Lífið á leikunum 20. ágúst 2004 00:01 Lífið á aðalólympíusvæðinu snýst ekki eingöngu um sjálfar íþróttirnar. Það snýst einnig um að hafa ofan af fyrir og skemmta þúsundum gesta frá flestum þjóðum heimsins. Sjá til þess að þeir upplifi skemmtun sem er engri annarri lík. Aðalólympíusvæðið er einstaklega glæsilegt en þar er að finna sjálfan Ólympíuleikvanginn, tennishöll og þrjá minni velli, fimleikahöll, dýfinga- og sundknattleikshöll, hjólreiðahöll og aðalsundlaugina. Svæðið er gríðarstórt, veitingatjöld eru á hverju strái og tvö risastór listaverk setja sérstaklega fagran svip á svæðið. Annað þeirra er nokkurs konar skjólveggur fyrir sólinni en hann er hvítur og tæpur kílómetri á lengd. Hann er rúmir 100 metrar á hæð og gengur í bylgjulaga hreyfingum þegar kveikt er á honum. Ótrúlegt mannvirki. Hitt er risastór hvít bogagöng og mitt á milli þessara mannvirkja eru stórar tjarnir og fagrir gosbrunnar. Sannkallað ævintýraland. Þá er ótalið McDonald´s veitingastaður, minjagripaverslanir og flest annað sem fylgir slíku batteríi sem Ólympíuleikarnir eru. Svo má ekki gleyma því að hinn geysivinsæli þáttur Today Show með Katie Couric og Matt Lauer er sendur út á svæðinu og geta gestir fylgst með útsendingu. Stjörnurnar gefa sér síðan tíma á hverjum degi til þess að tala við fólkið sem fylgist með um leið og þær gefa eiginhandaráritanir í gríð og erg. Þarna á þessu fagra svæði spóka þúsundir manna frá öllum heimshornum sig á hverjum degi í sátt og samlyndi. Allir virðast bera ólympíuandann í brjósti og eru miklir vinir, kurteisir og hjálplegir við náungann. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira
Lífið á aðalólympíusvæðinu snýst ekki eingöngu um sjálfar íþróttirnar. Það snýst einnig um að hafa ofan af fyrir og skemmta þúsundum gesta frá flestum þjóðum heimsins. Sjá til þess að þeir upplifi skemmtun sem er engri annarri lík. Aðalólympíusvæðið er einstaklega glæsilegt en þar er að finna sjálfan Ólympíuleikvanginn, tennishöll og þrjá minni velli, fimleikahöll, dýfinga- og sundknattleikshöll, hjólreiðahöll og aðalsundlaugina. Svæðið er gríðarstórt, veitingatjöld eru á hverju strái og tvö risastór listaverk setja sérstaklega fagran svip á svæðið. Annað þeirra er nokkurs konar skjólveggur fyrir sólinni en hann er hvítur og tæpur kílómetri á lengd. Hann er rúmir 100 metrar á hæð og gengur í bylgjulaga hreyfingum þegar kveikt er á honum. Ótrúlegt mannvirki. Hitt er risastór hvít bogagöng og mitt á milli þessara mannvirkja eru stórar tjarnir og fagrir gosbrunnar. Sannkallað ævintýraland. Þá er ótalið McDonald´s veitingastaður, minjagripaverslanir og flest annað sem fylgir slíku batteríi sem Ólympíuleikarnir eru. Svo má ekki gleyma því að hinn geysivinsæli þáttur Today Show með Katie Couric og Matt Lauer er sendur út á svæðinu og geta gestir fylgst með útsendingu. Stjörnurnar gefa sér síðan tíma á hverjum degi til þess að tala við fólkið sem fylgist með um leið og þær gefa eiginhandaráritanir í gríð og erg. Þarna á þessu fagra svæði spóka þúsundir manna frá öllum heimshornum sig á hverjum degi í sátt og samlyndi. Allir virðast bera ólympíuandann í brjósti og eru miklir vinir, kurteisir og hjálplegir við náungann.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sjá meira