
Sport
Jafnt hjá KA og Haukum

KA og Haukar gerðu jafntefli, 29-29 í norður riðli Íslandsmótsins í handbolta karla í kvöld. Lokamínúturnar á Akureyri voru æsispennandi. Haukar voru 25-27 yfir en heimamenn komust í 29-28 áður en gestirnir jöfnuðu. Haukar eru enn efstir með 2 stiga forskot á KA sem er í 2. sæti með 13 stig. Næst verður leikið í riðlinum á föstudagskvöld. Fram-Haukar 19:15 KA-FH 19:15 Afturelding-HK 20:00