Lækka verðtryggða vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka verðtryggða útláns- og innlánsvexti sína frá og með morgundeginum. Verðtryggðir útlánsvextir bankans lækka um 0,25 prósentustig. Verðtryggðir kjörvextir bankans lækka því úr 4,95 prósentum í 4,70 prósent. Í tilkynningu frá bankanum segir að ákvörðun um lækkun nú sé tilkomin vegna þróunar á vöxtum á fjármálamarkaði að undanförnu.