Lausnir gærdagsins 24. september 2004 00:01 Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, lýsti því yfir í útvarpi í gær að deiluaðilar í kennaradeilunni hefðu nú um viku til að rífa sig upp úr hjólförum sem viðræðurnar festust í sl. sunnudag. Þeir hefðu um það bil eina viku til að finna nýja nálgun á deilumál sín, viku til að búa til ferskan grundvöll að standa á. Að öðrum kosti stæðu menn frammi fyrir langvarandi skotgrafahernaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það virðist að sönnu rétt að á þessu máli er engin einföld lausn. Fjárhagur sveitarfélaga er þröngur og kennarar eru síst ofsælir af launum sínum, ekki frekar en þau þúsund launamanna innan vébanda aðildarfélaga ASÍ, sem fylgjast grannt með þróun deilunnar. Þessi klemma hefur nú vakið upp gamalkunnar hugmyndir um það hvernig leysa megi skipan mennamála á grunnskólastigi til að koma í veg fyrir kennaradeilur í framtíðinni. Í blöðum gærdagsins mátti sjá a.m.k. tvær tillögur að slíkum lausnum. Annars vegar ýtti ritstjórn Morgunblaðsins úr vör hugmynd sinni um sérstakt skólaútsvar bæði í leiðara og í viðtölum á leiðarasíðu. Hins vegar setti Þorvaldur Gylfason fram einkaskólahugmyndina með býsna sannfærandi hætti í pistli sínum hér í Fréttablaðinu. Þessar hugmyndir eru í eðli sínu mjög ólíkar, en þó er athyglisvert að þær gera báðar ráð fyrir að meira opinbert fé renni til menntamála en áður. Þorvaldur heldur því raunar opnu hvort aukið fjárstreymi til menntakerfisins komi af almannafé eða skólarnir fái að afla þess sjálfir með einhverjum hætti. Þannig er ljóst að hvorugt þessara kerfa myndi leysa bráðavanda yfirstandandi deilu, sem snýst jú um að ekki fæst meira fé í kerfið. Vissulega eiga einkareknir grunnskólar rétt á sér og eru kærkomin viðbót við hinn almenna hverfaskóla, sem er og hefur verið normið í íslensku samfélagi. Jafnvel kynni að vera æskilegt að einkaskólarnir væru eitthvað fleiri en nú er til að halda uppi heilbrigðri faglegri samkeppni í kerfinu í heild. Að setja hins vegar allt skólakerfið á flot einkavæðingar og halda því einvörðungu saman með sameiginlegri aðalnámskrá og hugsanlega samræmdum prófum er stórvarasamt. Grunnskólinn með sinni skólaskyldu og grunnuppeldi er hvað þetta varðar margfalt viðkvæmari en háskólarnir, sem Þorvaldur stelst til að nota í samanburði sínum. Á umliðnum árum hefur sjálfstæði skólanna verið aukið og skólastarfið víða tekið enn sterkari faglegum tökum - en það er einmitt það sem Þorvaldur vill að gerist með skipulagsbreytingu sinni. Aðalatriðið er þó að það vantar fé inn í kerfið og spurningin snýst í raun um það, að hve miklu leyti þetta á að vera sjálfsaflafé skólanna. Hvort selja eigi aðgang að skólunum við innganginn eða hvort aðgangseyririnn á að vera tekinn í gegnum skatta. Það verður því ekki séð að einkavæðingin út af fyrir sig leysi það grundvallarvandamál sem nú er við að glíma nema þá í einstaka skólum þeirra betur stæðu. Hún mun hins vegar skapa mörg ný vandamál. Hin lausnin sem landsmönnum var kynnt á vanda grunnskólanna í gær er mjög sérstök og gæti flokkast undir eins konar Morgunblaðssósíalima. Morgunblaðið fer ekki þá leið, eins og mátt hefði ætla af meintri hægri slagsíðu í ritstjórnarskrifum, að tala fyrir einkavæðingu. Þvert á móti talar blaðið fyrir því að hækka skatta til að leysa fjárhagsvanda grunnskólakerfisins. Hækkun útsvars til að standa straum af skólamálum á, samkvæmt blaðinu, að vera eins konar val kjósenda í hverju sveitarfélagi - holræsaskattur til skólamála. Ekki er alveg ljóst hvort Morgunblaðið sér fyrir sér að íbúar sveitarfélaga geti greitt um það atkvæði í beinni kosningu fyrir gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga ár hvert hvort þeir vilji greiða sérstakt skólaútsvar eða ekki, en hitt er alveg ljóst að í þessu felst mjög ákveðinn áfellisdómur yfir sveitarstjórnarmönnum almennt og fulltrúalýðræðinu sjálfu. Eftir umræðu sumarsins um málskotsrétt og þingræði eru þetta athyglisverð sjónarmið úr þessari átt. Lýðræðislega kjörnum fulltrúum er að dómi Morgunblaðsins ekki treystandi til að standa við kosningaloforð (hafi þau verið gefin) um að byggja upp grunnskólann í sínu sveitarfélagi. Væri þá ekki með sama hætti eðlilegt að fjárlaganefnd Alþingis léti árlega kjósa um útgjaldaaukningu eða ekki útgjaldaaukningu til heilbrigðismála?! Þótt óskandi væri að Morgunblaðið hefði rétt fyrir sér um að skólaútsvar myndi höggva á þann erfiða hnút sem kjaramál grunnskólakennara eru komin í, þá jaðrar hugmyndin því miður við barnaskap. Hún myndi einfaldlega skapa fleiri vandamál en hún leysir. Fyrir utan að vera lausnir gærdagsins sýna þessar tillögur úr blöðum það svart á hvítu að hér er ekki á ferðinni nein venjuleg kjaradeila. Hér er um pólitískt verkfall að ræða, þar sem tekist er á um skiptingu opinberra útgjalda og menntastefnuna í landinu. Deiluna ber að nálgast sem slíka. Þess vegna getur ríkisstjórnin ekki setið ábyrgðarlaus hjá. Hvað sem hún gerir eða gerir ekki er spurning um stórpólitíska ákvörðun. Enn um sinn er ábyrgðin hjá samninganefndum kennara og sveitarfélaga og vonandi finnst nýr flötur á samningaviðræðunum innan þeirra tímamarka sem Birgir Björn setti sér í gærmorgun. Takist það ekki verður sú spurning ágeng, hvort samningsaðilar séu í raun sjálfir búnir að gefast upp, og bíði einfaldlega eftir því að ríkisvaldið komi og höggvi með einhverjum hætti á hnútinn?! Því miður bendir ýmislegt til að það hafi gerst, jafnvel fyrir nokkru síðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, lýsti því yfir í útvarpi í gær að deiluaðilar í kennaradeilunni hefðu nú um viku til að rífa sig upp úr hjólförum sem viðræðurnar festust í sl. sunnudag. Þeir hefðu um það bil eina viku til að finna nýja nálgun á deilumál sín, viku til að búa til ferskan grundvöll að standa á. Að öðrum kosti stæðu menn frammi fyrir langvarandi skotgrafahernaði með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Það virðist að sönnu rétt að á þessu máli er engin einföld lausn. Fjárhagur sveitarfélaga er þröngur og kennarar eru síst ofsælir af launum sínum, ekki frekar en þau þúsund launamanna innan vébanda aðildarfélaga ASÍ, sem fylgjast grannt með þróun deilunnar. Þessi klemma hefur nú vakið upp gamalkunnar hugmyndir um það hvernig leysa megi skipan mennamála á grunnskólastigi til að koma í veg fyrir kennaradeilur í framtíðinni. Í blöðum gærdagsins mátti sjá a.m.k. tvær tillögur að slíkum lausnum. Annars vegar ýtti ritstjórn Morgunblaðsins úr vör hugmynd sinni um sérstakt skólaútsvar bæði í leiðara og í viðtölum á leiðarasíðu. Hins vegar setti Þorvaldur Gylfason fram einkaskólahugmyndina með býsna sannfærandi hætti í pistli sínum hér í Fréttablaðinu. Þessar hugmyndir eru í eðli sínu mjög ólíkar, en þó er athyglisvert að þær gera báðar ráð fyrir að meira opinbert fé renni til menntamála en áður. Þorvaldur heldur því raunar opnu hvort aukið fjárstreymi til menntakerfisins komi af almannafé eða skólarnir fái að afla þess sjálfir með einhverjum hætti. Þannig er ljóst að hvorugt þessara kerfa myndi leysa bráðavanda yfirstandandi deilu, sem snýst jú um að ekki fæst meira fé í kerfið. Vissulega eiga einkareknir grunnskólar rétt á sér og eru kærkomin viðbót við hinn almenna hverfaskóla, sem er og hefur verið normið í íslensku samfélagi. Jafnvel kynni að vera æskilegt að einkaskólarnir væru eitthvað fleiri en nú er til að halda uppi heilbrigðri faglegri samkeppni í kerfinu í heild. Að setja hins vegar allt skólakerfið á flot einkavæðingar og halda því einvörðungu saman með sameiginlegri aðalnámskrá og hugsanlega samræmdum prófum er stórvarasamt. Grunnskólinn með sinni skólaskyldu og grunnuppeldi er hvað þetta varðar margfalt viðkvæmari en háskólarnir, sem Þorvaldur stelst til að nota í samanburði sínum. Á umliðnum árum hefur sjálfstæði skólanna verið aukið og skólastarfið víða tekið enn sterkari faglegum tökum - en það er einmitt það sem Þorvaldur vill að gerist með skipulagsbreytingu sinni. Aðalatriðið er þó að það vantar fé inn í kerfið og spurningin snýst í raun um það, að hve miklu leyti þetta á að vera sjálfsaflafé skólanna. Hvort selja eigi aðgang að skólunum við innganginn eða hvort aðgangseyririnn á að vera tekinn í gegnum skatta. Það verður því ekki séð að einkavæðingin út af fyrir sig leysi það grundvallarvandamál sem nú er við að glíma nema þá í einstaka skólum þeirra betur stæðu. Hún mun hins vegar skapa mörg ný vandamál. Hin lausnin sem landsmönnum var kynnt á vanda grunnskólanna í gær er mjög sérstök og gæti flokkast undir eins konar Morgunblaðssósíalima. Morgunblaðið fer ekki þá leið, eins og mátt hefði ætla af meintri hægri slagsíðu í ritstjórnarskrifum, að tala fyrir einkavæðingu. Þvert á móti talar blaðið fyrir því að hækka skatta til að leysa fjárhagsvanda grunnskólakerfisins. Hækkun útsvars til að standa straum af skólamálum á, samkvæmt blaðinu, að vera eins konar val kjósenda í hverju sveitarfélagi - holræsaskattur til skólamála. Ekki er alveg ljóst hvort Morgunblaðið sér fyrir sér að íbúar sveitarfélaga geti greitt um það atkvæði í beinni kosningu fyrir gerð fjárhagsáætlana sveitarfélaga ár hvert hvort þeir vilji greiða sérstakt skólaútsvar eða ekki, en hitt er alveg ljóst að í þessu felst mjög ákveðinn áfellisdómur yfir sveitarstjórnarmönnum almennt og fulltrúalýðræðinu sjálfu. Eftir umræðu sumarsins um málskotsrétt og þingræði eru þetta athyglisverð sjónarmið úr þessari átt. Lýðræðislega kjörnum fulltrúum er að dómi Morgunblaðsins ekki treystandi til að standa við kosningaloforð (hafi þau verið gefin) um að byggja upp grunnskólann í sínu sveitarfélagi. Væri þá ekki með sama hætti eðlilegt að fjárlaganefnd Alþingis léti árlega kjósa um útgjaldaaukningu eða ekki útgjaldaaukningu til heilbrigðismála?! Þótt óskandi væri að Morgunblaðið hefði rétt fyrir sér um að skólaútsvar myndi höggva á þann erfiða hnút sem kjaramál grunnskólakennara eru komin í, þá jaðrar hugmyndin því miður við barnaskap. Hún myndi einfaldlega skapa fleiri vandamál en hún leysir. Fyrir utan að vera lausnir gærdagsins sýna þessar tillögur úr blöðum það svart á hvítu að hér er ekki á ferðinni nein venjuleg kjaradeila. Hér er um pólitískt verkfall að ræða, þar sem tekist er á um skiptingu opinberra útgjalda og menntastefnuna í landinu. Deiluna ber að nálgast sem slíka. Þess vegna getur ríkisstjórnin ekki setið ábyrgðarlaus hjá. Hvað sem hún gerir eða gerir ekki er spurning um stórpólitíska ákvörðun. Enn um sinn er ábyrgðin hjá samninganefndum kennara og sveitarfélaga og vonandi finnst nýr flötur á samningaviðræðunum innan þeirra tímamarka sem Birgir Björn setti sér í gærmorgun. Takist það ekki verður sú spurning ágeng, hvort samningsaðilar séu í raun sjálfir búnir að gefast upp, og bíði einfaldlega eftir því að ríkisvaldið komi og höggvi með einhverjum hætti á hnútinn?! Því miður bendir ýmislegt til að það hafi gerst, jafnvel fyrir nokkru síðan.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun