Útflutningsgreinin fjármál 15. júní 2004 00:01 Eftir kaup KB banka á danska bankanum FIH koma um þrír fjórðu hlutar tekna bankans frá útlöndum. Þetta hlutfall ræðst að nokkru leyti af því hvernig sum verkefna bankans eru skilgreind, en sumar þessara erlendu tekna eru vegna verkefna fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum vettvangi. FIH bankinn er í raun gamall iðnlánasjóður og á því svipaðar rætur og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. FIH er hins vegar tólf sinnum stærri en FBA. Sá stærðarmunur sýnir kannski best vöxt og viðgang íslenskra fjármálafyrirtækja síðustu árin. Einkavæðing FBA var mikið pólitískt hitamál á sínum tíma og ekki gróið um heilt milli stjórnmálamanna og forkólfa viðskiptalífsins vegna baráttu um völd í bankanum. Kaupþing gegndi þá töluverðu hlutverki og kallaði yfir sig reiði forsætisráðherra með kennitölusöfnun til að ná stærri hlut í bankanum. Yfirlýst markmið stjórnvalda var að eignarhald FBA yrði dreifð. FBA var á þeim tíma stór biti fyrir Kaupþing, en sú tíð er liðin. Barátta um kaupKB banki var langt frá því einn um áhuga á danska bankanum FIH. Legið hafði fyrir um nokkurt skeið að hann væri til sölu. Fjölmargir norrænir bankar unnu að því að kaupa bankann, enda kannski ekki á hverjum degi sem svo stór eining er til sölu í heilu lagi á Norðurlandamarkaði. Förenings Sparbanken átti 77 prósent hlutafjár í FIH. Berlinske Tidende telur að með sölunni til KB banka hafi Förenings Sparbanken slegið tvær flugur í einu höggi. Fengið gott verð fyrir bankann og losnað við að selja hann til stórra keppinauta sinna á Norðurlandamarkaðnum. Helstu banknarnir á Norðurlöndum sýndu áhuga og meðal þeirra sem vildu kaupa voru Nordea, SEB og Svenska Handelsbanken sem allir eru margfallt stærri en KB banki. Landsbankinn vann einnig að verkefninu. Báðir íslensku bankarnir unnu af fullri alvöru að kaupunum, en á lokasprettinum dró Landsbankinn sig í hlé. Sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en um helgina. Erfitt er að meta tilboð Landsbankans og KB banka, þar sem þau voru ólík að uppbyggingu. Landsbankinn heldur fast við að þeir hafi dregið sig út úr tilboðunum á síðustu stundu vegna arðsemissjónarmiða. KB bankamenn telja að þeirra tilboði hafi einfaldlega verið tekið þrátt fyrir að hafa verið ívið lægra. Hins vegar þurfti KB banki að hækka boð sitt á síðustu metrunum til þess að tryggja sér bankann. Kaupin eru stór og tvöfalda KB banka. Á markaði hafa flestir horft til þess að næstu stóru kaup KB banka yrðu með yfirtöku breska bankans Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. KB banki má ekki gera yfirtökutilboð í bankann fyrr en í ágústlok. Breski bankinn sérhæfir sig í eignastýringu, en FIH í útlánum. Saman breikka þessir bankar rekstrargrunn KB banka, efla og dreifa áhættu. Enn eru taldar miklar líkur á að KB banki muni ganga alla leið og yfirtaka breska bankann þegar tækifæri gefst. Tækifæri til vaxtarVerðið er hátt ef horft er á það út frá verðmati bankanna á Norðurlöndunum. Miðað við verðlagningu íslenskra banka er það hins vegar ekki hátt. Þannig lækka helstu kennitölur KB banka við kaupin. Markaðsverð KB banka er um þrefalt eigið fé bankans. Við kaupin á FIH lækkar þetta hlutfall niður í um tvo. Hagnaður sameinaðs banka KB og FIH hefði verið rúmir fjórtán milljarðar í fyrra eða vel yfir milljarð króna á mánuði. FIH er vel rekinn banki og afkoman verið stöðug á góð. Bankinn er með um sautján prósent af fyrirtækjalánum í Danmörku. Viðksiptatengsl við fimmþúsund fyrirtæki. Frá sjónarhóli nýrra eigenda er grunnurinn traustur og möguleikarnir miklir. KB banki hefur verið öflugur í fyrirtækjabankastarfsemi. Þannig er mikil reynsla innan bankans af fyrirtækjasölu, sameiningum fyrirtækja og vaxtar og útrásarverkefnum. Hugmynd KB banka er að nýta viðskiptasamböndin í lánastarfsemi og byggja upp fyrirtækjabankastarfsemi samhliða henni. Tækifærin í fyrirtækjaverkefnum í Danmörku gætu orðið nokkur á næstu misserum. Fjöldi danskra fyrirtækja er í ráðandi eigu stofnanafjárfesta sem gerir kaup á þeim auðveldari. Auk þess er mikill fjöldi danskra fyrirtækja í eigu kynslóðar sem horfir til kvöldroða æviskeiðsins. Þar við bætist að verð á dönskum fyrirtækjum um þessar mundir er lægra en á Íslandi. Útrás bankanna er í fullum gangi. Barátta Landsbankans við KB banka um FIH sýnir að þar á bæ huga menn af fullri alvöru að útrásinni. Innan Íslandsbanka eru menn í óðaönn að byggja upp fjárfestingarbankastarfsemi og huga að útrás. KB banki er kominn lengst og nái hinir að fylgja honum eftir er þess ef til vill ekki langt að bíða að fjármálaþjónusta verði ein af höfuð stoðum íslensks útflutnings. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Eftir kaup KB banka á danska bankanum FIH koma um þrír fjórðu hlutar tekna bankans frá útlöndum. Þetta hlutfall ræðst að nokkru leyti af því hvernig sum verkefna bankans eru skilgreind, en sumar þessara erlendu tekna eru vegna verkefna fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum vettvangi. FIH bankinn er í raun gamall iðnlánasjóður og á því svipaðar rætur og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. FIH er hins vegar tólf sinnum stærri en FBA. Sá stærðarmunur sýnir kannski best vöxt og viðgang íslenskra fjármálafyrirtækja síðustu árin. Einkavæðing FBA var mikið pólitískt hitamál á sínum tíma og ekki gróið um heilt milli stjórnmálamanna og forkólfa viðskiptalífsins vegna baráttu um völd í bankanum. Kaupþing gegndi þá töluverðu hlutverki og kallaði yfir sig reiði forsætisráðherra með kennitölusöfnun til að ná stærri hlut í bankanum. Yfirlýst markmið stjórnvalda var að eignarhald FBA yrði dreifð. FBA var á þeim tíma stór biti fyrir Kaupþing, en sú tíð er liðin. Barátta um kaupKB banki var langt frá því einn um áhuga á danska bankanum FIH. Legið hafði fyrir um nokkurt skeið að hann væri til sölu. Fjölmargir norrænir bankar unnu að því að kaupa bankann, enda kannski ekki á hverjum degi sem svo stór eining er til sölu í heilu lagi á Norðurlandamarkaði. Förenings Sparbanken átti 77 prósent hlutafjár í FIH. Berlinske Tidende telur að með sölunni til KB banka hafi Förenings Sparbanken slegið tvær flugur í einu höggi. Fengið gott verð fyrir bankann og losnað við að selja hann til stórra keppinauta sinna á Norðurlandamarkaðnum. Helstu banknarnir á Norðurlöndum sýndu áhuga og meðal þeirra sem vildu kaupa voru Nordea, SEB og Svenska Handelsbanken sem allir eru margfallt stærri en KB banki. Landsbankinn vann einnig að verkefninu. Báðir íslensku bankarnir unnu af fullri alvöru að kaupunum, en á lokasprettinum dró Landsbankinn sig í hlé. Sú ákvörðun var ekki tekin fyrr en um helgina. Erfitt er að meta tilboð Landsbankans og KB banka, þar sem þau voru ólík að uppbyggingu. Landsbankinn heldur fast við að þeir hafi dregið sig út úr tilboðunum á síðustu stundu vegna arðsemissjónarmiða. KB bankamenn telja að þeirra tilboði hafi einfaldlega verið tekið þrátt fyrir að hafa verið ívið lægra. Hins vegar þurfti KB banki að hækka boð sitt á síðustu metrunum til þess að tryggja sér bankann. Kaupin eru stór og tvöfalda KB banka. Á markaði hafa flestir horft til þess að næstu stóru kaup KB banka yrðu með yfirtöku breska bankans Singer and Friedlander sem KB banki á fimmtung í. KB banki má ekki gera yfirtökutilboð í bankann fyrr en í ágústlok. Breski bankinn sérhæfir sig í eignastýringu, en FIH í útlánum. Saman breikka þessir bankar rekstrargrunn KB banka, efla og dreifa áhættu. Enn eru taldar miklar líkur á að KB banki muni ganga alla leið og yfirtaka breska bankann þegar tækifæri gefst. Tækifæri til vaxtarVerðið er hátt ef horft er á það út frá verðmati bankanna á Norðurlöndunum. Miðað við verðlagningu íslenskra banka er það hins vegar ekki hátt. Þannig lækka helstu kennitölur KB banka við kaupin. Markaðsverð KB banka er um þrefalt eigið fé bankans. Við kaupin á FIH lækkar þetta hlutfall niður í um tvo. Hagnaður sameinaðs banka KB og FIH hefði verið rúmir fjórtán milljarðar í fyrra eða vel yfir milljarð króna á mánuði. FIH er vel rekinn banki og afkoman verið stöðug á góð. Bankinn er með um sautján prósent af fyrirtækjalánum í Danmörku. Viðksiptatengsl við fimmþúsund fyrirtæki. Frá sjónarhóli nýrra eigenda er grunnurinn traustur og möguleikarnir miklir. KB banki hefur verið öflugur í fyrirtækjabankastarfsemi. Þannig er mikil reynsla innan bankans af fyrirtækjasölu, sameiningum fyrirtækja og vaxtar og útrásarverkefnum. Hugmynd KB banka er að nýta viðskiptasamböndin í lánastarfsemi og byggja upp fyrirtækjabankastarfsemi samhliða henni. Tækifærin í fyrirtækjaverkefnum í Danmörku gætu orðið nokkur á næstu misserum. Fjöldi danskra fyrirtækja er í ráðandi eigu stofnanafjárfesta sem gerir kaup á þeim auðveldari. Auk þess er mikill fjöldi danskra fyrirtækja í eigu kynslóðar sem horfir til kvöldroða æviskeiðsins. Þar við bætist að verð á dönskum fyrirtækjum um þessar mundir er lægra en á Íslandi. Útrás bankanna er í fullum gangi. Barátta Landsbankans við KB banka um FIH sýnir að þar á bæ huga menn af fullri alvöru að útrásinni. Innan Íslandsbanka eru menn í óðaönn að byggja upp fjárfestingarbankastarfsemi og huga að útrás. KB banki er kominn lengst og nái hinir að fylgja honum eftir er þess ef til vill ekki langt að bíða að fjármálaþjónusta verði ein af höfuð stoðum íslensks útflutnings.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira