Viðskipti innlent

Gengið orðið skuggalega hátt

Gengi krónunnar gangvart helstu erlendu gjaldmiðlum hefur hækkað töluvert í dag og segja sérfræðingar íslensku bankanna það orðið skuggalega hátt. Samkvæmt upplýsingum frá Íslandsbanka hefur dollar lækkað um 2,10% gagnvart krónunni, evran um 2,13% og breska pundið um 2,90%. Gengisvísitalan var fyrir stundu 112 og líkast til hefur krónan ekki verið sterkari frá árinu 1999. Ásgeir Jónsson hjá greiningu KB-banka segir þetta ekki síst viðbrögð við vaxtahækkun Seðlabankans fyrir helgi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×