Viðskipti innlent

Sæplast tapaði 50 milljónum

Sæplast tapaði tæpum 50 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra var rúmlega tuttugu milljóna króna hagnaður. Í tilkynningu frá Sæplasti er mismunurinn sagður fyrst og fremst vegna samdráttar í sölu og hærri fjármagnskostnaðar. Rekstrartekjur voru sjö prósentum lægri og munar mestu um fimmtán prósenta tekjulækkun hjá dótturfyrirtæki í Noregi, vegna mikils samdráttar í sölu á flotum fyrir net og nætur. Sölutekjur fyrirtækisins í Kanada voru ellefu prósentum lægri og á Dalvík fjórum prósentum lægri. Tekjur jukust hins vegar um 22 prósent hjá dótturfélagi í Hollandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×