Frá Rick til Hómers 9. ágúst 2004 00:01 Á hverju kvöldi eigum við þess kost að fylgjast með því hvernig mesta hernaðarveldi heims upplifir sjálft sig. Það er í sjónvarpinu sem sjálfsmyndargerðin fer fram; þar spranga um karakterar sem eru byggðir á staðalhugmynd um "hinn venjulega mann" þótt ákveðnir eiginleikar séu ýktir til að ná fram tilteknum áhrifum. Það eru oftast nær þeir eiginleikar sem aðstandendur telja að áhorfendur eigi að rækta. Einu sinni fór þessi þjóðarræktun fram í kvikmyndunum. Við munum hann Rick í Casablanca. Um leið og maður fer að tjá sig um þann góða mann breytist textinn í hefðbundna íslenska minningargrein: hann var hrjúfur á ytra borði en innra sló heitt hjarta... hann var ekki allra og lét engan segja sér fyrir verkum. Hann var karlmannsímynd þess tíma, gangandi sjálfsmynd karla í Bandaríkjunum þegar þeir voru í þann veginn að fara að taka þátt í seinni heimsstyrjöldinni, þeir upplifðu sig svo að þeir væru tregir en skylduræknir, þyrftu að bjarga heiminum undan einræðisöflunum og gætu því ekki hugsað um eigin hag, gerðu bandalag við lýðræðisríkin í Evrópu, sem var tjáð á ógleymanlegan hátt í lok myndarinnar þegar Frakkinn og Kaninn labba saman út í þokuna: this is the beginning of a beautiful friendship. Hitt er svo önnur saga að hvað sem allri göfginni leið þá varð stríðið Bandaríkjamönnum ábatasamt og gullöld gekk í garð eftir það. Allt er breytt. Þögli Bandaríkjamaðurinn varð Þunni Bandaríkjamaðurinn. Ráðamenn í Bandaríkjunum forsmá þennan fyrrum fagra vinskap en fylgja í öllu ráðum Apartheid-manna í Ísrael án þess að séð verði að sú fylgispekt skili þeim öðru en hugsanlegum stuðningi Gyðinga heima fyrir. Hafi maður lesið bók sagnfræðingsins snjalla Barböru Tuchman um Framrás Heimskunnar, The march of Folly - from Troy to Vietnam, þar sem hún rekur rangar og furðulegar stjórnvaldsákvarðanir í gegnum mannkynssöguna og sýnir hvernig þar var ævinlega um að ræða sambland af oflæti, vanþekkingu og heimsku – þá verður óneitanlega æði margt kunnuglegt í framgöngu Bush-stjórnarinnar. En það er í sjónvarpinu sem sjálfsmyndin er. Við sjáum þetta á hverju kvöldi í ótal þáttum - þeir eru allir eins. Heimilisfaðirinn er mislukkað eintak hvernig sem á það er litið, í lélegu starfi, latur, gráðugur, feitur, ljótur en fyrst og fremst er hann þó eindreginn vitleysingur. Konan hans er til allrar hamingju aðdáunarverð í alla staði, fögur og ráðsnjöll og bjargar því sem bjargað verður þegar heimilisfaðirinn hefur anað út í enn eitt fenið. Einu sinni hélt maður að hér væri yfirstétt afþreyingariðnaðarins að skemmta sér á kostnað láglaunastéttanna en nú eru farnar að renna á mann tvær grímur. Það er eins og verið sé að segja okkur að þessir eiginleikar hvítra karlmanna séu ekki bara allsráðandi og óhjákvæmilegir heldur beinlínis æskilegir: ég held að þetta sé sjálfsmynd Bandaríkjamanna um þessar mundir og aðferð við að sætta sig við forseta sem virðist þvílíkur vitleysingur að hann segist í ræðu í Hvíta húsinu ætla að láta einskis ófreistað við að skaða Bandaríkin. Everybody loves Raymond: það er eitthvað elskulegt við vitleysinginn í þessum þáttum, þrátt fyrir græðgi og sérgæsku og ævintýralega vitlausar ákvarðanir loksins þegar tekst að taka af honum snakkið og mjaka honum upp úr sjónvarpsstólnum – tja – þá finnst öllum vænt um hann og vilja leggja honum lið. Hann er bara svona gerður blessaður, og mæðir náttúrlega mest á konunni að bjarga því sem bjargað verður. Er ekki Tony Blair þessi kona? Hæfileikaríkur og kann að tala eins og hann hafi lesið bók og beri hag annarra fyrir brjósti, glæsilegur og geislandi og hefur það hlutverk að leiða Þunna Bandaríkjamanninn í gegnum þær ógöngur sem hann hefur ratað í. Þetta er allt einn Simpson-þáttur. Óneitanlega virðist George Bush hafa til að bera vitsmuni Hómers Simpsons, og þótt Tony Blair hafi ekki kandífloss-hár eins og Marge Simpson, þá eru ræðurnar hans eins og kandíflossið streymi út um munn hans. Systurnar fúlu eru þá Frakkland og Þýskaland, en leiðinlegi, réttsýna og sanngjarna fyrirmyndarnágrannann hlýtur John Kerry. Ennþá eru Bandaríkjamenn voldugasta þjóð heims og við höfum í græðgi okkar og skammsýni bundið trúss okkar við þá. Um þessar mundir er þeim stjórnað af óútreiknanlegum manni sem lætur stjórnast af kæruleysi og skeytingarleysi um staðreyndir, djúpri vanþekkingarþrá og staðfastri þröngsýni. Stundum fyllist maður vanmætti. Stundum líður manni eins og við eigum allt undir Hómer Simpson og dómgreind hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á hverju kvöldi eigum við þess kost að fylgjast með því hvernig mesta hernaðarveldi heims upplifir sjálft sig. Það er í sjónvarpinu sem sjálfsmyndargerðin fer fram; þar spranga um karakterar sem eru byggðir á staðalhugmynd um "hinn venjulega mann" þótt ákveðnir eiginleikar séu ýktir til að ná fram tilteknum áhrifum. Það eru oftast nær þeir eiginleikar sem aðstandendur telja að áhorfendur eigi að rækta. Einu sinni fór þessi þjóðarræktun fram í kvikmyndunum. Við munum hann Rick í Casablanca. Um leið og maður fer að tjá sig um þann góða mann breytist textinn í hefðbundna íslenska minningargrein: hann var hrjúfur á ytra borði en innra sló heitt hjarta... hann var ekki allra og lét engan segja sér fyrir verkum. Hann var karlmannsímynd þess tíma, gangandi sjálfsmynd karla í Bandaríkjunum þegar þeir voru í þann veginn að fara að taka þátt í seinni heimsstyrjöldinni, þeir upplifðu sig svo að þeir væru tregir en skylduræknir, þyrftu að bjarga heiminum undan einræðisöflunum og gætu því ekki hugsað um eigin hag, gerðu bandalag við lýðræðisríkin í Evrópu, sem var tjáð á ógleymanlegan hátt í lok myndarinnar þegar Frakkinn og Kaninn labba saman út í þokuna: this is the beginning of a beautiful friendship. Hitt er svo önnur saga að hvað sem allri göfginni leið þá varð stríðið Bandaríkjamönnum ábatasamt og gullöld gekk í garð eftir það. Allt er breytt. Þögli Bandaríkjamaðurinn varð Þunni Bandaríkjamaðurinn. Ráðamenn í Bandaríkjunum forsmá þennan fyrrum fagra vinskap en fylgja í öllu ráðum Apartheid-manna í Ísrael án þess að séð verði að sú fylgispekt skili þeim öðru en hugsanlegum stuðningi Gyðinga heima fyrir. Hafi maður lesið bók sagnfræðingsins snjalla Barböru Tuchman um Framrás Heimskunnar, The march of Folly - from Troy to Vietnam, þar sem hún rekur rangar og furðulegar stjórnvaldsákvarðanir í gegnum mannkynssöguna og sýnir hvernig þar var ævinlega um að ræða sambland af oflæti, vanþekkingu og heimsku – þá verður óneitanlega æði margt kunnuglegt í framgöngu Bush-stjórnarinnar. En það er í sjónvarpinu sem sjálfsmyndin er. Við sjáum þetta á hverju kvöldi í ótal þáttum - þeir eru allir eins. Heimilisfaðirinn er mislukkað eintak hvernig sem á það er litið, í lélegu starfi, latur, gráðugur, feitur, ljótur en fyrst og fremst er hann þó eindreginn vitleysingur. Konan hans er til allrar hamingju aðdáunarverð í alla staði, fögur og ráðsnjöll og bjargar því sem bjargað verður þegar heimilisfaðirinn hefur anað út í enn eitt fenið. Einu sinni hélt maður að hér væri yfirstétt afþreyingariðnaðarins að skemmta sér á kostnað láglaunastéttanna en nú eru farnar að renna á mann tvær grímur. Það er eins og verið sé að segja okkur að þessir eiginleikar hvítra karlmanna séu ekki bara allsráðandi og óhjákvæmilegir heldur beinlínis æskilegir: ég held að þetta sé sjálfsmynd Bandaríkjamanna um þessar mundir og aðferð við að sætta sig við forseta sem virðist þvílíkur vitleysingur að hann segist í ræðu í Hvíta húsinu ætla að láta einskis ófreistað við að skaða Bandaríkin. Everybody loves Raymond: það er eitthvað elskulegt við vitleysinginn í þessum þáttum, þrátt fyrir græðgi og sérgæsku og ævintýralega vitlausar ákvarðanir loksins þegar tekst að taka af honum snakkið og mjaka honum upp úr sjónvarpsstólnum – tja – þá finnst öllum vænt um hann og vilja leggja honum lið. Hann er bara svona gerður blessaður, og mæðir náttúrlega mest á konunni að bjarga því sem bjargað verður. Er ekki Tony Blair þessi kona? Hæfileikaríkur og kann að tala eins og hann hafi lesið bók og beri hag annarra fyrir brjósti, glæsilegur og geislandi og hefur það hlutverk að leiða Þunna Bandaríkjamanninn í gegnum þær ógöngur sem hann hefur ratað í. Þetta er allt einn Simpson-þáttur. Óneitanlega virðist George Bush hafa til að bera vitsmuni Hómers Simpsons, og þótt Tony Blair hafi ekki kandífloss-hár eins og Marge Simpson, þá eru ræðurnar hans eins og kandíflossið streymi út um munn hans. Systurnar fúlu eru þá Frakkland og Þýskaland, en leiðinlegi, réttsýna og sanngjarna fyrirmyndarnágrannann hlýtur John Kerry. Ennþá eru Bandaríkjamenn voldugasta þjóð heims og við höfum í græðgi okkar og skammsýni bundið trúss okkar við þá. Um þessar mundir er þeim stjórnað af óútreiknanlegum manni sem lætur stjórnast af kæruleysi og skeytingarleysi um staðreyndir, djúpri vanþekkingarþrá og staðfastri þröngsýni. Stundum fyllist maður vanmætti. Stundum líður manni eins og við eigum allt undir Hómer Simpson og dómgreind hans.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun