Skata og jólakort á Þorláksmessu 15. desember 2004 00:01 "Við höfum gjarnan lagt mikið upp úr Þorláksmessukvöldi og það verið hátíðsdagur hjá okkur," segir Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru, og má segja að það liggi vel á honum þessa dagana og jólastemningin sé farin að segja til sín. "Fyrir utan að reyna að komast eina ferð niður Laugaveginn, eftir veðri, þá höfum við í raun og veru gengið þannig frá að jólin séu komin á Þorláksmessukvöld," segir Helgi og hugsar með hlýjum hug til þeirra stunda sem hann á með fjölskyldunni þegar þau sitja saman og lesa kortin. "Okkur hefur fundist eðilegt að gera það rétt áður en jólin fara í hönd og höfum gert úr þessu skemmtilega kvöldstund, eftir að búið er að skreyta jólatréð og pakka inn gjöfum. Þá er gjarnan einn úr fjölskyldunni fenginn til að lesa þau, þetta hefur alltaf þótt skemmtilegur siður og þó það hafi verið að fækka í heimili þá hafa menn haft orð á því að koma á Þorláksmessukvöldi til að taka þátt í þessu," segir Helgi en bætir við að sérstakar veitingar séu ekki á boðstólum þetta kvöld, nema þá auðvitað skatan. "Frúin er af vestfirskum ættum þannig að það er skata á Þorláksmessu hjá okkur við misjafnar undirtektir, en ég hef lært að borða þetta með henni og tekið mig föstum tökum í þeim lærdómi. Mér leist illa á í upphafi en finnst ljómandi núna," segir Helgi hlæjandi en bætir við að börnin séu ekki jafnhrifin af skötunni. "Það eina sem varpar skugga á hátíðarhöldin hvað börnin varðar er vestfirsk eldamennska frúarinnar," segir Helgi en er á sama tíma sannfærður um að börnin gætu ekki hugsað sér Þorláksmessu án skötunnar. Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin
"Við höfum gjarnan lagt mikið upp úr Þorláksmessukvöldi og það verið hátíðsdagur hjá okkur," segir Helgi Pétursson tónlistarmaður með meiru, og má segja að það liggi vel á honum þessa dagana og jólastemningin sé farin að segja til sín. "Fyrir utan að reyna að komast eina ferð niður Laugaveginn, eftir veðri, þá höfum við í raun og veru gengið þannig frá að jólin séu komin á Þorláksmessukvöld," segir Helgi og hugsar með hlýjum hug til þeirra stunda sem hann á með fjölskyldunni þegar þau sitja saman og lesa kortin. "Okkur hefur fundist eðilegt að gera það rétt áður en jólin fara í hönd og höfum gert úr þessu skemmtilega kvöldstund, eftir að búið er að skreyta jólatréð og pakka inn gjöfum. Þá er gjarnan einn úr fjölskyldunni fenginn til að lesa þau, þetta hefur alltaf þótt skemmtilegur siður og þó það hafi verið að fækka í heimili þá hafa menn haft orð á því að koma á Þorláksmessukvöldi til að taka þátt í þessu," segir Helgi en bætir við að sérstakar veitingar séu ekki á boðstólum þetta kvöld, nema þá auðvitað skatan. "Frúin er af vestfirskum ættum þannig að það er skata á Þorláksmessu hjá okkur við misjafnar undirtektir, en ég hef lært að borða þetta með henni og tekið mig föstum tökum í þeim lærdómi. Mér leist illa á í upphafi en finnst ljómandi núna," segir Helgi hlæjandi en bætir við að börnin séu ekki jafnhrifin af skötunni. "Það eina sem varpar skugga á hátíðarhöldin hvað börnin varðar er vestfirsk eldamennska frúarinnar," segir Helgi en er á sama tíma sannfærður um að börnin gætu ekki hugsað sér Þorláksmessu án skötunnar.
Jól Mest lesið Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Stílhreint og ilmandi jólaborð Jól Jólastuð í Borgarleikhúsinu Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 19. desember Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin