Líflegar bóndarósir 25. júní 2004 00:01 Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira