Skugginn af jólaljósunum 23. desember 2004 00:01 Flestir upplifa jólin sem hátíð samstöðu og friðar þar sem fjölskyldan sameinast og eindrægni ríkir. Jólin eru hátíð barnanna og flest leggjum við okkur fram um að þau megi verða þeim uppspretta sælla minninga. Ekki búa þó öll börn við öryggi, gleði og fegurð á jólum. Eftir því sem nær dregur jólum vex kvíði og spenna á heimilum þar sem áfengi tekur völdin og hátíð samheldinnar verður sundrungu að bráð. Sem betur fer hefur mörgum sem lokast hafa inni í vítahring áfengisneyslu tekist að rjúfa hann með góðri hjálp. Það starf sem samtök á borð við SÁÁ hafa unnið er kraftaverk fyrir margar fjölskyldur í landinu. Um þessi jól mun fyrir þeirra tilstilli ríkja gleði á mörgum heimilum þar sem angist og kvíði einkenndu jólahaldið fyrr. Áfengisneysla og jólahald eiga illa saman, jafnvel þótt ekki sé um ofneyslu að ræða. Jólin eru hátíð barnanna og jafnræði ríkir við jólaborðið. Sama á diskum allra og það sama í glösunum. Íslendingar búa við mikla velsæld, svo mikla að leitun er á betri forsendum í tíma og rúmi til þess að njóta lífsins og þroskast. Ytri gæðin tryggja þó hvorki lífshamingju né að þroskatækifærin séu nýtt. Það er harmleikur hvers og eins að nýta ekki forsendur sínar. Verra er þegar samfélag veitir ekki þegnum sínum aðgang að þeim gæðum sem eru forsenda farsældar. Þegar fólk gerir sér dagamun eins og um jól verður munurinn milli þeirra sem hafa og þeirra sem skortir skýrari en í hvunndeginum. Í ljósum jólanna verða skuggarnir skýrari. Biðraðir eftir jólamat, fötum og jólagjöfum eru dapurlegur vitnisburður um að ekki hafa allir sama aðgang að veisluborði samfélagsins. Ýmsar og oft á tíðum flóknar ástæður liggja að baki því að fólk getur ekki af eigin rammleik veitt sér og sínum dagamun á jólum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt sitt af mörkum til hjálpar. Jafnan er það svo að við erum tilbúin, þegar til okkar er leitað, til þess að rétta náunganum hjálparhönd. Við þurfum hins vegar að spyrja okkur þess hvernig á því standi að mitt í allri velsældinni þurfi svo stór hópur að leita bónbjargar til þess að geta lyft sér upp úr amstri hversdagsins á jólum. Á jólunum er hollt að líta sér nær og horfa til þess sem maður getur lagt af mörkum til þess að bæta sig og heiminn. Öll getum við bætt okkur í framkomu við náungann og lagt okkar af mörkum til betri heims. Sem þjóð á aljþóðavettvangi erum við ekki í forystu þeirra sem láta örlæti og manngæsku ráða ákvörðunum sínum. Þar virðumst við fremur horfa til þröngra sérhagsmuna okkar þegar við veljum hverjum við eigum að sýna skilning, örlæti og manngæsku. Dyggð góðseminnar krefst stundum einhverra fórna. Það er hið kristilega hugarfar sem gott er að hafa í huga á jólum. Við eigum að gæta bræðra okkar og systra, ekki bara þegar og ef okkur hentar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Flestir upplifa jólin sem hátíð samstöðu og friðar þar sem fjölskyldan sameinast og eindrægni ríkir. Jólin eru hátíð barnanna og flest leggjum við okkur fram um að þau megi verða þeim uppspretta sælla minninga. Ekki búa þó öll börn við öryggi, gleði og fegurð á jólum. Eftir því sem nær dregur jólum vex kvíði og spenna á heimilum þar sem áfengi tekur völdin og hátíð samheldinnar verður sundrungu að bráð. Sem betur fer hefur mörgum sem lokast hafa inni í vítahring áfengisneyslu tekist að rjúfa hann með góðri hjálp. Það starf sem samtök á borð við SÁÁ hafa unnið er kraftaverk fyrir margar fjölskyldur í landinu. Um þessi jól mun fyrir þeirra tilstilli ríkja gleði á mörgum heimilum þar sem angist og kvíði einkenndu jólahaldið fyrr. Áfengisneysla og jólahald eiga illa saman, jafnvel þótt ekki sé um ofneyslu að ræða. Jólin eru hátíð barnanna og jafnræði ríkir við jólaborðið. Sama á diskum allra og það sama í glösunum. Íslendingar búa við mikla velsæld, svo mikla að leitun er á betri forsendum í tíma og rúmi til þess að njóta lífsins og þroskast. Ytri gæðin tryggja þó hvorki lífshamingju né að þroskatækifærin séu nýtt. Það er harmleikur hvers og eins að nýta ekki forsendur sínar. Verra er þegar samfélag veitir ekki þegnum sínum aðgang að þeim gæðum sem eru forsenda farsældar. Þegar fólk gerir sér dagamun eins og um jól verður munurinn milli þeirra sem hafa og þeirra sem skortir skýrari en í hvunndeginum. Í ljósum jólanna verða skuggarnir skýrari. Biðraðir eftir jólamat, fötum og jólagjöfum eru dapurlegur vitnisburður um að ekki hafa allir sama aðgang að veisluborði samfélagsins. Ýmsar og oft á tíðum flóknar ástæður liggja að baki því að fólk getur ekki af eigin rammleik veitt sér og sínum dagamun á jólum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt sitt af mörkum til hjálpar. Jafnan er það svo að við erum tilbúin, þegar til okkar er leitað, til þess að rétta náunganum hjálparhönd. Við þurfum hins vegar að spyrja okkur þess hvernig á því standi að mitt í allri velsældinni þurfi svo stór hópur að leita bónbjargar til þess að geta lyft sér upp úr amstri hversdagsins á jólum. Á jólunum er hollt að líta sér nær og horfa til þess sem maður getur lagt af mörkum til þess að bæta sig og heiminn. Öll getum við bætt okkur í framkomu við náungann og lagt okkar af mörkum til betri heims. Sem þjóð á aljþóðavettvangi erum við ekki í forystu þeirra sem láta örlæti og manngæsku ráða ákvörðunum sínum. Þar virðumst við fremur horfa til þröngra sérhagsmuna okkar þegar við veljum hverjum við eigum að sýna skilning, örlæti og manngæsku. Dyggð góðseminnar krefst stundum einhverra fórna. Það er hið kristilega hugarfar sem gott er að hafa í huga á jólum. Við eigum að gæta bræðra okkar og systra, ekki bara þegar og ef okkur hentar.