Andarteppustjórn- sýslan 24. júní 2004 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti í vikunni að aukafjárveiting fengist til framhaldsskólanna. Þessi fjárveiting á að tryggja að þeir nemendur sem luku 10. bekk grunnskóla í vor, geti hafið nám í framhaldsskóla í haust. Um 600 nemendum hefur verið haldið í óvissu um skólavist með haustinu, vegna þess að fjárveitingar eru ónógar. Hvort þessi aukafjárveiting nægir til að leysa fjárhagsvanda framhaldsskólanna á eftir að koma í ljós, ráðherra hefur lofað um 250 milljónum króna en skólamenn hafa talað um að 400 milljónir vanta. Á háskólastiginu er svipaða sögu að segja, nema hvað þar hafa menn gripið til þess að gera hvað þeir geta til að takmarka inntöku nemenda og fyrirsjáanlegt er miðað við yfirlýsingar og aðgerðir fjárveitingavaldsins að á næstu misserum og árum munu háskólar landsins standa frammi fyrir ýmsum grundvallarákvörðunum um hvort takmarka beri aðgengi inn í skólana eða hvort gripið verður til eins konar gjaldtöku. Á sama tíma og þetta gerist tala ráðamenn þjóðarinnar, jafnt stjórnmálamenn sem forustumenn á öðrum sviðum, um mikilvægi þess að hækka menntunarstig þjóðarinnar í síbreytilegum heimi upplýsingaaldarinnar. Í því ljósi hljómar nauð og bráðavandamál tveggja skólastiga nánast sem hótfyndni. Annars vegar er menntun talin slíkt lausnarorð að það verði að flytja henni fagrar ræður á torgum, en hins vegar telur þjóðin sig ekki hafa efni á að hleypa fólki inn í háskólana eða börnum inn í framhaldsskólana. Til að flækja málið enn, berja menn sér á brjóst svo hriktir í stjórnarsamstarfinu ef einhver leyfir sér að efast um að lögleiðing skattalækkana sé það sem brýnast þarf að gera á þessu vori! Það er von að almenningur bæði reiðist og ringlist. Ringlist yfir þverstæðunum og reiðist fyrir hönd barna sinna og framtíðar þeirra. Auðvitað er enginn stjórnmálamaður með það á stefnuskrá hjá sér að útiloka mörg hundruð börn frá því að fara í framhaldsskóla - bara vegna þess að þau tilheyra stórum árgangi. Þorgerður Katrín brást líka snaggaralega við til að leysa þá uppákomu sem orðin var. Enda er hin eiginlega sök ekki hjá henni, heldur miklu frekar hjá fjárveitingavaldinu, sjálfu Alþingi. Með stórkallalegum pólitískum ákvarðanatökum er ákveðið að auka aðhaldið í skólakerfinu og stýfa úr hnefa fjárveitingar til framhaldsskólanna (og háskólanna) þó fullljóst hafi mátt vera að þær myndu hvergi duga. Að árgangurinn 1988 sé stór eru ekki nýjar fréttir - þær eru 16 ára gamlar. Að ásóknin sé að aukast í framhaldsskólana hefur verið umtalað mál og ætti því ekki heldur að þurfa að koma á óvart. Síðustu daga og vikur hafa margar ungar sálir fundið fyrir mikilli höfnun. Margir foreldrar hafa átt andvökunætur. Krakkar sem lokið hafa grunnskólanum með þokkalega einkunn hafa lent í því að vera hafnað af tveimur og jafnvel fleiri skólum og staðið frammi fyrir fullkominni óvissu um framtíð sína. Slík höfnun setur mark sitt á viðkvæmar unglingssálir og ekki bætir úr skák að foreldrarnir eða skólarnir geta ekki gefið neina skynsama útskýringu á því hvers vegna þetta er svona. Ef einhver þessara nemenda myndi spyrja menntamálaráðherra eða einhvern alþingismann að því hvers vegna hann hefði þurft að ganga í gegnum þá niðurlægingu að vera hafnað með þessum hætti og hvers vegna honum hafi verið haldið í þessari óvissu, yrði trúlega fátt um svör. Hugsanlega yrði eitthvað muldrað um peningaleysi, en ólíklegt er að haldin yrði ræðan um nauðsyn skattalækkana. Það er gömul klisja hjá pólitíkusum að segja að það sé auðvelt en ábyrgðarlaust að heimta alltaf meiri peninga til góðra hluta. Engar slíkar athugasemdir eiga þó við í þessu framhaldsskólamáli. Eins og komið hefur í ljós með aukafjárveitingunni er pólitískur vilji til þess að verja fjármunum í þetta. Það sem vantar er framtíðarsýn og skipulag í stað andarteppustjórnsýslunnar sem einkennir málið af hálfu fjárveitingavaldsins og menntamálaráðuneytisins. Framhaldsskólauppákoman síðustu vikur var nefnilega fullkomlega óþörf þolraun fyrir alla sem að henni komu. Hún var óþörf og óþolandi lítilsvirðing við mörg hundruð verðandi framhaldsskólanema. Nýr eða nýlegur ráðherra situr nú í ráðuneyti menntamála. Vonandi mun hún bera gæfu til að forðast frekari stjórnsýsluandnauð í menntakerfinu og bera þingmönnum stjórnarliðsins þann boðskap sem hún boðaði þjóðinni í útvarpi fyrr í vikunni - að það væri í raun og veru fagnaðarefni hve margir vilja fara inn í skólana og læra. Þessi boðskapur er þekktur hjá þjóðinni, en það er óvíst hvort fjárveitingavaldið hefur skilið hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra tilkynnti í vikunni að aukafjárveiting fengist til framhaldsskólanna. Þessi fjárveiting á að tryggja að þeir nemendur sem luku 10. bekk grunnskóla í vor, geti hafið nám í framhaldsskóla í haust. Um 600 nemendum hefur verið haldið í óvissu um skólavist með haustinu, vegna þess að fjárveitingar eru ónógar. Hvort þessi aukafjárveiting nægir til að leysa fjárhagsvanda framhaldsskólanna á eftir að koma í ljós, ráðherra hefur lofað um 250 milljónum króna en skólamenn hafa talað um að 400 milljónir vanta. Á háskólastiginu er svipaða sögu að segja, nema hvað þar hafa menn gripið til þess að gera hvað þeir geta til að takmarka inntöku nemenda og fyrirsjáanlegt er miðað við yfirlýsingar og aðgerðir fjárveitingavaldsins að á næstu misserum og árum munu háskólar landsins standa frammi fyrir ýmsum grundvallarákvörðunum um hvort takmarka beri aðgengi inn í skólana eða hvort gripið verður til eins konar gjaldtöku. Á sama tíma og þetta gerist tala ráðamenn þjóðarinnar, jafnt stjórnmálamenn sem forustumenn á öðrum sviðum, um mikilvægi þess að hækka menntunarstig þjóðarinnar í síbreytilegum heimi upplýsingaaldarinnar. Í því ljósi hljómar nauð og bráðavandamál tveggja skólastiga nánast sem hótfyndni. Annars vegar er menntun talin slíkt lausnarorð að það verði að flytja henni fagrar ræður á torgum, en hins vegar telur þjóðin sig ekki hafa efni á að hleypa fólki inn í háskólana eða börnum inn í framhaldsskólana. Til að flækja málið enn, berja menn sér á brjóst svo hriktir í stjórnarsamstarfinu ef einhver leyfir sér að efast um að lögleiðing skattalækkana sé það sem brýnast þarf að gera á þessu vori! Það er von að almenningur bæði reiðist og ringlist. Ringlist yfir þverstæðunum og reiðist fyrir hönd barna sinna og framtíðar þeirra. Auðvitað er enginn stjórnmálamaður með það á stefnuskrá hjá sér að útiloka mörg hundruð börn frá því að fara í framhaldsskóla - bara vegna þess að þau tilheyra stórum árgangi. Þorgerður Katrín brást líka snaggaralega við til að leysa þá uppákomu sem orðin var. Enda er hin eiginlega sök ekki hjá henni, heldur miklu frekar hjá fjárveitingavaldinu, sjálfu Alþingi. Með stórkallalegum pólitískum ákvarðanatökum er ákveðið að auka aðhaldið í skólakerfinu og stýfa úr hnefa fjárveitingar til framhaldsskólanna (og háskólanna) þó fullljóst hafi mátt vera að þær myndu hvergi duga. Að árgangurinn 1988 sé stór eru ekki nýjar fréttir - þær eru 16 ára gamlar. Að ásóknin sé að aukast í framhaldsskólana hefur verið umtalað mál og ætti því ekki heldur að þurfa að koma á óvart. Síðustu daga og vikur hafa margar ungar sálir fundið fyrir mikilli höfnun. Margir foreldrar hafa átt andvökunætur. Krakkar sem lokið hafa grunnskólanum með þokkalega einkunn hafa lent í því að vera hafnað af tveimur og jafnvel fleiri skólum og staðið frammi fyrir fullkominni óvissu um framtíð sína. Slík höfnun setur mark sitt á viðkvæmar unglingssálir og ekki bætir úr skák að foreldrarnir eða skólarnir geta ekki gefið neina skynsama útskýringu á því hvers vegna þetta er svona. Ef einhver þessara nemenda myndi spyrja menntamálaráðherra eða einhvern alþingismann að því hvers vegna hann hefði þurft að ganga í gegnum þá niðurlægingu að vera hafnað með þessum hætti og hvers vegna honum hafi verið haldið í þessari óvissu, yrði trúlega fátt um svör. Hugsanlega yrði eitthvað muldrað um peningaleysi, en ólíklegt er að haldin yrði ræðan um nauðsyn skattalækkana. Það er gömul klisja hjá pólitíkusum að segja að það sé auðvelt en ábyrgðarlaust að heimta alltaf meiri peninga til góðra hluta. Engar slíkar athugasemdir eiga þó við í þessu framhaldsskólamáli. Eins og komið hefur í ljós með aukafjárveitingunni er pólitískur vilji til þess að verja fjármunum í þetta. Það sem vantar er framtíðarsýn og skipulag í stað andarteppustjórnsýslunnar sem einkennir málið af hálfu fjárveitingavaldsins og menntamálaráðuneytisins. Framhaldsskólauppákoman síðustu vikur var nefnilega fullkomlega óþörf þolraun fyrir alla sem að henni komu. Hún var óþörf og óþolandi lítilsvirðing við mörg hundruð verðandi framhaldsskólanema. Nýr eða nýlegur ráðherra situr nú í ráðuneyti menntamála. Vonandi mun hún bera gæfu til að forðast frekari stjórnsýsluandnauð í menntakerfinu og bera þingmönnum stjórnarliðsins þann boðskap sem hún boðaði þjóðinni í útvarpi fyrr í vikunni - að það væri í raun og veru fagnaðarefni hve margir vilja fara inn í skólana og læra. Þessi boðskapur er þekktur hjá þjóðinni, en það er óvíst hvort fjárveitingavaldið hefur skilið hann.