Menning

Staðreyndir um túnfisk

Fyrir 25 árum keypti fólk ekki túnfisk nema handa kettinum sínum. Þá kostaði hálft kíló nokkra aura. Nú borgar fólk 4.000 krónur fyrir hálft kíló af túnfiski og engum dytti lengur í hug að kaupa hann handa kettinum. Túnfiskur er sneisafullur af próteinum, vítamínum og steinefnum og vinnur gegn of háum blóðþrýstingi og of háu kólesteróli. Fyrirtækið Snæfiskur hóf fyrst íslenskra fyrirtækja að flytja inn frystan túnfisk til Íslands. Fiskurinn fæst í stórmörkuðum og er seldur í 180-200 gramma pakkningum. Túnfiskurinn frá Snæfiski er veiddur á Indlandshafi, en fiskurinn veiðist líka í Atlantshafi og hefur veiðst úti fyrir suðurströnd Íslands. Túnfiskurinn hefur heitt blóð. Stærsti túnfiskur sem veiðst hefur var 1.496 pund og veiddist í Nova Scotia 26. októbeber 1979. Kílóið af túnfiski kostar milli 2.500 og 3.000 krónur út úr búð. Fjölmargra tegundir eru til af túnfiski. Guli túnfiskur er mjög algengur og sú tegund sem fæst á Íslandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.