íslandi hafa þau rök komið fram í sérlega frumstæðu formi sem áhersla á að þingið eigi að ráða af því að á Íslandi sé þingræði, sem virðist raunar dálítið misskilið hugtak. Með sama hætti mætti þá væntanlega segja að lýðurinn ætti að ráða úr því að á Íslandi er lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun
Margt af því sérstaka við stjórnmál á Ísland má útskýra með því hvað þjóðfélagið er agnarsmátt í samanburði við nær öll samfélög sem við þekkjum nöfnin á. Það er til mynda augljóst að störf ráðherra á Íslandi eru með nokkuð öðrum hætti en í stærri samfélögum. Ef ráðherrar væru hlutfallslega jafnmargir í Kína og á Íslandi væru 60 þúsund ráðherrar að störfum í Peking. Menn þurfa heldur ekki að sækja samanburð svo langt til að sjá þetta því að í Berlín væru ríflega 3.500 ráðherrar við störf ef sama hlutfall væri á milli kjósenda og ráðherra og er á Íslandi og jafnvel í litlu ríki eins og Hollandi væru nær 700 ráðherrar og hátt í fjögur þúsund þingmenn. Nálægð á milli kjósenda og stjórnmálamanna er því öll önnur á Íslandi en víðast hvar annars staðar í heiminum. Það felast ýmsir kostir í smæðinni en í henni er líka að finna miklar hættur. Ráðherrar á Íslandi sinna auðvitað margs konar störfum sem embættismenn sinna í stærri ríkjum. Ráðherrum í stærri löndum er beinlínis bannað að koma nálægt mörgu af því sem íslenskir starfsbræður þeirra sýsla við. Það myndi til dæmis flokkast undir vítaverða pólitíska spillingu í þroskuðum lýðræðisríkjum ef ráðherra reyndi að skipta sér af ráðningu embættismanna. Á Íslandi eru menn hins vegar ráðnir í bæði hæstu og lægstu embætti eftir pólitískum skoðunum og persónulegum duttlungum ráðherra. Íslenskir ráðherrar sinna líka afgreiðslu alls kyns sértækra erinda sem í stærri samfélögum þætti beinlíns óeðlilegt að stjórnmálamenn kæmu nálægt. Þeir ráða líka yfir alls kyns sporslum sem haldið er frá stjórnmálamönnum í stærri ríkjum. Af þessu leiðir ekki aðeins pólitísk spilling eins og viðgengst við val á mönnum til hvers konar starfa fyrir íslenska ríkið, heldur leiðir þetta líka stundum til þvingandi andrúmslofts sem þætti undarlegt og einstaklega vont í þroskuðum lýðræðisríkjum. Ráðherrar á Íslandi verða oft að fyrirferðarmiklum einstaklingum sem óheppilegt getur verið fyrir menn að hafa mikið á móti sér. Við þær aðstæður geta einstaklingar á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins séð sér nauðsyn í því að þóknast valdamönnum með einhverjum hætti. Oft er um lifibrauðið sjálft að ræða. Eða þá ótta um að svigrúm og möguleikar skerðist með einhverjum hætti. Í stærri og þroskaðri lýðræðissamfélögum er ekkert slíkt að finna. Í Bretlandi þurfa ekki aðrir landsmenn en þingmenn verkamannaflokksins að hafa áhyggjur af því hvað Tony Blair kann að finnast um þá. Í Þýskalandi hafa ekki einu sinni flokksmenn kanslarans áhyggur af því hvað kanslaranum kann að finnast um þá, og fólki í stjórnsýslu, viðskiptum, fjölmiðlun eða á öðrum sviðum samfélagsins þætti forkastanlegt að það skipti máli hvaða skoðanir einhver ráðherra kann að hafa á þeim, verkum þeirra eða skoðunum. Kostirnir við smæðina eru margir en þeir eru einstaklega illa nýttir á Íslandi. Útlendir áhugamenn um stjórnmál spyrja stundum að því hvort smæð íslenska samfélagsins tryggi ekki að lýðræðið okkar sé einstaklega þróttmikið og virkt. Stærð og fjölbreytileika stórra nútímasamfélaga er oft nefnd sem ástæða þess hvað erfitt reynist að gera lýðræðið innihaldsríkt. Flestum kemur á óvart að heyra að Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur á síðustu áratugum notað þjóðaratkvæðagreiðslu til að skera úr um átakaefni í stjórnmálum. Nær öll Evrópuríki hafa notað þjóðaratkvæðagreiðslu í vaxandi mæli á síðustu áratugum. Rökin gegn þjóðartkvæðagreiðslum eiga þó flest einstaklega illa við um Ísland. Þeir sem vara við beinu lýðræði segja að nútímasamfélög séu í senn svo stór, flókin og margskipt að rökræður, prútt og samningar á milli stjórnmálamanna og hagsmunaaðila séu heppilegri leiðir til finna skynsamlegar og ábyrgar lausnir en almennar atkvæðagreiðslur um einfalda kosti. Menn vara sérstaklega við því að minnihlutahópum stafi hætta af beinu lýðræði og segja að nútímasamfélög séu svo sundurleit að of mikil fjarlægð sé á milli þjóðfélagshópa til að þeir virði hagsmuni hvers annars. Enginn sem þekkir stærri samfélög myndi kannast við þetta sem lýsingu á okkar þjóðfélagi. Önnur rök gegn tíðri notkun á þjóðaratkvæðagreiðslum snúa að rökum fulltrúalýðræðisins. Á Íslandi hafa þau rök komið fram í sérlega frumstæðu formi sem áhersla á að þingið eigi að ráða af því að á Íslandi sé þingræði, sem virðist raunar dálítið misskilið hugtak. Með sama hætti mætti þá væntanlega segja að lýðurinn ætti að ráða úr því að á Íslandi er lýðræði.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun