Hönnun í kartöflugeymslu 6. september 2004 00:01 "Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaflega sprengjugeymsla úr heimsstyrjöldinni síðari" segir Kristinn Brynjólfsson innanhússarkitekt um gömlu kartöflugeymslurnar við Rafstöðvarveg í Reykjavík. "Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent steinsteypa," segir Kristinn. Sjö sjálfstæðar einingar mynda bygginguna sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. "Sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum," segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sérstaka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. "Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflugeymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppskeruna og geymdi yfir veturinn," segir Kristinn sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. "Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að starfsemin í húsunum styðji hver aðra," segir Kristinn sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. "Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listrænar útfærslur húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frágangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er," segir Kristinn sem áætlar að starfsemin verði komin í gang í apríl á næsta ári. "Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu," segir Kristinn. Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
"Byggingin myndi ekki haggast í sprengingu enda er þetta upphaflega sprengjugeymsla úr heimsstyrjöldinni síðari" segir Kristinn Brynjólfsson innanhússarkitekt um gömlu kartöflugeymslurnar við Rafstöðvarveg í Reykjavík. "Veggirnir eru hnausþykkir og fær fátt stjakað við þeim enda er byggingarefnið járnbent steinsteypa," segir Kristinn. Sjö sjálfstæðar einingar mynda bygginguna sem er samanlagt um 1500 fermetrar og er heildarþyngd stálsins rúmlega 254 þúsund kíló. Þykkt bárað stálbogavirki liggur ofan á veggjunum sem fest er saman með yfir 36.000 öflugum stálboltum. "Sambærileg efnisnotkun á sér varla hliðstæðu nú á tímum," segir Kristinn um þessa merku byggingu sem á sér sérstaka sögu og fór frá því að hýsa sprengjur í að geyma kartöflur borgarbúa. "Bandaríkjamenn settu hana upp í Hvalfirðinum en eftir stríð var hún öll tekin í sundur alveg til minnstu skrúfu og flutt í heild sinni á núverandi stað. Upp frá því gegndi hún hlutverki kartöflugeymslu í áratugi, en hingað kom fólk á hverju hausti með uppskeruna og geymdi yfir veturinn," segir Kristinn sem heillaðist af sérstöðu byggingarinnar og ætlar henni nú nýtt hlutverk og með því heldur sérstök saga hennar áfram. "Hér á að rísa hönnunar- og listamiðstöð með lifandi og skapandi umhverfi, þar sem haft er að leiðarljósi að starfsemin í húsunum styðji hver aðra," segir Kristinn sem sjálfur ætlar að reka verslunina Desform í húsinu þar sem hann selur eigin hönnun og framleiðslu á sófum. "Breytingar verða gerðar á útliti og umhverfi byggingarinnar sem mun gera hana að aðlaðandi stað til að heimsækja. Mikill metnaður er lagður í listrænar útfærslur húss og lóðar þar sem sérstaðan verður dregin fram með vönduðum frágangi sem myndar andstæður við grófleikann sem fyrir er," segir Kristinn sem áætlar að starfsemin verði komin í gang í apríl á næsta ári. "Hér verða ekki lengur geymdar neinar sprengjur en ég get lofað að samt sem áður verður mikil dýnamík í húsinu," segir Kristinn.
Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira