Um hvað verður kosið? Gunnar Smári Egilsson skrifar 13. júní 2004 00:01 Mikill meirihluti vill greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum - Gunnar Smári Egilsson 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins segist vilja greiða atkvæði gegn fjölmiðlafrumvarpinu ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram nú, Þetta er nokkuð öruggur meirihluti og í takt við niðurstöður fyrri kannana. Fréttablaðið hefur áður kannað afstöðu almennings til þessa frumvarps. Í apríl sögðust 77 prósent vera á móti frumvarpinu eins og það lá fyrir þá, í byrjun maí sögðust 83 prósent vera á móti frumvarpinu eftir breytingar og síðar i sama mánuði sögðust 80 prósent vera andvíg lokaútgáfu frumvarpsins. Andstaðan gegn frumvarpinu var því mikil allan þann tíma sem það var til meðferðar á Alþingi og breytingar á frumvarpinu breyttu ekki miklu.En þótt mikill meirihluti segist vilja greiða atkvæði gegn lögunum þá er sá meirihluti minni en hafði lýst sig andvígan frumvarpinu meðan það var til meðferðar á Alþingi. Hvernig má skýra það? Hugsanlega eru nú ívið fleiri sammála efnisatriðum laganna. Það má vera að sumir þeirra sem voru andvígir frumvarpinu vegna málatilbúnings ríkisstjórnarinnar vilji greiða lögunum samþykki vegna efnisatriða þeirra -- að lögin séu þó skárri en engin. Hugsanlega eru einhverjir þeirra sem voru andvígir frumvarpinu ósammála þjóðaratkvæðagreiðslunni og hvernig hún er tilkomin og vilja ekki að atkvæði gegn lögunum verði túlkað sem samþykki við synjun forsetans. Það hefur komið fram í athögunum á kosningahegðun almennings að fólk kýs ekki síður taktískt en efnislega. Það er því ekki skrítið við það að í jafn heitu máli og fjölmiðlamálinu þá breytist afstaða fólks frá því að málið er í meðförum Alþingis og þar til það er lagt fyrir almenning. Það verður fróðlegt að sjá hvort sveiflur sjást í afstöðu fólks í næstu könnunum.Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því um hvað verður kosið. Efnislega á að skera úr um fjölmiðlalögin en þetta mál er fyrir löngu orðið stærra, óljósara, óefnislegra -- jafnvel óskiljanlegra -- en svo að þessi blessuðu lög nái utan um. Munu kjósendur taka mið af orðum Davíðs Oddssonar og kjósa um hvort það vill vera í Baugsliðinu eða liði Davíðs? Mun fólk telja að það sé að gera upp við Ólaf Ragnar Grímsson? Eða greiða atkvæði um hvort það sé fylgjandi synjunarvaldi forsetans? Eða þjóðaratkvæðum almennt? Munu einhverjir kjósa um hugmyndaheim Moggaritstjórans; að bregðast þurfi skjótt við ef örfáir menn eigi ekki að eignast landið og miðin og okkur með? Eða verður kosið um fullyrðingar sumra stjórnarliða að allt sem stendur í miðlum Norðurljósa sé lygi og áróður? Munu flokkshestarnir mæta og líta á þessa atkvæðagreiðslu sem einskonar forleik af alþingiskosningum?Ég held að langstærsti hluti kjósenda muni einfaldlega kjósa um þessi lög og beita atkvæði sínu eftir sannfæringu sinni um gagnsemi þessara laga, réttmæti þeirra og hvaða afleiðingar þau muni hafa á íslenska fjölmiðla. Allur þorri fólks er bæði skynsamur og ábyrgur og axlar ábyrgð sína sem kjósendur af heiðarleika og trúfestu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Mikill meirihluti vill greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögum - Gunnar Smári Egilsson 71 prósent þeirra sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins segist vilja greiða atkvæði gegn fjölmiðlafrumvarpinu ef þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram nú, Þetta er nokkuð öruggur meirihluti og í takt við niðurstöður fyrri kannana. Fréttablaðið hefur áður kannað afstöðu almennings til þessa frumvarps. Í apríl sögðust 77 prósent vera á móti frumvarpinu eins og það lá fyrir þá, í byrjun maí sögðust 83 prósent vera á móti frumvarpinu eftir breytingar og síðar i sama mánuði sögðust 80 prósent vera andvíg lokaútgáfu frumvarpsins. Andstaðan gegn frumvarpinu var því mikil allan þann tíma sem það var til meðferðar á Alþingi og breytingar á frumvarpinu breyttu ekki miklu.En þótt mikill meirihluti segist vilja greiða atkvæði gegn lögunum þá er sá meirihluti minni en hafði lýst sig andvígan frumvarpinu meðan það var til meðferðar á Alþingi. Hvernig má skýra það? Hugsanlega eru nú ívið fleiri sammála efnisatriðum laganna. Það má vera að sumir þeirra sem voru andvígir frumvarpinu vegna málatilbúnings ríkisstjórnarinnar vilji greiða lögunum samþykki vegna efnisatriða þeirra -- að lögin séu þó skárri en engin. Hugsanlega eru einhverjir þeirra sem voru andvígir frumvarpinu ósammála þjóðaratkvæðagreiðslunni og hvernig hún er tilkomin og vilja ekki að atkvæði gegn lögunum verði túlkað sem samþykki við synjun forsetans. Það hefur komið fram í athögunum á kosningahegðun almennings að fólk kýs ekki síður taktískt en efnislega. Það er því ekki skrítið við það að í jafn heitu máli og fjölmiðlamálinu þá breytist afstaða fólks frá því að málið er í meðförum Alþingis og þar til það er lagt fyrir almenning. Það verður fróðlegt að sjá hvort sveiflur sjást í afstöðu fólks í næstu könnunum.Það verður líka fróðlegt að fylgjast með því um hvað verður kosið. Efnislega á að skera úr um fjölmiðlalögin en þetta mál er fyrir löngu orðið stærra, óljósara, óefnislegra -- jafnvel óskiljanlegra -- en svo að þessi blessuðu lög nái utan um. Munu kjósendur taka mið af orðum Davíðs Oddssonar og kjósa um hvort það vill vera í Baugsliðinu eða liði Davíðs? Mun fólk telja að það sé að gera upp við Ólaf Ragnar Grímsson? Eða greiða atkvæði um hvort það sé fylgjandi synjunarvaldi forsetans? Eða þjóðaratkvæðum almennt? Munu einhverjir kjósa um hugmyndaheim Moggaritstjórans; að bregðast þurfi skjótt við ef örfáir menn eigi ekki að eignast landið og miðin og okkur með? Eða verður kosið um fullyrðingar sumra stjórnarliða að allt sem stendur í miðlum Norðurljósa sé lygi og áróður? Munu flokkshestarnir mæta og líta á þessa atkvæðagreiðslu sem einskonar forleik af alþingiskosningum?Ég held að langstærsti hluti kjósenda muni einfaldlega kjósa um þessi lög og beita atkvæði sínu eftir sannfæringu sinni um gagnsemi þessara laga, réttmæti þeirra og hvaða afleiðingar þau muni hafa á íslenska fjölmiðla. Allur þorri fólks er bæði skynsamur og ábyrgur og axlar ábyrgð sína sem kjósendur af heiðarleika og trúfestu.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun