Beastie Boys breika 15. júní 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson fjallar um nýjustu breiðskífu Beastie Boys: To the 5 Boroughs Það yrði orðum aukið að kalla nýjustu breiðskífu Beastie Boys meistaraverk, en það má nú samt svo sannarlega hafa gaman af henni. Tónlistin undir rappið er frekar berstrípuð. Yfirleitt mjög einfaldar melódíur með hörðum töktum sem hljóma eins og þeir hafi verið gerðir á mjög gamla trommuheila. Gítararnir eru nánast horfnir, sömplin mjög gróflega klippt og ekkert gert til þess að reyna fela lúbburnar. Þannig væri alveg hægt að ljúga að manni að þessi plata hefði verið gerð um svipað leyti og fyrstu tvær breiðskífur Beastie. Minnir mjög á þá tónlist sem kom frá strætum New York á Break-tímabilinu, um upphaf níunda áratugarins. Þetta er því blygðunarlaust afturhvarf í gamla starfshætti. Þessi gamli hljómur er yfir allri plötunni, þannig að fyrir vikið virkar hún góð sem heild. Textarnir taka þó á atburðum líðandi stundar. Þannig takast textar laganna "Right, Right, Now, Now", "It Takes Time to Build" og besta lag plötunnar "Open Letter to NYC" á lífinu í Bandaríkjunum eftir atburði 11. september 2001. Beastie Boys eru greinilega ekki bara að berjast fyrir réttindunum til þess að halda partí lengur. Með aldrinum eru þeir líka orðnir svo svakalega pólitískt réttþenkjandi að þeir blóta varla á allri plötunni, benda nánast aldrei ásakandi fingrum sínum í áttina að öðrum og boða frekar samvinnu en að búa til óvini. Hér er friðarboðskapurinn hátt á lofti. Beastie Boys fá svo stórt prik fyrir það að prenta alla texta sína í plötuumslagið, þó að þeir séu nú ekkert tímamótaverk gefur það aukið gildi að lesa textana með um leið og maður hlustar. Þetta er þó frekar erfið plata þegar allt kemur til alls, og krefjandi. Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson fjallar um nýjustu breiðskífu Beastie Boys: To the 5 Boroughs Það yrði orðum aukið að kalla nýjustu breiðskífu Beastie Boys meistaraverk, en það má nú samt svo sannarlega hafa gaman af henni. Tónlistin undir rappið er frekar berstrípuð. Yfirleitt mjög einfaldar melódíur með hörðum töktum sem hljóma eins og þeir hafi verið gerðir á mjög gamla trommuheila. Gítararnir eru nánast horfnir, sömplin mjög gróflega klippt og ekkert gert til þess að reyna fela lúbburnar. Þannig væri alveg hægt að ljúga að manni að þessi plata hefði verið gerð um svipað leyti og fyrstu tvær breiðskífur Beastie. Minnir mjög á þá tónlist sem kom frá strætum New York á Break-tímabilinu, um upphaf níunda áratugarins. Þetta er því blygðunarlaust afturhvarf í gamla starfshætti. Þessi gamli hljómur er yfir allri plötunni, þannig að fyrir vikið virkar hún góð sem heild. Textarnir taka þó á atburðum líðandi stundar. Þannig takast textar laganna "Right, Right, Now, Now", "It Takes Time to Build" og besta lag plötunnar "Open Letter to NYC" á lífinu í Bandaríkjunum eftir atburði 11. september 2001. Beastie Boys eru greinilega ekki bara að berjast fyrir réttindunum til þess að halda partí lengur. Með aldrinum eru þeir líka orðnir svo svakalega pólitískt réttþenkjandi að þeir blóta varla á allri plötunni, benda nánast aldrei ásakandi fingrum sínum í áttina að öðrum og boða frekar samvinnu en að búa til óvini. Hér er friðarboðskapurinn hátt á lofti. Beastie Boys fá svo stórt prik fyrir það að prenta alla texta sína í plötuumslagið, þó að þeir séu nú ekkert tímamótaverk gefur það aukið gildi að lesa textana með um leið og maður hlustar. Þetta er þó frekar erfið plata þegar allt kemur til alls, og krefjandi.
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira