Þórey Edda á góða möguleika 23. ágúst 2004 00:01 Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í úrslitum í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag. Þórey Edda á ágæta möguleika í úrslitakeppninni en aðeins sex stangarstökkskonur af fimmtán sem skipa efstu sætin á heimslistanum komust í úrslitakeppnina. Níu af bestu stangarstökkskonum heims gerðu ógilt eða felldu lágmarkshæð og komust ekki áfram. Þórey Edda stökk 4,40 metra í undanrásunum sem verður að teljast viðunandi árangur. Hún átti erfitt uppdráttar til að byrja með og felldi meðal annars byrjunarhæðina, 4,15 metra, einu sinni og 4,30 metra í tvígang. Hún flaug þó yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. Þórey Edda kenndi um hraðri braut og dýpri stokki en venjan er og er það líkleg ástæða þess að svo margar færar stangarstökkskonur féllu úr leik. Meðal þeirra sem féllu úr leik er bandaríska stangarstökkskonan Stacy Dragila en besta stökk hennar á árinu er 4,83 metrar. Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva og Svetlana Feofanova, báðar frá Rússlandi, eru taldar vera í sérflokki þegar í úrslitin er komið og líklegt að þær muni skipa sér í efstu sætin. Isinbayeva á besta stökk ársins og núverandi heimsmet, 4,90 metra, og Feofanova á best 4,88. Þórey Edda sagði eftir undanrásirnar að mikil barátta yrði um þriðja sætið ekki síst í ljósi þess að Stacy Dragila væri dottin úr keppni. "Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt ofan á það yrði bónus," sagði Þórey Edda en Íslands- og Norðurlandamet hennar er 4,60 metrar sem hún setti fyrr á árinu og er það fimmta besta stökk ársins af þeim sem eru í úrslitum. Stangarstökkskeppnin hefst klukkan 17.55 í dag og verður í beinni útsendingu á RÚV. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira
Þórey Edda Elísdóttir hefur keppni í úrslitum í stangarstökki kvenna á Ólympíuleikunum í Aþenu í dag. Þórey Edda á ágæta möguleika í úrslitakeppninni en aðeins sex stangarstökkskonur af fimmtán sem skipa efstu sætin á heimslistanum komust í úrslitakeppnina. Níu af bestu stangarstökkskonum heims gerðu ógilt eða felldu lágmarkshæð og komust ekki áfram. Þórey Edda stökk 4,40 metra í undanrásunum sem verður að teljast viðunandi árangur. Hún átti erfitt uppdráttar til að byrja með og felldi meðal annars byrjunarhæðina, 4,15 metra, einu sinni og 4,30 metra í tvígang. Hún flaug þó yfir 4,40 metra í fyrstu tilraun. Þórey Edda kenndi um hraðri braut og dýpri stokki en venjan er og er það líkleg ástæða þess að svo margar færar stangarstökkskonur féllu úr leik. Meðal þeirra sem féllu úr leik er bandaríska stangarstökkskonan Stacy Dragila en besta stökk hennar á árinu er 4,83 metrar. Heimsmethafinn Yelena Isinbayeva og Svetlana Feofanova, báðar frá Rússlandi, eru taldar vera í sérflokki þegar í úrslitin er komið og líklegt að þær muni skipa sér í efstu sætin. Isinbayeva á besta stökk ársins og núverandi heimsmet, 4,90 metra, og Feofanova á best 4,88. Þórey Edda sagði eftir undanrásirnar að mikil barátta yrði um þriðja sætið ekki síst í ljósi þess að Stacy Dragila væri dottin úr keppni. "Ég yrði mjög ánægð að stökkva 4,50 metra og held að það myndi duga mér í topp átta. Allt ofan á það yrði bónus," sagði Þórey Edda en Íslands- og Norðurlandamet hennar er 4,60 metrar sem hún setti fyrr á árinu og er það fimmta besta stökk ársins af þeim sem eru í úrslitum. Stangarstökkskeppnin hefst klukkan 17.55 í dag og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Sjá meira