Litla heimsborgin mín 15. júní 2004 00:01 Þórarinn Þórarinsson þurfti að fara á sólarströnd til að læra að elska Reykjavíkurborg Ég hef aldrei verið neitt átakanlega stoltur yfir því að vera Íslendingur og yfirleitt leiðst þjóðernisbelgingurinn í okkur sem gengur aðallega út á það að við séum, klárust, sterkust, sætust og best í öllu miðað við höfðatölu.Höfuðborgin okkar hefur alltaf verið mér þyrnir í augum enda varla smábær á heimsmælikvarða og ég hef alltaf staðið fastur á þeirri skoðun að Reykjavík sé ljót borg og illa skipulögð. Mér skilst svo á kunningjum mínum sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öll mál að borgin sé orðin enn ljótari en hún var eftir að R-listinn tók þar öll völd.Þessi neikvæðu viðhorf mín sem sjálfsagt hafa grundvallast á alíslenskri minnimáttarkennd gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu eftir að ég engdist í tilgangsleysi á Mallorca í hálfan mánuð. Þar þvælast lummulegir Bretar, Þjóðverjar og vitaskuld Íslendingar um ljótar borgir sem bjóða ekki upp á neitt annað en verslanir sem selja ódýrt áfengi, glingur, skran og hallærisleg föt.Þarna áttaði ég mig loksins á því hversu mikil forréttindi það eru að vera Reykvíkingur og það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég kom aftur heim að ég hafi ekki gengið um götur borgarinnar og dáðst að öllum fínu hátískubúðunum og fallegustu stelpum í heimi sem líða niður Laugaveginn og gætu rétt eins verið að spóka sig í Beverly Hills.Reykjavík er lítil heimsborg þar sem allra þjóða kvikindi blandast saman í dásamlegan mannlífshrærigraut þannig að meira að segja aflitaðir FM hnakkarnir á sportbílunum sínum verða krúttlegur þáttur litskrúðugugrar tilverunnar.Hér höfum við allt til alls nema sólina en það er einfaldlega ekki þess virði að eltast við hana með flugi. Það er út í hött að leita að lífsgleði og mannlífsfegurð í útlöndum þegar maður býr í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun
Þórarinn Þórarinsson þurfti að fara á sólarströnd til að læra að elska Reykjavíkurborg Ég hef aldrei verið neitt átakanlega stoltur yfir því að vera Íslendingur og yfirleitt leiðst þjóðernisbelgingurinn í okkur sem gengur aðallega út á það að við séum, klárust, sterkust, sætust og best í öllu miðað við höfðatölu.Höfuðborgin okkar hefur alltaf verið mér þyrnir í augum enda varla smábær á heimsmælikvarða og ég hef alltaf staðið fastur á þeirri skoðun að Reykjavík sé ljót borg og illa skipulögð. Mér skilst svo á kunningjum mínum sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn í öll mál að borgin sé orðin enn ljótari en hún var eftir að R-listinn tók þar öll völd.Þessi neikvæðu viðhorf mín sem sjálfsagt hafa grundvallast á alíslenskri minnimáttarkennd gufuðu upp eins og dögg fyrir sólu eftir að ég engdist í tilgangsleysi á Mallorca í hálfan mánuð. Þar þvælast lummulegir Bretar, Þjóðverjar og vitaskuld Íslendingar um ljótar borgir sem bjóða ekki upp á neitt annað en verslanir sem selja ódýrt áfengi, glingur, skran og hallærisleg föt.Þarna áttaði ég mig loksins á því hversu mikil forréttindi það eru að vera Reykvíkingur og það hefur ekki liðið sá dagur síðan ég kom aftur heim að ég hafi ekki gengið um götur borgarinnar og dáðst að öllum fínu hátískubúðunum og fallegustu stelpum í heimi sem líða niður Laugaveginn og gætu rétt eins verið að spóka sig í Beverly Hills.Reykjavík er lítil heimsborg þar sem allra þjóða kvikindi blandast saman í dásamlegan mannlífshrærigraut þannig að meira að segja aflitaðir FM hnakkarnir á sportbílunum sínum verða krúttlegur þáttur litskrúðugugrar tilverunnar.Hér höfum við allt til alls nema sólina en það er einfaldlega ekki þess virði að eltast við hana með flugi. Það er út í hött að leita að lífsgleði og mannlífsfegurð í útlöndum þegar maður býr í Reykjavík.