Tifandi tekjuskattssprengja 6. ágúst 2004 00:01 Árleg umræða um hvort skattar fólks séu einkamál eða blaðaefni hefur nú risið í kjölfar þess að álagningarseðlar voru sendir út. Sérstaklega eru það þó – eins og jafnan áður - útreikningar Frjálsrar verslunar á tekjum einstakra manna út frá útsvari sem valda deilum. Inn í þessa umræðu hefur nú blandast synjun Úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ósk DV um að fá uppgefin nöfn þeirra sem hæstar greiðslur hlutu fyrir nefndarstörf á árunum 2000- 2002. Í þeim úrskurði er vísað til ákvæða um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um "einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Hér er í raun vísað til sömu grunnhugsunar og flestir þeir hafa gert sem vilja hætta að gera álagningarskrána opinbera, þ.e. að launamál fólks séu þeirra einkamál. Vissulega er ýmislegt til í því að laun fólks geti verið viðkvæm einkamál og það eru e.t.v. oft ekki göfugustu hvatir í fari almennings sem ráða forvitninni um hvað þessi og hinn hefur í kaup. Hins vegar felst líka í þessu ákveðið aðhald, og þegar allur þorri manna er að borga til sameiginlegra þarfa er ekki óeðlilegt að menn vilji fylgjast með hvort sambærilegar kvaðir séu lagðar á alla. Hér takast því á rétturinn til einkalífs og lögmætir almannahagsmunir, og óhjákvæmilegt að í slíkum átökum verði ætíð einhver grá svæði. Í ár hins vegar hefur þessi umræða og samantekt Frjálsrar verslunar dregið fram skýrar en oft áður að miklar breytingar virðast vera að eiga sér stað í tekjuskattskerfinu og í tekjuskiptingu þjóðarinnar. Breytingarnar vísa ekki einvörðungu til þess að launamunur sé að aukast verulega, heldur líka til þess að skattkerfið sjálft sé ekki að virka eins og til er ætlast og að stórir og sífellt stækkandi hópar séu að komast undan greiðslu eðlilegs tekjuskatts. Að því leyti er samantekt Frjálsrar verslunar afar gagnleg ábending um breyttan veruleika, þó sú ábending feli raunar samtímis í sér ákveðna gengisfellingu á samantektinni sjálfri – því hún er ekki eins marktæk og áður og miðar við úreltan veruleika. Sjálfur ritstjóri blaðsins, Jón G. Hauksson benti einmitt á að á listanum í ár kæmu í ljós ákveðin tímamót í þróunarferli sem tekið hafi nokkur ár, tímamót sem sýndu vel hið tvískipta tekjuskattskerfi í landinu. Ritstjórinn kallaði þetta "tifandi tímasprengju" í skattkerfinu og er full ástæða til að taka undir það, því hvort heldur er út frá sanngirnissjónarmiðum eða efnahagslegum, þá er þessi mismunun óskynsamleg. Þessi tvískipting felst í því að annars vegar höfum við launamenn sem borga fullan skatt af öllum þeim tekjum sem þeir vinna fyrir, og hins vegar höfum við fjármagnseigendur og "ehf-ara" sem borga eingöngu 10% skatt af sínum tekjum. Umræðan um ólíka skattprósentu eftir uppruna tekna – hvort um sé að ræða launatekjur eða aðrar tekjur – er síður en svo ný af nálinni. Tekist var á um þetta mál á pólitískum vettvangi fyrir nokkrum árum. Niðurstaðan sem þá fékkst byggðist hins vegar á þeim efnahags- og þjóðfélagslegu aðstæðum sem þá voru uppi og voru í raun liður í ákveðinni hagstýringu. Það var því mat á tímabundnu ástandi og hentugleiki, en ekki grundvallarregla eða mikilvæg pólitísk hugmyndafræði sem réði því að stjórnvöld ákváðu að hafa tekjuskattsprósentuna ólíka eftir uppruna teknanna. Í dag hefur umhverfið breyst og ekki óeðlilegt að þetta sé endurskoðað. Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á skattkerfinu í tengslum við frumvarp sem væntanlega kemur fram í haust um skattalækkanir sem koma eiga til framkvæmda á kjörtímabilinu. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ekki er ólíklegt eða óeðlilegt að þessi atriði tekjuskattsins komi til skoðunar í tengslum við slíka endurskoðun og umræðuna um hana í þinginu. Hér er ekki eingöngu pólitískt réttlætismál á ferðinni. Ekki bara mál sem kemur upp í umræðunni þegar álagningarseðlar eru lagðir fram og almenningur horfir upp á það sem Indriði Þorláksson kallaði einhvern tíma "skattaleg sniðganga" hjá ýmsum helstu höfðingjum landsins, sem sjá sóma sinn í því að greiða einungis vinnukonuútsvar. Þetta er líka mikilvægt atriði fyrir skatttekjur ríkissjóðs almennt og þá ekki síður fyrir tekjustofna sveitarfélaganna, en þau hafa sem kunnugt er tapað verulega á einkahlutafélagavæðinu tekjustofna einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Árleg umræða um hvort skattar fólks séu einkamál eða blaðaefni hefur nú risið í kjölfar þess að álagningarseðlar voru sendir út. Sérstaklega eru það þó – eins og jafnan áður - útreikningar Frjálsrar verslunar á tekjum einstakra manna út frá útsvari sem valda deilum. Inn í þessa umræðu hefur nú blandast synjun Úrskurðarnefndar um upplýsingamál á ósk DV um að fá uppgefin nöfn þeirra sem hæstar greiðslur hlutu fyrir nefndarstörf á árunum 2000- 2002. Í þeim úrskurði er vísað til ákvæða um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að upplýsingum um "einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga, sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem í hlut á". Hér er í raun vísað til sömu grunnhugsunar og flestir þeir hafa gert sem vilja hætta að gera álagningarskrána opinbera, þ.e. að launamál fólks séu þeirra einkamál. Vissulega er ýmislegt til í því að laun fólks geti verið viðkvæm einkamál og það eru e.t.v. oft ekki göfugustu hvatir í fari almennings sem ráða forvitninni um hvað þessi og hinn hefur í kaup. Hins vegar felst líka í þessu ákveðið aðhald, og þegar allur þorri manna er að borga til sameiginlegra þarfa er ekki óeðlilegt að menn vilji fylgjast með hvort sambærilegar kvaðir séu lagðar á alla. Hér takast því á rétturinn til einkalífs og lögmætir almannahagsmunir, og óhjákvæmilegt að í slíkum átökum verði ætíð einhver grá svæði. Í ár hins vegar hefur þessi umræða og samantekt Frjálsrar verslunar dregið fram skýrar en oft áður að miklar breytingar virðast vera að eiga sér stað í tekjuskattskerfinu og í tekjuskiptingu þjóðarinnar. Breytingarnar vísa ekki einvörðungu til þess að launamunur sé að aukast verulega, heldur líka til þess að skattkerfið sjálft sé ekki að virka eins og til er ætlast og að stórir og sífellt stækkandi hópar séu að komast undan greiðslu eðlilegs tekjuskatts. Að því leyti er samantekt Frjálsrar verslunar afar gagnleg ábending um breyttan veruleika, þó sú ábending feli raunar samtímis í sér ákveðna gengisfellingu á samantektinni sjálfri – því hún er ekki eins marktæk og áður og miðar við úreltan veruleika. Sjálfur ritstjóri blaðsins, Jón G. Hauksson benti einmitt á að á listanum í ár kæmu í ljós ákveðin tímamót í þróunarferli sem tekið hafi nokkur ár, tímamót sem sýndu vel hið tvískipta tekjuskattskerfi í landinu. Ritstjórinn kallaði þetta "tifandi tímasprengju" í skattkerfinu og er full ástæða til að taka undir það, því hvort heldur er út frá sanngirnissjónarmiðum eða efnahagslegum, þá er þessi mismunun óskynsamleg. Þessi tvískipting felst í því að annars vegar höfum við launamenn sem borga fullan skatt af öllum þeim tekjum sem þeir vinna fyrir, og hins vegar höfum við fjármagnseigendur og "ehf-ara" sem borga eingöngu 10% skatt af sínum tekjum. Umræðan um ólíka skattprósentu eftir uppruna tekna – hvort um sé að ræða launatekjur eða aðrar tekjur – er síður en svo ný af nálinni. Tekist var á um þetta mál á pólitískum vettvangi fyrir nokkrum árum. Niðurstaðan sem þá fékkst byggðist hins vegar á þeim efnahags- og þjóðfélagslegu aðstæðum sem þá voru uppi og voru í raun liður í ákveðinni hagstýringu. Það var því mat á tímabundnu ástandi og hentugleiki, en ekki grundvallarregla eða mikilvæg pólitísk hugmyndafræði sem réði því að stjórnvöld ákváðu að hafa tekjuskattsprósentuna ólíka eftir uppruna teknanna. Í dag hefur umhverfið breyst og ekki óeðlilegt að þetta sé endurskoðað. Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á skattkerfinu í tengslum við frumvarp sem væntanlega kemur fram í haust um skattalækkanir sem koma eiga til framkvæmda á kjörtímabilinu. Það er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Ekki er ólíklegt eða óeðlilegt að þessi atriði tekjuskattsins komi til skoðunar í tengslum við slíka endurskoðun og umræðuna um hana í þinginu. Hér er ekki eingöngu pólitískt réttlætismál á ferðinni. Ekki bara mál sem kemur upp í umræðunni þegar álagningarseðlar eru lagðir fram og almenningur horfir upp á það sem Indriði Þorláksson kallaði einhvern tíma "skattaleg sniðganga" hjá ýmsum helstu höfðingjum landsins, sem sjá sóma sinn í því að greiða einungis vinnukonuútsvar. Þetta er líka mikilvægt atriði fyrir skatttekjur ríkissjóðs almennt og þá ekki síður fyrir tekjustofna sveitarfélaganna, en þau hafa sem kunnugt er tapað verulega á einkahlutafélagavæðinu tekjustofna einstaklinga.