Jólaundirbúningur hafinn 24. nóvember 2004 00:01 Jólasíður Fréttablaðsins hefja göngu sína í Alltinu í dag. Kalli Bjarna er tekinn tali um jólahefðir fjölskyldunnar, fjallað er um aðventukransa og Guðrún Eva Mínervudóttir segir frá eftirminnilegum jólum svo fátt eitt sé nefnt. Jólasíður verður aftur að finna í blaðinu á föstudag en frá og með miðvikudeginum verða þær fimm sinnum í viku, alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Mánuður er til jóla og Fréttablaðið tekur þátt í undirbúningi þeirra af fullum krafti með lesendum. Auk jólasíðanna kemur út veglegt Jólablað Fréttablaðsins næsta þriðjudag. Það verður 72 síður með fjölbreyttu efni, uppskriftum, föndri, tísku og viðtölum og svo mætti lengi telja. Í Birtu á föstudaginn er einnig sérblað um jólaundirbúninginn og verður sá háttur hafður á næstu föstudaga. Þá hefur verið opnaður jólavefur á vísi.is. Þar er að finna fréttir, uppskriftir, viðtöl, hugmyndir að gjöfum og fleira. Umsjónarmenn jólaefnis í Fréttablaðinu og Birtu eru Steinunn Stefánsdóttir og Sigríður B. Tómasdóttir. Ábendingar um efni eru vel þegnar á netfangið jol@frettabladid.is. Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól
Jólasíður Fréttablaðsins hefja göngu sína í Alltinu í dag. Kalli Bjarna er tekinn tali um jólahefðir fjölskyldunnar, fjallað er um aðventukransa og Guðrún Eva Mínervudóttir segir frá eftirminnilegum jólum svo fátt eitt sé nefnt. Jólasíður verður aftur að finna í blaðinu á föstudag en frá og með miðvikudeginum verða þær fimm sinnum í viku, alla daga nema sunnudaga og mánudaga. Mánuður er til jóla og Fréttablaðið tekur þátt í undirbúningi þeirra af fullum krafti með lesendum. Auk jólasíðanna kemur út veglegt Jólablað Fréttablaðsins næsta þriðjudag. Það verður 72 síður með fjölbreyttu efni, uppskriftum, föndri, tísku og viðtölum og svo mætti lengi telja. Í Birtu á föstudaginn er einnig sérblað um jólaundirbúninginn og verður sá háttur hafður á næstu föstudaga. Þá hefur verið opnaður jólavefur á vísi.is. Þar er að finna fréttir, uppskriftir, viðtöl, hugmyndir að gjöfum og fleira. Umsjónarmenn jólaefnis í Fréttablaðinu og Birtu eru Steinunn Stefánsdóttir og Sigríður B. Tómasdóttir. Ábendingar um efni eru vel þegnar á netfangið jol@frettabladid.is.
Jól Mest lesið Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Jóla-aspassúpa Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Svona gerirðu graflax Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól