Í Betlehem 22. desember 2004 00:01 Það er á brattann að sækja þegar gengið er til Betlehem frá völlum fjárhirðanna sem sagt er frá í jólaguðspjallinu, því Betlehem er byggð á hæðum. Leiðirnar tvær sem liggja inn í borgina eru hins vegar öll seinlegri en klifrið upp hæðina. Biðin við vegatálmana sem Ísraelsmenn hafa sett upp getur tekið marga klukkutíma þótt engin augljós ástæða sé fyrir bið því fáir eru á ferli. Nema þá duttlungar hermanna sem hafa fátt annað sér til skemmtunar en að ákveða hvenær menn mega nálgast þá með beiðni sína um leyfi til að fá að fara heim til sín eða til að sinna erindum í næsta bæ. Eini útlendi ferðamaðurinn í augsýn fær skárri meðferð. Ungur hermaður spurði mig á lýtalausri þýsku hvernig mér þætti að búa í Berlín. Hann sagðist eiga ættir sínar að rekja til Þýskalands en bætti því við að sitt fólk væri þar ekki lengur. Og allur heimurinn veit hvers vegna fólkið hans er ekki þar lengur. Ég bý sjálfur í gömlu gyðingahverfi þar sem fólk var dregið út úr húsum sínum og sent í dauðann. Það er stutt í grimmdina í landinu helga en líka stutt í skýringar. Í Betlehem eru flestar búðir lokaðar, hlerar fyrir gluggum og fáir á ferli. Maður sagði mér að atvinnuleysið væri sagt 50% en sjálfur þekkti hann nánast engan mann í fullri vinnu. Annar maður sagði að eina vinnan sem væri að fá í borginni væri við að byggja aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna sem slítur í sundur landskika Palestínumanna í kringum borgina. Við erum líklega eina fólkið í heiminum, sagði mér ungur maður, sem lifir á því að byggja fangelsi utan um sjálft sig. Sjálfur ætlaði hann ekki að láta loka sig inni, hann sagðist vera að bíða eftir því að ættingjar sínir í Ástralíu útveguðu landvistarleyfi. Ungir menn í kring heyrðu tal okkar og einn þeirra sagði að hinn ungi viðmælandi minn væri kristinn og að kristnir menn væru allir á leið úr borginni. Þeir eiga allir frændur í útlöndum, sagði hann, þeir geta farið til Ameríku eða Englands ef þeim sýnist. Gamall maður við fæðingarkirkjuna sagði mér að fyrir fáum árum hefði mikill meirihluti íbúa Betlehem verið kristnir, eins og hann sjálfur, og þannig hefði þetta alltaf hefði verið frá dögum Jesú og þar til nú. Kaupmaður sem blandaði sér í tal okkar upplýsti að kristnir menn í borginni væru nú mun færri en múslimar. Allir fara sem komast í burtu og þeir kristnu eru með rétta menntun, sagði hann, og hafa sambönd. Múslimar flýja líka. Eins og kristnir landar þeirra hafa þeir lengi menntað sig betur en fólkið í nálægum löndum og sinna nú tugþúsundum saman flóknari störfum víða um heim. Í Jerúsalem og fleiri byggðum kristinna araba er sömu sögu að segja og í Betlehem. Þeir kristnu eiga oft auðveldara með að koma sér úr landi og flýja vonleysi og grimmd hernámsins. Það hefur ekki alltaf verið friðsamlegt við vöggu kristinnar trúar síðustu tvö þúsund árin en þessi nýjasti ófriður og þetta nýjasta hernám virðist ætla að ganga nær samfélögum þeirra en flest annað í sögunni. Litlu austar, í Írak, er það sama að gerast. Þar hafa kristnir menn verið fjölmennir frá fyrstu árum kristnnar trúar en nú flýja þeir skálmöldina í landinu tugþúsundum saman. Samfélag þeirra hefur oftast staðið í blóma í Bagdad þessi ríflega 1300 ár sem borgin hefur verið undir stjórn múslima og á stjórnartíma Saddams var staða þeirra síst verri en annarra Íraka. Nú eru þeir á milli steins og sleggju og kjósa að flýja. Í Damaskus í Sýrlandi sýndi mér prestur mælandi á tungu krists, hvar Páll postuli slapp yfir borgarmúrana til að hefja trúboð sitt. Hann sagði mér að nú væri hann alltaf að skíra börn nöfnum sem áður voru aðeins borin af múslimum. Unga fólkið vill ekki lengur vekja athygli á því að það er kristið, þótt við séum tíundi hluti þjóðarinnar, sagði hann. Í vöggu trúarinnar, Betlehem, Jerúsalem og Damaskus líða kristin samfélög fyrir áhrif kristinna bókstafstrúarmanna á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það er á brattann að sækja þegar gengið er til Betlehem frá völlum fjárhirðanna sem sagt er frá í jólaguðspjallinu, því Betlehem er byggð á hæðum. Leiðirnar tvær sem liggja inn í borgina eru hins vegar öll seinlegri en klifrið upp hæðina. Biðin við vegatálmana sem Ísraelsmenn hafa sett upp getur tekið marga klukkutíma þótt engin augljós ástæða sé fyrir bið því fáir eru á ferli. Nema þá duttlungar hermanna sem hafa fátt annað sér til skemmtunar en að ákveða hvenær menn mega nálgast þá með beiðni sína um leyfi til að fá að fara heim til sín eða til að sinna erindum í næsta bæ. Eini útlendi ferðamaðurinn í augsýn fær skárri meðferð. Ungur hermaður spurði mig á lýtalausri þýsku hvernig mér þætti að búa í Berlín. Hann sagðist eiga ættir sínar að rekja til Þýskalands en bætti því við að sitt fólk væri þar ekki lengur. Og allur heimurinn veit hvers vegna fólkið hans er ekki þar lengur. Ég bý sjálfur í gömlu gyðingahverfi þar sem fólk var dregið út úr húsum sínum og sent í dauðann. Það er stutt í grimmdina í landinu helga en líka stutt í skýringar. Í Betlehem eru flestar búðir lokaðar, hlerar fyrir gluggum og fáir á ferli. Maður sagði mér að atvinnuleysið væri sagt 50% en sjálfur þekkti hann nánast engan mann í fullri vinnu. Annar maður sagði að eina vinnan sem væri að fá í borginni væri við að byggja aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna sem slítur í sundur landskika Palestínumanna í kringum borgina. Við erum líklega eina fólkið í heiminum, sagði mér ungur maður, sem lifir á því að byggja fangelsi utan um sjálft sig. Sjálfur ætlaði hann ekki að láta loka sig inni, hann sagðist vera að bíða eftir því að ættingjar sínir í Ástralíu útveguðu landvistarleyfi. Ungir menn í kring heyrðu tal okkar og einn þeirra sagði að hinn ungi viðmælandi minn væri kristinn og að kristnir menn væru allir á leið úr borginni. Þeir eiga allir frændur í útlöndum, sagði hann, þeir geta farið til Ameríku eða Englands ef þeim sýnist. Gamall maður við fæðingarkirkjuna sagði mér að fyrir fáum árum hefði mikill meirihluti íbúa Betlehem verið kristnir, eins og hann sjálfur, og þannig hefði þetta alltaf hefði verið frá dögum Jesú og þar til nú. Kaupmaður sem blandaði sér í tal okkar upplýsti að kristnir menn í borginni væru nú mun færri en múslimar. Allir fara sem komast í burtu og þeir kristnu eru með rétta menntun, sagði hann, og hafa sambönd. Múslimar flýja líka. Eins og kristnir landar þeirra hafa þeir lengi menntað sig betur en fólkið í nálægum löndum og sinna nú tugþúsundum saman flóknari störfum víða um heim. Í Jerúsalem og fleiri byggðum kristinna araba er sömu sögu að segja og í Betlehem. Þeir kristnu eiga oft auðveldara með að koma sér úr landi og flýja vonleysi og grimmd hernámsins. Það hefur ekki alltaf verið friðsamlegt við vöggu kristinnar trúar síðustu tvö þúsund árin en þessi nýjasti ófriður og þetta nýjasta hernám virðist ætla að ganga nær samfélögum þeirra en flest annað í sögunni. Litlu austar, í Írak, er það sama að gerast. Þar hafa kristnir menn verið fjölmennir frá fyrstu árum kristnnar trúar en nú flýja þeir skálmöldina í landinu tugþúsundum saman. Samfélag þeirra hefur oftast staðið í blóma í Bagdad þessi ríflega 1300 ár sem borgin hefur verið undir stjórn múslima og á stjórnartíma Saddams var staða þeirra síst verri en annarra Íraka. Nú eru þeir á milli steins og sleggju og kjósa að flýja. Í Damaskus í Sýrlandi sýndi mér prestur mælandi á tungu krists, hvar Páll postuli slapp yfir borgarmúrana til að hefja trúboð sitt. Hann sagði mér að nú væri hann alltaf að skíra börn nöfnum sem áður voru aðeins borin af múslimum. Unga fólkið vill ekki lengur vekja athygli á því að það er kristið, þótt við séum tíundi hluti þjóðarinnar, sagði hann. Í vöggu trúarinnar, Betlehem, Jerúsalem og Damaskus líða kristin samfélög fyrir áhrif kristinna bókstafstrúarmanna á utanríkisstefnu Bandaríkjanna.