Í minningu Derridas 11. október 2004 00:01 Mér finnst eiginlega að maður eigi að skrifa minningargrein um Derrida. Ekki það að hann hafi haft nein áhrif á mig eða mótað mig á nokkurn hátt - heldur kannski barasta vegna þess að ég fór einu sinni á fyrirlestur hjá honum. Það var í Háskólabíói síðsumars 1993, ég man ekkert hvað hann sagði, skildi minnst í því, en fannst nauðsynlegt að líta þetta umtalaða furðufyrirbæri. Ég bauð stúlku sem ég hafði kynnst kvöldið áður með mér á fyrirlesturinn. Það var sérkennilegt stefnumót. Kannski hafði heimspekingurinn franski meiri áhrif á hana en mig því nokkru seinna tók hún saman við skáld sem er þekkt fyrir að setja saman óskiljanlega texta. Í tilefni af andláti Derridas dreg ég úr hillu hjá mér lítið kver sem mér áskotnaðist fyrir ekki alls löngu. Keypti það á útsölu. Bókin er enn í plastinu er ég hræddur um. Ég fjarlægi plastið og opna bókina. Les: "Núna vil ég tilkynna að á þeim stað þar sem hún rístur blæju sannleikans og eftirmynd geldingarinnar, þ.e. í átt að líkama konunnar, má og verður að meta spurninguna um stílinn í ljósi hinnar stærri spurningar um túlkun á texta Nietzsches, um túlkun túlkunarinnar, um túlkunina í einu orði; til að leysa úr spurningunni eða til að ógilda framsetningu hennar." Þetta er eiginlega alveg dýrlegt! Ætli það sé skiljanlegt á frummálinu? Eða þetta? "Þetta frávik sannleikans upphefur sig sjálft, lyftir sér milli gæsalappanna (vélarbrögð, garg, flug og fitjar gæsarinnar), allt sem í skrifum Nietzsches setur "sannleikann" að veði milli gæsalappanna - og í raun allt annað einnig -, allt það sem skráir (fr. inscrire) sannleikann - og í raun réttri, þótt ég gangi ekki alveg svo langt að kalla það hið kvenlega, skráir það hina kvenlegu "virkni". Hún skrifar (sig). Hún er þau upptök sem stíllinn leitar. Með öðrum orðum, ef stíllinn er (karl)maðurinn (eins og getnaðarlimurinn er "fyrirmynd allra blætisgripa" samkvæmt Freud þá eru skrifin konan". Þetta er allt svona. Tekið úr bókinni Sporar - Stílar Nietzsches sem kom út hjá Bókmenntafræðistofnun í fyrra. Samt segir á kápu að þetta sé aðgengilegasta rit Derrida. Maður verður að taka þetta í litlum skömmtum. Það er ekki hending að orðið sannleikur er hérumbil alltaf sett innan gæsalappa. Jafngott að hafa fyrirvara á því. Ég las það í blaði að þegar Derrida var gerður að heiðursdoktor í Cambridge hafi nánast legið við upreisn í háskólabænum forna. Bretar hafa alltaf verið á verði gagnvart óskiljanlegum heimspekingum frá meginlandinu. Hins vegar fylltu Derrida og félagar upp í gatið sem marxismi skildi eftir sig í háskólum í Bandaríkjunum - þar varð speki hans að torskiljanlegu runki í hæsta gæðaflokki. En það var svosem ekki karlinum að kenna - það er ekki hægt að kenna lærimeisturum um alla vitleysuna í aðdáendum sínum. En auðvitað eru líka aðrir menn hæfari en ég að rita minningarorð um Derrida. Það er hálfgerð goðgá í mér að vera að skrifa þetta. Karlinn setti saman mjög áfengan kokkteil - þeir sem súpa á fara næstum því að tala sitt eigið tungumál, líkt og þeir hafi gengið á hönd sérstökum þjóðflokki. Maður sér það hérumbil alltaf á texta eftir fólk hvort það hefur pælt í Derrida og co. Flettið bara bókmenntatímaritunum og Lesbók Morgunblaðsins. Samt - ef ég væri ungur maður að fara í háskóla myndi það frekar freista mín að þræla mig í í gegnum þetta en púkalega norrænustaglið, Laxness og Gunnar. En ég held samt að ég setji Sporana aftur upp í hillu. Kannski tekst mér að koma þeim í plastið aftur? --- --- --- Í framhaldi af þessu. Brandarinn er kannski orðinn dálítið þvældur - og ég skal líka lofa því að þetta verður í síðasta skipti sem ég linka á Postmodernism Generator. Hlaðið síðunni aftur til að fá upp nýjan texta, hægt að endurtaka út í hið óendanlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Mér finnst eiginlega að maður eigi að skrifa minningargrein um Derrida. Ekki það að hann hafi haft nein áhrif á mig eða mótað mig á nokkurn hátt - heldur kannski barasta vegna þess að ég fór einu sinni á fyrirlestur hjá honum. Það var í Háskólabíói síðsumars 1993, ég man ekkert hvað hann sagði, skildi minnst í því, en fannst nauðsynlegt að líta þetta umtalaða furðufyrirbæri. Ég bauð stúlku sem ég hafði kynnst kvöldið áður með mér á fyrirlesturinn. Það var sérkennilegt stefnumót. Kannski hafði heimspekingurinn franski meiri áhrif á hana en mig því nokkru seinna tók hún saman við skáld sem er þekkt fyrir að setja saman óskiljanlega texta. Í tilefni af andláti Derridas dreg ég úr hillu hjá mér lítið kver sem mér áskotnaðist fyrir ekki alls löngu. Keypti það á útsölu. Bókin er enn í plastinu er ég hræddur um. Ég fjarlægi plastið og opna bókina. Les: "Núna vil ég tilkynna að á þeim stað þar sem hún rístur blæju sannleikans og eftirmynd geldingarinnar, þ.e. í átt að líkama konunnar, má og verður að meta spurninguna um stílinn í ljósi hinnar stærri spurningar um túlkun á texta Nietzsches, um túlkun túlkunarinnar, um túlkunina í einu orði; til að leysa úr spurningunni eða til að ógilda framsetningu hennar." Þetta er eiginlega alveg dýrlegt! Ætli það sé skiljanlegt á frummálinu? Eða þetta? "Þetta frávik sannleikans upphefur sig sjálft, lyftir sér milli gæsalappanna (vélarbrögð, garg, flug og fitjar gæsarinnar), allt sem í skrifum Nietzsches setur "sannleikann" að veði milli gæsalappanna - og í raun allt annað einnig -, allt það sem skráir (fr. inscrire) sannleikann - og í raun réttri, þótt ég gangi ekki alveg svo langt að kalla það hið kvenlega, skráir það hina kvenlegu "virkni". Hún skrifar (sig). Hún er þau upptök sem stíllinn leitar. Með öðrum orðum, ef stíllinn er (karl)maðurinn (eins og getnaðarlimurinn er "fyrirmynd allra blætisgripa" samkvæmt Freud þá eru skrifin konan". Þetta er allt svona. Tekið úr bókinni Sporar - Stílar Nietzsches sem kom út hjá Bókmenntafræðistofnun í fyrra. Samt segir á kápu að þetta sé aðgengilegasta rit Derrida. Maður verður að taka þetta í litlum skömmtum. Það er ekki hending að orðið sannleikur er hérumbil alltaf sett innan gæsalappa. Jafngott að hafa fyrirvara á því. Ég las það í blaði að þegar Derrida var gerður að heiðursdoktor í Cambridge hafi nánast legið við upreisn í háskólabænum forna. Bretar hafa alltaf verið á verði gagnvart óskiljanlegum heimspekingum frá meginlandinu. Hins vegar fylltu Derrida og félagar upp í gatið sem marxismi skildi eftir sig í háskólum í Bandaríkjunum - þar varð speki hans að torskiljanlegu runki í hæsta gæðaflokki. En það var svosem ekki karlinum að kenna - það er ekki hægt að kenna lærimeisturum um alla vitleysuna í aðdáendum sínum. En auðvitað eru líka aðrir menn hæfari en ég að rita minningarorð um Derrida. Það er hálfgerð goðgá í mér að vera að skrifa þetta. Karlinn setti saman mjög áfengan kokkteil - þeir sem súpa á fara næstum því að tala sitt eigið tungumál, líkt og þeir hafi gengið á hönd sérstökum þjóðflokki. Maður sér það hérumbil alltaf á texta eftir fólk hvort það hefur pælt í Derrida og co. Flettið bara bókmenntatímaritunum og Lesbók Morgunblaðsins. Samt - ef ég væri ungur maður að fara í háskóla myndi það frekar freista mín að þræla mig í í gegnum þetta en púkalega norrænustaglið, Laxness og Gunnar. En ég held samt að ég setji Sporana aftur upp í hillu. Kannski tekst mér að koma þeim í plastið aftur? --- --- --- Í framhaldi af þessu. Brandarinn er kannski orðinn dálítið þvældur - og ég skal líka lofa því að þetta verður í síðasta skipti sem ég linka á Postmodernism Generator. Hlaðið síðunni aftur til að fá upp nýjan texta, hægt að endurtaka út í hið óendanlega.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun