Líflegar bóndarósir 25. júní 2004 00:01 Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Þær eru blómlegar bóndarósirnar í garðinum hans Kristjáns Vídalín Jónssonar, skrúðgarðyrkjumeistara þar sem þær standa útsprungnar í góðu skjóli sunnan við hús hans í Barmahlíðinni. Liturinn djúpur og hreinn, hvort sem um er að ræða bleikar, rauðar eða dökkrauðar. Kristján á mörg afbrigði því alls lumar hann á 26 bóndarósum en þær eru mislangt á veg komnar í blómguninni. "Ég ætlaði bara að eiga þrjú stykki, rauða, bleika og hvíta en fékk aldrei þá hvítu því þær reyndust alltaf rauðar eða bleikar þegar þær sprungu út. Eina fékk ég í vor sem ég taldi vera hvíta en hún hefur misfarist í kuldanum í maí," segir Kristján. Hann segir rósirnar stundum hafa verið stærri en nú og sýnir eina sem hann kallar Cinesis sem nú er með tvo smáa knúbba en bar 25 blóm í fyrra. En hver er hans aðferð við ræktunina? "Hún er sú að á þurrum degi á vorin, meðan laukar rósarinnar eru enn í dvala niðri í moldinni, tek ég skrælnuðu laufin af henni frá fyrra ári og myl þau niður yfir beðið. Það er góður áburður. Geri svo um fimm sentimetra djúpa rás kringum hverja rós og helli þörungamjöli í hana því það er næringaráburður en ekki köfnunarefni. Þetta tel ég vera lykilinn að þessum tæra lit blómanna," svarar Kristján. Hann kveðst hafa svipaðan hátt á við aðra hluta garðsins. Þar hefur ekki komið korn af tilbúnum áburði í tíu ár heldur einungis fölnuðu laufin sem mulin eru niður þannig að úr verður stöðug hringrás. Grasbalann slær hann að minnsta kosti á fimm daga fresti og lætur afraksturinn ganga ofan í svörðinn. Þannig elur hann ánamaðkana sem aftur launa fyrir sig með mosalausri grasrót. "Maðkarnir eru mínir vinnukallar, þeir hleypa súrefninu inn í moldina," segir meistarinn að lokum. gun@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira