Afskorin blóm setja svip 24. júní 2004 00:01 Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira
Þegar sumarið er loksins komið og sólin trónir hátt á lofti þá er um að gera að finna hvað sem er til að lífga upp á vistarverur okkar ef ekki er hægt að sleppa sér út í sólskinið. Afskorin blóm eru bæði falleg og gefa góðan ilm sem fyllir herbergið. Á þessum tíma er hægt að fá alls konar falleg blóm og í næstum því hvaða lit sem er. Rannsóknir hafa líka sannað að ef þú ert í vondu skapi eða hefur átt erfiðan dag þá gerir sá einfaldi hlutur að kaupa blóm gæfumuninn og getur komið næstum því öllum í gott skap. Og hver vill ekki vera í góðu skapi á sumrin í góða veðrinu? Að sögn Ómars Ellertssonar, yfirmanns blómadeildar í Blómavali, er allt í gangi um þessar mundir. "Fólk er tilbúið til að kaupa afbrigðileg blóm og leika sér meira með uppstillingar og blómvendi," segir Ómar. "Gerberur sem líta svolítið út eins og sólblóm lífga upp á herbergi og gladíólur eru löng og flott blóm sem sóma sér vel á góðum stað. Síðan er það krusi sem stendur lengst af öllum blómum. Krusi er líka fínn yfir sumartímann þar sem mjög heitt er inn í herbergjum og þolir hann það vel," segir Ómar en bætir við að rósirnar séu samt alltaf langvinsælastar. "Fólki finnst mjög gaman að brjóta upp uppstillingar og það er vinsælt núna og fallegt að hafa eitt og eitt blóm í vasa og hafa kannski tvo eða fleiri vasa hlið við hlið. Það gefur skemmtilegan svip á herbergið," segir Ómar en bæði dökkbleikt og bleikt er mjög vinsælt núna. Ómar notar líka ávexti í blómvendi og finnst gaman að nota til dæmis sítrónur og epli. "Fólk getur líka keypt ódýrt gler hér hjá okkur og sett bæði ávexti og blóm á það fyrir veislur og aðra viðburði sem er mjög skemmtilegt." Ómar er samt aldeilis ekki einn um að skreyta og setja saman fína blómvendi og fær hann dygga aðstoð frá samstarfskonu sinni, Díönu Allansdóttur. Svo er líka alltaf svolítið sætt að einfalt gefa sér tíu mínútur úti á næsta grasblett og tína í fallegan vönd til dæmis úr sóleyjum og fíflum. Það er bæði heimilislegt og fallegt og svo er um að gera að nota ímyndunaraflið til að nota þessi venjulegu blóm úr náttúrunni til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. lilja@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Fleiri fréttir Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Sjá meira