Sushi í hvert mál 8. október 2004 00:01 "Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. "Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál." Þórdís Elva og kærastinn hennar Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari gera stundum sushi sjálf heima hjá sér og þá er sashimi í sérstöku uppáhaldi. "Við erum svo ástfangin af sashimi að við skýrðum meira að segja söngdúettinn okkar Sashimi." Þórdís Elva var svo heppin einu sinni að hún fékk að fylgjast með alvöru sushi-kokki að störfum og óx ástríða hennar á þessum mat enn meira. "Þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Wasabi, sem er mjög sterkt og notað í sushi, er í raun og veru í púðurformi. Það var mjög fyndið að þegar wasabi-ið var opnað þurftu allir að vera með grímur því það getur gert meiri skaða en versta sinnepsfræ ef þú andar því niður í lungun." "Sashimi á að borða með fingrunum eins og sushi-kokkur sem ég þekki komst að af biturri reynslu. Hann var staddur á frægasta sushi-veitingastað í New York og var næstum því hent út því hann tók upp prjóna og fór að borða. Japanir trúa að maður þurfi að tengjast matnum áður en maður borðar hann. Það er líka algjör list að gera sashimi; bæði að skera hráa fiskinn og að gera hrísgrjónin klístruð. Alvöru sushi-kokkar nota sérstaka sashimi-hnífa sem skera fiskinn í næstum því glærar sneiðar. Til að halda hrísgrjónunum klístruðum þarf að halda sífelldum blæstri á þeim. Í hefðbundnum eldhúsum stendur fólk með blævængi og blæs á hrísgrjónin en á veitingastöðum fær maður yfirleitt viftu," segir Þórdís Elva sem hefur þó ekki fjárfest í sérstökum sashimi-tólum. "Hnífurinn sem fiskurinn er skorinn með þarf að vera mjög beittur. Ég á reyndar ekki sashimi-hníf en ég nota ekki hvað sem er. Ætli það sé bara ekki næst á dagskrá að fjárfesta í þannig hníf." Sashimi-uppskrift Þórdísar Elvu: Hrár lax (eða það sem til er í fiskborði) Wasabi Engifer Sojasósa Hrísgrjón Laxinn er skorinn í þunna strimla og borinn fram í skál. Hrísgrjónin eru soðin og gerð klístruð með því að hafa blástur á þeim. Þau eru borin fram í sér skál. Wasabi er notað eftir smekk og því dýft í sojasósu og borðað með laxinum. Engiferið er alveg sér og notað eftir smekk. "Þetta er einstaklega einföld uppskrift. Sashimi þýðir í raun og veru Hrár fiskur í strimlum. Engiferið er notað eftir smekk hér en Japanir nota engiferið til að hreinsa munninn á milli bita," segir Þórdís Elva. Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Það er ekkert mál fyrir mig að segja hver uppáhaldsmaturinn minn er," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachman, leikkona og leikskáld, aðspurð um besta mat í heimi. "Ég er ástfangin upp fyrir haus af sushi. Ég gæti borðað það í hvert mál." Þórdís Elva og kærastinn hennar Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari gera stundum sushi sjálf heima hjá sér og þá er sashimi í sérstöku uppáhaldi. "Við erum svo ástfangin af sashimi að við skýrðum meira að segja söngdúettinn okkar Sashimi." Þórdís Elva var svo heppin einu sinni að hún fékk að fylgjast með alvöru sushi-kokki að störfum og óx ástríða hennar á þessum mat enn meira. "Þetta var mjög merkileg lífsreynsla. Wasabi, sem er mjög sterkt og notað í sushi, er í raun og veru í púðurformi. Það var mjög fyndið að þegar wasabi-ið var opnað þurftu allir að vera með grímur því það getur gert meiri skaða en versta sinnepsfræ ef þú andar því niður í lungun." "Sashimi á að borða með fingrunum eins og sushi-kokkur sem ég þekki komst að af biturri reynslu. Hann var staddur á frægasta sushi-veitingastað í New York og var næstum því hent út því hann tók upp prjóna og fór að borða. Japanir trúa að maður þurfi að tengjast matnum áður en maður borðar hann. Það er líka algjör list að gera sashimi; bæði að skera hráa fiskinn og að gera hrísgrjónin klístruð. Alvöru sushi-kokkar nota sérstaka sashimi-hnífa sem skera fiskinn í næstum því glærar sneiðar. Til að halda hrísgrjónunum klístruðum þarf að halda sífelldum blæstri á þeim. Í hefðbundnum eldhúsum stendur fólk með blævængi og blæs á hrísgrjónin en á veitingastöðum fær maður yfirleitt viftu," segir Þórdís Elva sem hefur þó ekki fjárfest í sérstökum sashimi-tólum. "Hnífurinn sem fiskurinn er skorinn með þarf að vera mjög beittur. Ég á reyndar ekki sashimi-hníf en ég nota ekki hvað sem er. Ætli það sé bara ekki næst á dagskrá að fjárfesta í þannig hníf." Sashimi-uppskrift Þórdísar Elvu: Hrár lax (eða það sem til er í fiskborði) Wasabi Engifer Sojasósa Hrísgrjón Laxinn er skorinn í þunna strimla og borinn fram í skál. Hrísgrjónin eru soðin og gerð klístruð með því að hafa blástur á þeim. Þau eru borin fram í sér skál. Wasabi er notað eftir smekk og því dýft í sojasósu og borðað með laxinum. Engiferið er alveg sér og notað eftir smekk. "Þetta er einstaklega einföld uppskrift. Sashimi þýðir í raun og veru Hrár fiskur í strimlum. Engiferið er notað eftir smekk hér en Japanir nota engiferið til að hreinsa munninn á milli bita," segir Þórdís Elva.
Matur Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira