Viðskipti innlent

Kaupin á Kredittbanken samþykkt

Norska fjármálaeftirlitið hefur samþykkt kaup Íslandsbanka á norska bankanum Kredittbanken og á Íslandsbanki nú tæplega hundrað prósent í honum. Kredittbanken er ekki stór banki í Noregi en eins og fram er komið er Íslandsbanki líka að reyna að eignast BN bankann í Noregi sem er fjórði stærsti viðskiptabanki þar í landi. Íslandsbanki býður nú 340 norskar krónur á hlut í BN bankanum sem er 26% hærra verð en fékkst fyrir hlut í honum áður en Íslandsbanki fór að sýna áhuga á að eignast hann. Framvinda þess máls skýrist væntanlega í næsta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×