Sport

Svetlana endaði ferilinn illa

Svetlana Khorkina, fimleikakona frá Rússlandi, hafði í hyggju að bera sigur úr býtum á þriðju Ólympíuleikunum í röð og enda sinn fimleikaferil með stæl. Ekki tókst betur en svo að hún endaði neðst af átta keppendum og strunsaði grátandi út úr höllinni. Khorkina sagði dómara greinarinnar hafi verið sér allt annað en hliðhollir. "Þeir dæmdu mér í óhag og þannig missti ég af gullinu" sagði Khorkina svekkt. Carly Patterson frá Bandaríkjunum stóð uppi sem sigurvegari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×