Laufey bjargaði stiginu fyrir Val 16. júlí 2004 00:01 KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Valskonur töpuðu reyndar sínum fyrstu stigum í sumar en halda engu að síður fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru eftir að mótinu. Leikurinn var ekki nema rúmlega mínútu gamall þegar Þórunn Helga Jónsdóttir átti skot í slá og KR-liðið hafði öll tök á leiknum í upphafi. Það tók Valsliðið nokkurn tíma að átta sig en fljótlega fór topplið að sýna styrk sinn og KR-liðið lenti oft í nokkrum vandræðum en án þess að Valsstúlkur næðu þó að nýta sér það. Þegar leið á hálfleikinn leiddist Halldóru Sigurðardóttur, þjálfara KR, þófið og kallaði inn á sínar stelpur að nú þyrftu þær að fara spila boltanum og hennar stelpur tóku hana á orðinu og eignuðu sér lokakafla hálfleiksins. Markið kom síðan á besta tíma, Sif Atladóttir fékk laglega sendingu inn fyrir frá Eddu Garðarsdóttir og fékk tvö tækifæri til að koma boltanum fram hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur og fjölmörgum varnarmönnum Valsliðsins. Valskonur komu sterkar til leiks í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Valsliðið pressaði stíft en gekk illa að skapa sér færi. Það var síðan besti maður vallarsins, Laufey Ólafsdóttir, sem jafnaði leikinn með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni. KR færði lið sitt framar undir lokin og freistaði þessi að vinna leikinn. Valsliðið spilaði manni færri síðustu mínúturnar eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður liðsins, hneig niður og var seinna flutt burt með sjúkabíl. Umrædd Laufey fór í markið og hélt hreinu í þær fjórar mínútur sem lifðu og sá til þess að Valskonur kæmust með aðra hendina á fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 15 ár. Valsliðið hefur eftir þennan leik lykilstöðu á toppi deildarinnar, gagnvart aðalkeppinautum sínum í ÍBV og KR sem verða að nú að treysta á að lið í neðri hlutanum taki stig af Hlíðarendaliðinu svo að þau eigi möguleika á að krækja í titilinn. KR–Valur 1-1 1–0 Sif Atladóttir 43. 1–1 Laufey Ólafsdóttir 77. Best á vellinum Laufey Ólafsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 11–10 (5–6) Horn 6–8 Aukaspyrnur fengnar 14–17 Rangstöður 4–2 Mjög góðar Laufey Ólafsdóttir Val Embla Grétarsdóttir KR Góðar Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Elfa Björk Erlingsdóttir KR Íris Andrésdóttir Val Málfríður Sigurðardóttir Val Ásta Árnadóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira
KR og Valur skildu jöfn, 1–1, í fyrsta leik áttundu umferðar Landsbankadeildar kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi og Valsliðið er með titilinn innan seilingar eftir þessi úrslit en þetta var óumdeilanlega einn af úrslitaleikjum mótsins. Valskonur töpuðu reyndar sínum fyrstu stigum í sumar en halda engu að síður fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar þegar aðeins fimm umferðir eru eftir að mótinu. Leikurinn var ekki nema rúmlega mínútu gamall þegar Þórunn Helga Jónsdóttir átti skot í slá og KR-liðið hafði öll tök á leiknum í upphafi. Það tók Valsliðið nokkurn tíma að átta sig en fljótlega fór topplið að sýna styrk sinn og KR-liðið lenti oft í nokkrum vandræðum en án þess að Valsstúlkur næðu þó að nýta sér það. Þegar leið á hálfleikinn leiddist Halldóru Sigurðardóttur, þjálfara KR, þófið og kallaði inn á sínar stelpur að nú þyrftu þær að fara spila boltanum og hennar stelpur tóku hana á orðinu og eignuðu sér lokakafla hálfleiksins. Markið kom síðan á besta tíma, Sif Atladóttir fékk laglega sendingu inn fyrir frá Eddu Garðarsdóttir og fékk tvö tækifæri til að koma boltanum fram hjá Guðbjörgu Gunnarsdóttur og fjölmörgum varnarmönnum Valsliðsins. Valskonur komu sterkar til leiks í seinni hálfleik og tóku öll völd á vellinum. Valsliðið pressaði stíft en gekk illa að skapa sér færi. Það var síðan besti maður vallarsins, Laufey Ólafsdóttir, sem jafnaði leikinn með skoti beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Boltinn hafði reyndar viðkomu í varnarmanni. KR færði lið sitt framar undir lokin og freistaði þessi að vinna leikinn. Valsliðið spilaði manni færri síðustu mínúturnar eftir að Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður liðsins, hneig niður og var seinna flutt burt með sjúkabíl. Umrædd Laufey fór í markið og hélt hreinu í þær fjórar mínútur sem lifðu og sá til þess að Valskonur kæmust með aðra hendina á fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í 15 ár. Valsliðið hefur eftir þennan leik lykilstöðu á toppi deildarinnar, gagnvart aðalkeppinautum sínum í ÍBV og KR sem verða að nú að treysta á að lið í neðri hlutanum taki stig af Hlíðarendaliðinu svo að þau eigi möguleika á að krækja í titilinn. KR–Valur 1-1 1–0 Sif Atladóttir 43. 1–1 Laufey Ólafsdóttir 77. Best á vellinum Laufey Ólafsdóttir Val Tölfræðin Skot (á mark) 11–10 (5–6) Horn 6–8 Aukaspyrnur fengnar 14–17 Rangstöður 4–2 Mjög góðar Laufey Ólafsdóttir Val Embla Grétarsdóttir KR Góðar Guðrún Sóley Gunnarsdóttir KR Hólmfríður Magnúsdóttir KR Edda Garðarsdóttir KR Katrín Ómarsdóttir KR Elfa Björk Erlingsdóttir KR Íris Andrésdóttir Val Málfríður Sigurðardóttir Val Ásta Árnadóttir Val Nína Ósk Kristinsdóttir Val Dóra Stefánsdóttir Val Pála Marie Einarsdóttir Val
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sjá meira