Draumurinn um stjórnarbyltingu 22. september 2004 00:01 Birtist í DV 28. maí 2004 Nú virðast menn ætla að bíða með að senda Ólafi Ragnari fjölmiðlafrumvarpið enn um sinn, líklega vel fram yfir hvítasunnu. Ýmislegt í þessu er farið að hafa einkenni gamanleiks. Sumir segja að hugmyndin sé að kæla þjóðina. Eða kannski finnst forsætisráðherra bara svona skoplegt að halda forsetanum heima. Aðrir benda á að á meðan sé lafhægt að safna fleiri undirskriftum til að skora á Ólaf að skrifa ekki undir. Þær gætu þá kannski orðið sjötíu þúsund. Liðið sem rúntar um bæinn og mótmælir finnur engan frið í beinum sér. Má þó vera að best hefði verið að fá úr þessu skorið strax. Til hvers að hafa þetta hangandi yfir þjóðinni? Þingmenn virðast meira eða minna vera að fara á taugum. Ólafur getur varla þurft svo langan tíma til að hugsa sig um - maður sér ekki renneríið af lögspekingum á Bessastaðið. Málið hefur legið ljóst fyrir í nokkrar vikur; annað hvort skrifar hann undir eða skrifar ekki undir. Davíð er hins vegar allur í því að þæfa, segir að fyrst þurfi að ganga úr skugga um hvort yfirleitt sé að marka neitun forsetans - telur að hann sé sjálfur best til þess fallinn að meta það - en ef svo er þurfi að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hugsanlega verði hægt að kalla saman þing í júlí til þess. Spár um að Davíð myndi samstundis boða til þingrofs ef Ólafur skrifar ekki undir virðast ólíklegar - þá blasir líka við að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bíða sögulegt afhroð á 75 ára afmælinu. Forsetakosningar 26. júní flækja líka málið. Það er ekki hægt að fresta þeim og of seint til að ýta fram almennilegum frambjóðendum. Ætla andstæðingar Ólafs Ragnars að sameinast um að greiða Baldrí Ágústssyni atkvæði - eða láta þeir sér nægja að sitja heima? Ef eitthvað er sýnist mér Baldur ennþá skrítnari en Ástþór. Á aðeins kyrrlátari hátt. --- --- --- Davíð telur líka hættu á að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði öngþveiti. Hann vísar í könnun sem á að sýna að fólk viti ósköp lítið um málið - spyr hver eigi að kynna það fyrir kjósendum? Varla Baugsmiðlarnir? Á að útvega sérstaka fjárveitingu til að reka áróður fyrir því - og hverjum er þá treystandi? En þá má náttúrlega spyrja hvort þeir sem fara á kjörstað viti yfirleitt nokkuð hvað þeir eru að kjósa um? Til dæmis vissu ekki þeir sem greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði í fyrra að þeir væru að kjósa yfir sig fjölmiðlalög og stórkostlegar hækkanir á eftirlaunum ráðherra. Sjávarútvegurinn hefur lengstum tröllriðið pólitíkinni á Íslandi - á kannnski að meina þeim aðgang að kjörstöðum sem þekkja ekki muninn á sóknarmarki og aflamarki? Ég er voða hræddur um að meirihluti þjóðarinnar viti ekki einu sinni hvað flestir ráðherrarnir heita. Lýðræðið gerir ekki ráð fyrir hundrað prósent þekkingu - kosningar eru ekki próf. Það er meira að segja hugsanlegt að kjósendur hafi rangt fyrir sér. Á síðari tímum hafa ekki verið talin nothæf rök gegn lýðræðinu að fólk sé heimskt og illa upplýst. Davíð hefur sagt að ekkert sé að marka undirskriftasöfnunina þar sem Ólafur er hvattur til að skrifa ekki undir lögin. Ókei, það ber að taka henni með talsverðum fyrirvara. Það virðist ekki vera hægt að sannprófa undirskriftirnar. Samt getur maður eiginlega ekki gert ráð fyrir því að fólk sé svo óheiðarlegt að það falsi undirskriftir í þúsundatali. Forsætisráðherrann virðist vera tortrygginn að eðlisfari. Ég minnist þess að þegar mótmælin vegna Falun Gong stóðu yfir rituðu um 300 manns nöfn sín á sérstakan mótmælalista sem birtist í Morgunblaðinu. Davíð Oddsson kom í viðtal og kvað upp úr um að einungis 2-3 af þessum mönnum væru marktækir. Það lýsir ekki sérstakri trú á mannkyninu. --- --- --- Forsetaembættið er sextíu ára. Í sextíu ár hefur neitunarvaldi forsetans ekki verið beitt. Í sex áratugi hafa forsetar Íslands verið til hátíðarbrigða. Það að gera synjunarákvæðið virkt er líkt og að fara út í kirkjugarð með skóflu og byrja að grafa til að vita hvort enn leynist líf í líki. Við fórum í gegnum Natóaðild, varnarsamning, EFTA, Alusuisse, kvótakerfi, EES, öryrkjamál, gagnagrunn og Kárahnjúka án þess að forsetinn skipti sér af því. Ég minnist þess varla að hafa heyrt talað um málskotsréttinn sem veruleika fyrr en á tíma deilnanna um EES. Það var einhvern veginn óhugsandi að Kristján Eldjárn og Vigdís gripu fram í fyrir stjórnmálamönnum. Maður þakkar fyrir að Vigdís lét ekki undan áskorunum um að neita að samþykkja EES - meirihluti kjósenda var á móti þessu mikilvæga framfaramáli. Kjósendur hafa oft rangt fyrir sér. Það er komið upp mikið óþol með ríkisstjórnina og sérílagi forsætisráðherrann. Hefur kannski ekki verið meira síðan undir lok viðreisnar. Stjórnin virðist líka vera orðin þreytt á sjálfri sér. Óskin um að Ólafur Ragnar skrifi ekki undir er í aðra röndina draumur um stjórnarbyltingu; að forsetinn hrifsi til sín valdið og nái í leiðinni að jafna rækilega um Davíð Oddsson - nokkuð sem hingað til hefur ekki tekist almennilega í lýðræðislegum þingkosningum. --- --- --- Ég hef stjórnað sjónvarpsþáttum um stjórnmál í meira en fimm ár. Þar hefur margsinnis verið rætt um alla þessa hluti sem nú er fjalla um: þrískiptingu valdsins, samspil valdþátta í lýðræðisríki, hversu lengi ráðamenn eigi að lafa í embætti, hina mótsagnakenndu stöðu þjóðkjörins forseta sem þó er bara táknræn fígúra, þjóðaratkvæðagreiðslur. Mestanpart er þetta efni úr stjórnmálafræði 101. Sjaldan hef ég orðið var við annað en djúprætt áhugaleysi á þessari umræðu. Ég veit líka að Samfylkingin var með mikla fundaröð um svona mál - þangað mættu yfirleitt sömu tuttugu hræðurnar. En nú má vera að hafi orðið einhver vakning. Þetta snýst ef til vill ekki bara um Davíð; kannski felst þarna líka ósk um stjórnkerfisbyltingu. Manni finnst gæta ansi mikillar þreytu með þetta kerfi sem við búum við; samsteypustjórnir þar sem lítið er að marka kosningaloforð, allir ganga óbundnir til kosninga og einráðir leiðtogar semja um öll alvörumál bak við luktar dyr. Eins og reynslan sýnir verður frekar brátt um þrískiptingu ríkisvaldsins í svona kerfi. Í staðinn ríkir nánast alræði framkvæmdavaldsins; í umræðum að undanförnu hefur manni líka virst að framkvæmdavaldið ætli að fara að endursemja stjórnarskrá lýðveldisins að sínum hætti. Vinur minn sem ég tel fjarska gáfaðan skrifaði mér í tölvupósti: "Það er kominn tími til þess að herða stjórnskipun þessa lands í eldi einhverrar reynslu og átaka í staðinn fyrir að taka bara við þessu öllu í pósti frá Danmörku og Strassborg og gera á því lágmarksbreytingar í tímahraki. Samsteypustjórnir eru drasl og ganga af þrískiptingu ríkisvaldsins dauðri." Menn tala um að ef Ólafur beiti ekki málskotsákvæðinu núna þá sé það einfaldlega ónýtt. Eins gott að fara bara í leiðangur með Davíð og fjarlægja það. En ef Ólafur notar það - hversu virkur verður þá þessi réttur? Hefur þá verið ýtt af stað þróun sem enginn veit hvar endar - þar sem alltaf vofir yfir neitunarvald forsetans? Við erum þá að tala um forsetann sem fullgildan aðila í hinum pólitísku samningaviðræðum; að stjórnmálamennirnir fari kannski að hafa hann með í ráðum svo hann beiti ekki þessu valdi - gegn niðurskurði á Landspítalanum, sölu áfengis í matvöruverslunum, skattalækkunum eða hvar endar það? Og þá erum við væntanlega líka að tala um pólitískar forsetakosningar þar sem flokkarnir myndu halda fram sínum frambjóðendum. --- --- --- Ég nefndi vakningu. Um daginn gekk ég upp Laugaveginn og inn í Mál og menningu og fékk þá snögglega á tilfinninguna að jafnt gamlar konur og unglingar hefðu fengið áhuga á þessu. En eftir að hafa séð þátttakendur á fundum og mótmælastöðum þar sem er verið að hvetja Ólaf til að skrifa undir er ég ekki lengur svo viss. "If you go carrying pictures of charmain Mao, you ain´t gonna make it with anyone anyhow," segir í laginu Revolution eftir John Lennon. Kunningi minn sem fylgist vel með sagði mér að það hefðu verið 500 manns fyrir utan þinghúsið að gefa ríkisstjórninni rauða spjaldið í síðustu viku. Þetta hefðu mestanpart verið kunnugleg andlit - hann hafi getað nefnt helminginn með nafni. Það renna á mann tvær grímur þegar talað er um "fjöldafundi í þessu sambandi. Hvað er mikill eldmóður í grasrótinni - er bál þarna undir eða bara lítil glóð? Ég verð líka að viðurkenna að þegar ég sé sumt af þessu fólki mótmæla kemur mér í hug línan "you can count me out", sem einnig er að finna í laginu eftir Lennon. Annars er að koma nýtt góðæri. Rex er að opna aftur, meintir viðskiptamógúlar geta safnast saman þar aftur með vindla sína og gin. Það er sagt að á sínum tíma hafi Jón Ásgeir staðið upp á stól á Rex og hrópað: "Ég er búinn að kaupa banka!"Nafntogaður rithöfundur sem ég þekki segir: "Einu vandamál Íslands eru persónuleiki forsætisráðherra og of hátt verð á rauðvíni." Það er spurning hvað hugmyndin um stjórnarbyltingu á mikinn hljómgrunn. Er það til dæmis lögmæt afstaða að vera á móti fjölmiðlalögunum en telja samt að Ólafur Ragnar eigi að skrifa undir lögin? Eða á maður þá á hættu að kremjast milli fylkinganna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blaðagreinar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Birtist í DV 28. maí 2004 Nú virðast menn ætla að bíða með að senda Ólafi Ragnari fjölmiðlafrumvarpið enn um sinn, líklega vel fram yfir hvítasunnu. Ýmislegt í þessu er farið að hafa einkenni gamanleiks. Sumir segja að hugmyndin sé að kæla þjóðina. Eða kannski finnst forsætisráðherra bara svona skoplegt að halda forsetanum heima. Aðrir benda á að á meðan sé lafhægt að safna fleiri undirskriftum til að skora á Ólaf að skrifa ekki undir. Þær gætu þá kannski orðið sjötíu þúsund. Liðið sem rúntar um bæinn og mótmælir finnur engan frið í beinum sér. Má þó vera að best hefði verið að fá úr þessu skorið strax. Til hvers að hafa þetta hangandi yfir þjóðinni? Þingmenn virðast meira eða minna vera að fara á taugum. Ólafur getur varla þurft svo langan tíma til að hugsa sig um - maður sér ekki renneríið af lögspekingum á Bessastaðið. Málið hefur legið ljóst fyrir í nokkrar vikur; annað hvort skrifar hann undir eða skrifar ekki undir. Davíð er hins vegar allur í því að þæfa, segir að fyrst þurfi að ganga úr skugga um hvort yfirleitt sé að marka neitun forsetans - telur að hann sé sjálfur best til þess fallinn að meta það - en ef svo er þurfi að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hugsanlega verði hægt að kalla saman þing í júlí til þess. Spár um að Davíð myndi samstundis boða til þingrofs ef Ólafur skrifar ekki undir virðast ólíklegar - þá blasir líka við að Sjálfstæðisflokkurinn myndi bíða sögulegt afhroð á 75 ára afmælinu. Forsetakosningar 26. júní flækja líka málið. Það er ekki hægt að fresta þeim og of seint til að ýta fram almennilegum frambjóðendum. Ætla andstæðingar Ólafs Ragnars að sameinast um að greiða Baldrí Ágústssyni atkvæði - eða láta þeir sér nægja að sitja heima? Ef eitthvað er sýnist mér Baldur ennþá skrítnari en Ástþór. Á aðeins kyrrlátari hátt. --- --- --- Davíð telur líka hættu á að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði öngþveiti. Hann vísar í könnun sem á að sýna að fólk viti ósköp lítið um málið - spyr hver eigi að kynna það fyrir kjósendum? Varla Baugsmiðlarnir? Á að útvega sérstaka fjárveitingu til að reka áróður fyrir því - og hverjum er þá treystandi? En þá má náttúrlega spyrja hvort þeir sem fara á kjörstað viti yfirleitt nokkuð hvað þeir eru að kjósa um? Til dæmis vissu ekki þeir sem greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði í fyrra að þeir væru að kjósa yfir sig fjölmiðlalög og stórkostlegar hækkanir á eftirlaunum ráðherra. Sjávarútvegurinn hefur lengstum tröllriðið pólitíkinni á Íslandi - á kannnski að meina þeim aðgang að kjörstöðum sem þekkja ekki muninn á sóknarmarki og aflamarki? Ég er voða hræddur um að meirihluti þjóðarinnar viti ekki einu sinni hvað flestir ráðherrarnir heita. Lýðræðið gerir ekki ráð fyrir hundrað prósent þekkingu - kosningar eru ekki próf. Það er meira að segja hugsanlegt að kjósendur hafi rangt fyrir sér. Á síðari tímum hafa ekki verið talin nothæf rök gegn lýðræðinu að fólk sé heimskt og illa upplýst. Davíð hefur sagt að ekkert sé að marka undirskriftasöfnunina þar sem Ólafur er hvattur til að skrifa ekki undir lögin. Ókei, það ber að taka henni með talsverðum fyrirvara. Það virðist ekki vera hægt að sannprófa undirskriftirnar. Samt getur maður eiginlega ekki gert ráð fyrir því að fólk sé svo óheiðarlegt að það falsi undirskriftir í þúsundatali. Forsætisráðherrann virðist vera tortrygginn að eðlisfari. Ég minnist þess að þegar mótmælin vegna Falun Gong stóðu yfir rituðu um 300 manns nöfn sín á sérstakan mótmælalista sem birtist í Morgunblaðinu. Davíð Oddsson kom í viðtal og kvað upp úr um að einungis 2-3 af þessum mönnum væru marktækir. Það lýsir ekki sérstakri trú á mannkyninu. --- --- --- Forsetaembættið er sextíu ára. Í sextíu ár hefur neitunarvaldi forsetans ekki verið beitt. Í sex áratugi hafa forsetar Íslands verið til hátíðarbrigða. Það að gera synjunarákvæðið virkt er líkt og að fara út í kirkjugarð með skóflu og byrja að grafa til að vita hvort enn leynist líf í líki. Við fórum í gegnum Natóaðild, varnarsamning, EFTA, Alusuisse, kvótakerfi, EES, öryrkjamál, gagnagrunn og Kárahnjúka án þess að forsetinn skipti sér af því. Ég minnist þess varla að hafa heyrt talað um málskotsréttinn sem veruleika fyrr en á tíma deilnanna um EES. Það var einhvern veginn óhugsandi að Kristján Eldjárn og Vigdís gripu fram í fyrir stjórnmálamönnum. Maður þakkar fyrir að Vigdís lét ekki undan áskorunum um að neita að samþykkja EES - meirihluti kjósenda var á móti þessu mikilvæga framfaramáli. Kjósendur hafa oft rangt fyrir sér. Það er komið upp mikið óþol með ríkisstjórnina og sérílagi forsætisráðherrann. Hefur kannski ekki verið meira síðan undir lok viðreisnar. Stjórnin virðist líka vera orðin þreytt á sjálfri sér. Óskin um að Ólafur Ragnar skrifi ekki undir er í aðra röndina draumur um stjórnarbyltingu; að forsetinn hrifsi til sín valdið og nái í leiðinni að jafna rækilega um Davíð Oddsson - nokkuð sem hingað til hefur ekki tekist almennilega í lýðræðislegum þingkosningum. --- --- --- Ég hef stjórnað sjónvarpsþáttum um stjórnmál í meira en fimm ár. Þar hefur margsinnis verið rætt um alla þessa hluti sem nú er fjalla um: þrískiptingu valdsins, samspil valdþátta í lýðræðisríki, hversu lengi ráðamenn eigi að lafa í embætti, hina mótsagnakenndu stöðu þjóðkjörins forseta sem þó er bara táknræn fígúra, þjóðaratkvæðagreiðslur. Mestanpart er þetta efni úr stjórnmálafræði 101. Sjaldan hef ég orðið var við annað en djúprætt áhugaleysi á þessari umræðu. Ég veit líka að Samfylkingin var með mikla fundaröð um svona mál - þangað mættu yfirleitt sömu tuttugu hræðurnar. En nú má vera að hafi orðið einhver vakning. Þetta snýst ef til vill ekki bara um Davíð; kannski felst þarna líka ósk um stjórnkerfisbyltingu. Manni finnst gæta ansi mikillar þreytu með þetta kerfi sem við búum við; samsteypustjórnir þar sem lítið er að marka kosningaloforð, allir ganga óbundnir til kosninga og einráðir leiðtogar semja um öll alvörumál bak við luktar dyr. Eins og reynslan sýnir verður frekar brátt um þrískiptingu ríkisvaldsins í svona kerfi. Í staðinn ríkir nánast alræði framkvæmdavaldsins; í umræðum að undanförnu hefur manni líka virst að framkvæmdavaldið ætli að fara að endursemja stjórnarskrá lýðveldisins að sínum hætti. Vinur minn sem ég tel fjarska gáfaðan skrifaði mér í tölvupósti: "Það er kominn tími til þess að herða stjórnskipun þessa lands í eldi einhverrar reynslu og átaka í staðinn fyrir að taka bara við þessu öllu í pósti frá Danmörku og Strassborg og gera á því lágmarksbreytingar í tímahraki. Samsteypustjórnir eru drasl og ganga af þrískiptingu ríkisvaldsins dauðri." Menn tala um að ef Ólafur beiti ekki málskotsákvæðinu núna þá sé það einfaldlega ónýtt. Eins gott að fara bara í leiðangur með Davíð og fjarlægja það. En ef Ólafur notar það - hversu virkur verður þá þessi réttur? Hefur þá verið ýtt af stað þróun sem enginn veit hvar endar - þar sem alltaf vofir yfir neitunarvald forsetans? Við erum þá að tala um forsetann sem fullgildan aðila í hinum pólitísku samningaviðræðum; að stjórnmálamennirnir fari kannski að hafa hann með í ráðum svo hann beiti ekki þessu valdi - gegn niðurskurði á Landspítalanum, sölu áfengis í matvöruverslunum, skattalækkunum eða hvar endar það? Og þá erum við væntanlega líka að tala um pólitískar forsetakosningar þar sem flokkarnir myndu halda fram sínum frambjóðendum. --- --- --- Ég nefndi vakningu. Um daginn gekk ég upp Laugaveginn og inn í Mál og menningu og fékk þá snögglega á tilfinninguna að jafnt gamlar konur og unglingar hefðu fengið áhuga á þessu. En eftir að hafa séð þátttakendur á fundum og mótmælastöðum þar sem er verið að hvetja Ólaf til að skrifa undir er ég ekki lengur svo viss. "If you go carrying pictures of charmain Mao, you ain´t gonna make it with anyone anyhow," segir í laginu Revolution eftir John Lennon. Kunningi minn sem fylgist vel með sagði mér að það hefðu verið 500 manns fyrir utan þinghúsið að gefa ríkisstjórninni rauða spjaldið í síðustu viku. Þetta hefðu mestanpart verið kunnugleg andlit - hann hafi getað nefnt helminginn með nafni. Það renna á mann tvær grímur þegar talað er um "fjöldafundi í þessu sambandi. Hvað er mikill eldmóður í grasrótinni - er bál þarna undir eða bara lítil glóð? Ég verð líka að viðurkenna að þegar ég sé sumt af þessu fólki mótmæla kemur mér í hug línan "you can count me out", sem einnig er að finna í laginu eftir Lennon. Annars er að koma nýtt góðæri. Rex er að opna aftur, meintir viðskiptamógúlar geta safnast saman þar aftur með vindla sína og gin. Það er sagt að á sínum tíma hafi Jón Ásgeir staðið upp á stól á Rex og hrópað: "Ég er búinn að kaupa banka!"Nafntogaður rithöfundur sem ég þekki segir: "Einu vandamál Íslands eru persónuleiki forsætisráðherra og of hátt verð á rauðvíni." Það er spurning hvað hugmyndin um stjórnarbyltingu á mikinn hljómgrunn. Er það til dæmis lögmæt afstaða að vera á móti fjölmiðlalögunum en telja samt að Ólafur Ragnar eigi að skrifa undir lögin? Eða á maður þá á hættu að kremjast milli fylkinganna?