Lykilatriði að leita ráðgjafar 6. september 2004 00:01 "Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira
"Lykilatriði er að fólk leiti ráðgjafar í banka sínum eða sparisjóði," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja, um þá kosti sem fólki standa til boða varðandi fjármögnun og endurfjármögnun húsnæðislána. "Mjög persónubundið getur verið eftir aðstæðum fólks hvað hentar best," segir hann og telur fólk ekki þurfa að hlaupa til í endurfjármögnun, heldur sé vænlegra að gefa sér tíma. "Einn til tveir mánuðir breyta ekki öllu," segir hann. Þó svo að myntkörfulán kunni við fyrstu sýn að virðast mun hagstæðari en lán í krónum, segir Guðjón mikilvægt að hafa í huga að þau feli í sér áhættu. "Það sýnir ekki rétta mynd að reikna slíkt lán út frá óbreyttum forsendum miðað við daginn í dag. Gengið hreyfist til og frá og svo geta vextir líka breyst erlendis, rétt eins og hér heima," segir hann og bendir á að undanfarið hafi vaxtaþróun ytra frekar verið til hækkunar. Guðjón segir sveiflur í afborgunum jafnast út yfir lengri tíma, en bendir um leið á að ýmislegt geti orðið til að fólk þurfi að breyta láni eða selja og greiða upp og engin trygging sé fyrir hagstæðum aðstæðum á þeim tímapunkti. Þá þarf ekki að horfa lengra aftur en til ársins 2001 til að finna dæmi um gengissveiflur sem leitt hefðu getað til verulegra aukningar afborgana hjá fólki með lán í erlendri mynt. Guðjón segir allt benda til að breytingar á lánakjörum til almennings nú séu bara fyrstu skrefin á langri braut þar sem eigi eftir að bætast við fleiri kostir í útlánum og samkeppni aukist enn. Hann telur jafnvel líklegt að erlend fjármálafyrirtæki muni leitast við að bjóða hér ýmsa þjónustu, svo sem húsnæðislán, í samkeppni, eða jafnvel samstarfi, við bankastofnanir sem hér eru fyrir og segist sjálfur vita til þess að erlendar bankastofnanir séu að hugleiða þau mál. Á heildina litið telur Guðjón bjart yfir. "Við erum að horfa upp á mikla raunvaxtalækkun auk þess sem bankar hafa stækkað tífalt frá árinu 1997. Allar líkur eru á að vaxtamunur milli Íslands og annarra landa haldi áfram að minnka," segir hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Sjá meira