Meira aðhald í ríkisrekstri 7. október 2004 00:01 Umræða um fjárlagafrumvarpið hefur verið beinskeyttari í ár en oft áður. Gagnrýnisraddir hafa verið háværari og heimavinna stjórnarandstöðunnar betri en áður hefur sést. Sérstaklega ber á því að Samfylkiningin var í ár tilbúin með gagnrýna afstöðu til frumvarpsins um leið og það var lagt fram. Geir Haarde hefur verið farsæll í embætti og ekki staðið um hann mikill styr. Sama gilti um fyrirrennara hans Friðrik Sophusson. Fjármálaráðherrar á undan þeim voru afar umdeildir í embætti. Má þar nefna Ólaf Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Hluti skýringarinnar kann að liggja í eiginleikum viðkomandi persóna. Skýringa kann einnig að vera að leita í erfiðara efnahagsumhverfi og markvissari stjórnarandstöðu. Geir hefur að mestu setið á friðarstóli í fjármálaráðuneytinu. Þar til nú. Viðbrögð Geirs við gagnrýni á fjárlögin eru um margt merkileg og bera vott um að hann hafi fengið full mikinn frið. Hann beinir sjónum fyrst og fremst að því sem hann kallar villandi og óábyrga umfjöllun fjölmiðla og stjórnarandstöðu um frumvarpið. Undanskilið hefur væntanlega verið leiðari Morgunblaðsins sem taldi fjárlögin bera vott stöðugleika og traustrar fjármálastjórnar. Sú ábyrga afstaða er reyndar þvert á áhyggjur Seðalabankans og helstu hagspekinga þjóðarinnar. Hvað sem deilum um ríkisreikning og samanburð hans við fjárlög líður, þá stendur eftir að samneyslan hefur vaxið hraðar en landsframleiðslan undanfarin ár. Það þýðir að hið opinbera tekur til sín stærri og stærri sneið af þjóðarkökunni. Þessa þróun verður að stöðva. Það er ekki gert í áætlun ríkissjórnarinnar sem gerir ráð fyrir allt að tveggja prósenta vexti samneyslunnar næstu ár. Fjármálaráðuneytið gerir sjálft ráð fyrir að slaki efnahagslífsins verði horfinn á næsta ári. Þá tekur við spenna sem krefst mikils aðhalds í ríkisrekstrinum. Seðlabankinn mun þurfa að hækka vexti meira en ella til þess að mæta þessari spennu. Vandinn er raunverulegur og fjármálaráðherra getur ekki vikið sér undan gagnrýni með því að gefa í skyn að gagrýnendur beiti villandi samanburði eða misskilji stöðu mála. Fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir ásamt reynslu fyrri ára eykur líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti fljótlega. Háir stýrivextir sem afleiðing af slakri stjórn ríkisfjármála eru vond tíðindi til lengri tíma litið. Slík staða efnahagsmála dregur úr mætti fyrirtækja og skaðar efnahagslífið stórlega. Afleiðingin er gengisfall krónunnar þegar spennan fer úr hagkerfinu og mikil verðbólga í kjölfarið. Það er slæmt að stjórnmálamenn hafi ekki kjark til að beita ríkisfjármálunum við hagstjórn. Við þær kringumstæður má velta því fyrir sér hvort ekki væri meiri agi í ríkisrekstrinum ef evra væri gjaldmiðill Íslendinga. Þá væri alla vega ekki hægt að leita skjóls í litlum gjaldmiðli og Seðlabanka þegar ekki er tekist á við raunveruleikann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Umræða um fjárlagafrumvarpið hefur verið beinskeyttari í ár en oft áður. Gagnrýnisraddir hafa verið háværari og heimavinna stjórnarandstöðunnar betri en áður hefur sést. Sérstaklega ber á því að Samfylkiningin var í ár tilbúin með gagnrýna afstöðu til frumvarpsins um leið og það var lagt fram. Geir Haarde hefur verið farsæll í embætti og ekki staðið um hann mikill styr. Sama gilti um fyrirrennara hans Friðrik Sophusson. Fjármálaráðherrar á undan þeim voru afar umdeildir í embætti. Má þar nefna Ólaf Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Hluti skýringarinnar kann að liggja í eiginleikum viðkomandi persóna. Skýringa kann einnig að vera að leita í erfiðara efnahagsumhverfi og markvissari stjórnarandstöðu. Geir hefur að mestu setið á friðarstóli í fjármálaráðuneytinu. Þar til nú. Viðbrögð Geirs við gagnrýni á fjárlögin eru um margt merkileg og bera vott um að hann hafi fengið full mikinn frið. Hann beinir sjónum fyrst og fremst að því sem hann kallar villandi og óábyrga umfjöllun fjölmiðla og stjórnarandstöðu um frumvarpið. Undanskilið hefur væntanlega verið leiðari Morgunblaðsins sem taldi fjárlögin bera vott stöðugleika og traustrar fjármálastjórnar. Sú ábyrga afstaða er reyndar þvert á áhyggjur Seðalabankans og helstu hagspekinga þjóðarinnar. Hvað sem deilum um ríkisreikning og samanburð hans við fjárlög líður, þá stendur eftir að samneyslan hefur vaxið hraðar en landsframleiðslan undanfarin ár. Það þýðir að hið opinbera tekur til sín stærri og stærri sneið af þjóðarkökunni. Þessa þróun verður að stöðva. Það er ekki gert í áætlun ríkissjórnarinnar sem gerir ráð fyrir allt að tveggja prósenta vexti samneyslunnar næstu ár. Fjármálaráðuneytið gerir sjálft ráð fyrir að slaki efnahagslífsins verði horfinn á næsta ári. Þá tekur við spenna sem krefst mikils aðhalds í ríkisrekstrinum. Seðlabankinn mun þurfa að hækka vexti meira en ella til þess að mæta þessari spennu. Vandinn er raunverulegur og fjármálaráðherra getur ekki vikið sér undan gagnrýni með því að gefa í skyn að gagrýnendur beiti villandi samanburði eða misskilji stöðu mála. Fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir ásamt reynslu fyrri ára eykur líkur á því að Seðlabankinn hækki stýrivexti fljótlega. Háir stýrivextir sem afleiðing af slakri stjórn ríkisfjármála eru vond tíðindi til lengri tíma litið. Slík staða efnahagsmála dregur úr mætti fyrirtækja og skaðar efnahagslífið stórlega. Afleiðingin er gengisfall krónunnar þegar spennan fer úr hagkerfinu og mikil verðbólga í kjölfarið. Það er slæmt að stjórnmálamenn hafi ekki kjark til að beita ríkisfjármálunum við hagstjórn. Við þær kringumstæður má velta því fyrir sér hvort ekki væri meiri agi í ríkisrekstrinum ef evra væri gjaldmiðill Íslendinga. Þá væri alla vega ekki hægt að leita skjóls í litlum gjaldmiðli og Seðlabanka þegar ekki er tekist á við raunveruleikann.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun