Silfur á netinu 7. október 2004 00:01 7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun
7. október 2004 Það er kannski rétt að hafa nokkur orð um þennan vef. Silfur Egils opnaði fyrst á veraldarvefnum í febrúar 2000, á strik.is, og hef ég skrifað greinar þar allar götur síðan, stundum þó nokkuð stopult. Strikið má muna sinn fífil fegurri, það opnaði rétt um aldamótin 2000, í því glaða góðæri, en flugið á því hefur daprast síðustu misseri. Nú hefur vefurinn semsagt fengið inni hér á vísi.is sem er gott og þakkarvert. Hér er kraftur og metnaður í mönnum. Og þá er varla ástæða til annars en að reyna að gera þetta með stæl. Góður ásetningur fer reyndar oft fyrir lítið á internetinu, bloggarar skjóta upp kollinum en hverfa svo jafnóðum, en ég hef hugsað mér að uppfæra pistlana nokkuð oft, varla sjaldnar en fimm sinnum í viku. Að auki birtast hér blaðagreinar eftir mig, skrif um bækur og kannski kvikmyndir og leikhús og annað menningarlegt. Svo verður hægt að skoða sjónvarpsþættina mína hérna á vefnum stuttu eftir að þeir eru sýndir á Stöð 2 á sunnudögum.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun