Leiður misskilningur Víkverjans 25. október 2004 00:01 Víkverji og Staksteinar í Morgunblaðinu eru hérumbil eina fyrirbærið sem stundar þann ósið að skrifa nafnlaust í fjölmiðla. Fyrirbæri, segi ég, því ekki veit ég hvort þarna að baki dylst einstaklingur, klúbbur manna eða hvers konar leynifélag þetta er yfirleitt. Annars bera svona nafnlaus skrif oftast vott um lydduskap - eða í besta falli lélegt sjálfsmat. Það þykir ekki par fínt að þora ekki að standa við skoðanir sínar. Ég er reyndar fúll út í Víkverja - fyrirbærið eyðilagði fyrir mér morgunkaffið. Í pistlinum í morgun er þar fimbulfambað um sjónvarpsþáttinn minn - af hreinni óvild, finnst mér - og því haldið fram að hjá mér sé alltaf sama fólkið. Ég hef svosem heyrt þennan söng áður. En ég fór að telja. Ég er búinn með sex þætti í vetur. Í þá hafa komið hvorki meira né minna en 57 manns, en aðeins tveir gestanna hafa komið tvívegis. Þetta eru að meðaltali næstum 10 manns í hverjum þætti. Í þessum hópi eru þónokkrir útlendingar sem álpuðust til Íslands og eru sannarlega ekki fastagestir hjá mér. Í gær var ég með enn einn þátttinn og þar kom meðal annarra fólk sem hefur aldrei eða sárasjaldan komið í sjónvarpið til mín. Menn ættu aðeins að kynna sér málin aðeins áður en þeir sletta fram svona fullyrðingum. Líka þeir sem þora ekki að koma fram undir nafni. --- --- --- Annars held ég að þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri - að alltaf sé sama fólkið í sjónvarpinu. Í svona viðtalsþáttum vill maður sjá skemmtilegt fólk en líka þá sem eiga eitthvað undir sér, hafa áhrif - geta sagt eitthvað sem veldur titringi. Þannig las ég fyrir nokkru að á einu ári hefði John McCain öldungadeildarþingmaður komið fimmtíu sinnum í helstu sunnudagsmorgunsþættina í Bandaríkjunum. Þeir gátu einfaldlega ekki fengið nóg af þessum áhugaverða manni. Íbúar Bandaríkjanna eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. --- --- --- Svo vil ég líka leiðrétta þann misskilning sem kemur fram hjá Víkverja - og stóð reyndar í DV um daginn - að Silfur Egils sé stæling á frönskum sjónvarpsþætti. Þetta er gróf oftúlkun á orðum sem ég lét einvern tíma falla. Þá sagði ég einfaldlega að ég hefði dáðst að frönskum sjónvarpsmanni, Bernard Pivot að nafni. Hann naut aðdáunar í Frakklandi fyrir að eiga auðvelt með að láta fólk tala skemmtilega og óþvingað saman. Að öðru leyti er Silfrið ekkert sérstaklega líkt þætti hans, enda fjallaði Pivot um bókmenntir og menningu en ekki pólitík. Silfur Egils varð til hérumbil óvart fyrir kosningarnar 1999, við kröpp kjör, er algjör heimaframleiðsla - enda játa ég að ég er ekki sérlega vel að mér um sjónvarp. --- --- --- Það heyrist mér að fólki sé alveg skítsama um hvort sveitarfélögin eða ríkið borga kennurum laun. Það er líka rétt sem sagt er - fólk var aldrei spurt hvort flytja ætti grunnskólann til sveitarfélaganna. Svona stjórntæknilegt atriði er borgurunum fjarlægt. Þeir greiða skattana sína í einni summu og velta því ekki fyrir sér hvaða aurar fara hvert. Því held ég að flestum finnist illskiljanleg umræða um að það sé "ólöglegt" að kennarar beini spjótum sínum að ríkinu. Hví ættu þeir ekki að gera það? Erum við ekki samábyrg fyrir þessu menntakerfi? Þarf ekki að leysa verkfallið en ekki flækja málin með svona þrætubókarlist? Annars er þetta mjög í anda stjórnarhátta hér undanfarin ár - að reyna að þvæla mál, hafa júrista í næturvinnu við að finna einhver lagaklókindi, fremur en að horfa á grundvallaratriði. --- --- --- Lesbókin og Kistan eru undirlögð af láti Derridas. Það er mikill harmur kveðinn að sumu fólki - og hann er sem betur fer ekki borinn í hljóði. Ein og ein grein birtist þó um önnur mál, til dæmis um nýútkomnar bækur. Hér er eitt greinarkorn af Kistunni sem sýnir hvað bókmenntaumfjöllun getur orðið skrítin þegar hún kemst í hendurnar á sértrúarsöfnuðum. Ég fjallaði um sömu bók fyrir nokkrum vikum, tók ekki eftir kvenfyrirlitningunni og mannvonnskunni sem hún á að vera full af - þvert á móti fannst mér hún frekar næs... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Víkverji og Staksteinar í Morgunblaðinu eru hérumbil eina fyrirbærið sem stundar þann ósið að skrifa nafnlaust í fjölmiðla. Fyrirbæri, segi ég, því ekki veit ég hvort þarna að baki dylst einstaklingur, klúbbur manna eða hvers konar leynifélag þetta er yfirleitt. Annars bera svona nafnlaus skrif oftast vott um lydduskap - eða í besta falli lélegt sjálfsmat. Það þykir ekki par fínt að þora ekki að standa við skoðanir sínar. Ég er reyndar fúll út í Víkverja - fyrirbærið eyðilagði fyrir mér morgunkaffið. Í pistlinum í morgun er þar fimbulfambað um sjónvarpsþáttinn minn - af hreinni óvild, finnst mér - og því haldið fram að hjá mér sé alltaf sama fólkið. Ég hef svosem heyrt þennan söng áður. En ég fór að telja. Ég er búinn með sex þætti í vetur. Í þá hafa komið hvorki meira né minna en 57 manns, en aðeins tveir gestanna hafa komið tvívegis. Þetta eru að meðaltali næstum 10 manns í hverjum þætti. Í þessum hópi eru þónokkrir útlendingar sem álpuðust til Íslands og eru sannarlega ekki fastagestir hjá mér. Í gær var ég með enn einn þátttinn og þar kom meðal annarra fólk sem hefur aldrei eða sárasjaldan komið í sjónvarpið til mín. Menn ættu aðeins að kynna sér málin aðeins áður en þeir sletta fram svona fullyrðingum. Líka þeir sem þora ekki að koma fram undir nafni. --- --- --- Annars held ég að þetta sé ekki séríslenskt fyrirbæri - að alltaf sé sama fólkið í sjónvarpinu. Í svona viðtalsþáttum vill maður sjá skemmtilegt fólk en líka þá sem eiga eitthvað undir sér, hafa áhrif - geta sagt eitthvað sem veldur titringi. Þannig las ég fyrir nokkru að á einu ári hefði John McCain öldungadeildarþingmaður komið fimmtíu sinnum í helstu sunnudagsmorgunsþættina í Bandaríkjunum. Þeir gátu einfaldlega ekki fengið nóg af þessum áhugaverða manni. Íbúar Bandaríkjanna eru þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. --- --- --- Svo vil ég líka leiðrétta þann misskilning sem kemur fram hjá Víkverja - og stóð reyndar í DV um daginn - að Silfur Egils sé stæling á frönskum sjónvarpsþætti. Þetta er gróf oftúlkun á orðum sem ég lét einvern tíma falla. Þá sagði ég einfaldlega að ég hefði dáðst að frönskum sjónvarpsmanni, Bernard Pivot að nafni. Hann naut aðdáunar í Frakklandi fyrir að eiga auðvelt með að láta fólk tala skemmtilega og óþvingað saman. Að öðru leyti er Silfrið ekkert sérstaklega líkt þætti hans, enda fjallaði Pivot um bókmenntir og menningu en ekki pólitík. Silfur Egils varð til hérumbil óvart fyrir kosningarnar 1999, við kröpp kjör, er algjör heimaframleiðsla - enda játa ég að ég er ekki sérlega vel að mér um sjónvarp. --- --- --- Það heyrist mér að fólki sé alveg skítsama um hvort sveitarfélögin eða ríkið borga kennurum laun. Það er líka rétt sem sagt er - fólk var aldrei spurt hvort flytja ætti grunnskólann til sveitarfélaganna. Svona stjórntæknilegt atriði er borgurunum fjarlægt. Þeir greiða skattana sína í einni summu og velta því ekki fyrir sér hvaða aurar fara hvert. Því held ég að flestum finnist illskiljanleg umræða um að það sé "ólöglegt" að kennarar beini spjótum sínum að ríkinu. Hví ættu þeir ekki að gera það? Erum við ekki samábyrg fyrir þessu menntakerfi? Þarf ekki að leysa verkfallið en ekki flækja málin með svona þrætubókarlist? Annars er þetta mjög í anda stjórnarhátta hér undanfarin ár - að reyna að þvæla mál, hafa júrista í næturvinnu við að finna einhver lagaklókindi, fremur en að horfa á grundvallaratriði. --- --- --- Lesbókin og Kistan eru undirlögð af láti Derridas. Það er mikill harmur kveðinn að sumu fólki - og hann er sem betur fer ekki borinn í hljóði. Ein og ein grein birtist þó um önnur mál, til dæmis um nýútkomnar bækur. Hér er eitt greinarkorn af Kistunni sem sýnir hvað bókmenntaumfjöllun getur orðið skrítin þegar hún kemst í hendurnar á sértrúarsöfnuðum. Ég fjallaði um sömu bók fyrir nokkrum vikum, tók ekki eftir kvenfyrirlitningunni og mannvonnskunni sem hún á að vera full af - þvert á móti fannst mér hún frekar næs...