
Viðskipti innlent
Hagnaður SH 241 milljón króna
Hagnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á þriðja ársfjórðungi var 241 milljón króna eftir skatta samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Hagnaður af sölustarfsemi félagsins í Bretlandi, Asíu og Spáni var talsvert yfir áætlunum en afkoma Coldwater í Bretlandi undir áætlunum. Fyrstu níu mánuði ársins nam hagnaður SH 582 milljónum króna samanborið við 321 milljónir króna á síðasta ári. Að sögn Íslandsbanka stefnir í að áætlanir félagsins um 750 milljóna króna hagnað á árinu í heild náist, miðað við afkomu félagsins það sem af er ári.