Tilnefningar til Eddunnar kynntar 24. október 2004 00:01 Í tilefni af tilnefningum til Eddunnar 2004 býður Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían til blaðamannafundar á Veitingastaðnum REX, Austurstræti 9, mánudaginn 25. október klukkan 13:00. Kynntar verða tilnefningar 14 flokkum og verða fulltrúar úr hópi tilnefndra og aðstandenda viðstaddir.Tilnefnt er í eftirfarandi flokkum:Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki Leikari/leikkona ársins í aukahlutverki Skemmtiþáttur ársins Sjónvarpsþáttur ársins Heimildarmynd ársins Hljóð og mynd Útlit myndar Handrit ársins Leikstjóri ársins Bíómynd ársins Stuttmynd ársins Leikið sjónvarpsefni ársins Tónlistarmyndband ársins Heiðursverðlaun Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár verður viðstaddur blaðamannafundinn. Hér á Vísi verður hægt að greiða atkvæði eftir að tilnefningarnar hafa verið kunngjörðar. Þar er einnig allar upplýsingar um verðlaunin að finna. Auk þess verður hægt að horfa á sjónvarpsmyndir af öllum tilnefningum í öllum flokkum og margt fleira. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einhvern af öllu því sjónvarpsfólki sem prýðir skjáinn. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og hér á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum. Eddan Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í tilefni af tilnefningum til Eddunnar 2004 býður Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían til blaðamannafundar á Veitingastaðnum REX, Austurstræti 9, mánudaginn 25. október klukkan 13:00. Kynntar verða tilnefningar 14 flokkum og verða fulltrúar úr hópi tilnefndra og aðstandenda viðstaddir.Tilnefnt er í eftirfarandi flokkum:Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki Leikari/leikkona ársins í aukahlutverki Skemmtiþáttur ársins Sjónvarpsþáttur ársins Heimildarmynd ársins Hljóð og mynd Útlit myndar Handrit ársins Leikstjóri ársins Bíómynd ársins Stuttmynd ársins Leikið sjónvarpsefni ársins Tónlistarmyndband ársins Heiðursverðlaun Vinsælasti sjónvarpsmaður ársins Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár verður viðstaddur blaðamannafundinn. Hér á Vísi verður hægt að greiða atkvæði eftir að tilnefningarnar hafa verið kunngjörðar. Þar er einnig allar upplýsingar um verðlaunin að finna. Auk þess verður hægt að horfa á sjónvarpsmyndir af öllum tilnefningum í öllum flokkum og margt fleira. Í hverjum flokki gefst fólki kostur á að velja á milli þriggja til fimm tilnefninga. Val almennings hefur 30% vægi á móti vali þúsund meðlima akademíunnar. Í einum flokki, Sjónvarpsmaður ársins, verða engar tilnefningar, heldur verður hægt að kjósa einhvern af öllu því sjónvarpsfólki sem prýðir skjáinn. Auk þess að kjósa um Sjónvarpsmann ársins á Vísi mun Gallup spyrja um hug almennings í skoðanakönnun. Atkvæðagreiðslan á Vísi stendur til 13. nóvember en Edduverðlaunin verða afhent í beinni útsendingu sunnudaginn 14. nóvember í Sjónvarpinu og hér á Vísi. Áhorfendur heima munu þá velja á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr þessum tveimur könnunum í símakosningu eða með SMS-sendingum.
Eddan Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira