Annar í Hróarskeldu 3. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004 Lífið Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu Ha ha, hí á ykkur sem hlóguð djöflahlátri þegar þið heyrðuð hvernig veðurspáin fyrir Hróarskelduhátíðina átti að vera. Jú, það er reyndar satt að klukkutíma áður en hliðin opnuðust á fimmtudaginn, þá rigndi eins og einhver hefði ákveðið að dömpa Faxaflóa yfir hátíðargesti. Þrumur og eldingar fylgdu í kjölfarið. Eftir það var jarðvegurinn blautur, en hiti og sól brutust út og þannig hefur veðrið verið eftir að hátíðin fór af stað. Nú er föstudagur, og hátíðin vöknuð... ég rétt svo líka. Byrjaði hátíðarhöldin á því að sjá Blonde Redhead með hópi íslenskra kunningja og vina. Ég var í gírnum, en sveitin hefur látið rigninguna hafa einhver áhrif á sig, því hún lék nánast bara hæg lög. Fyrirgaf þeim það, en bara vegna þess að Kazu, söngkona og bassaleikari, er kynþokkafyllsta kona rokksins. Rölti á milli tjalda þar og missti svo andlitið í leðjuna þegar ég sá Scratch Perverts. Fjórir plötusnúðar, með átta spilara, trommuheila og titrandi hendur eins og Parkinson-sjúklingar. Fann andlitið svo í leðjunni aftur og hélt af stað, reyndar með neðri vörina í eftirdragi. Gaf TV on the Radio annan séns, eftir að þeir ollu mér vonbrigðum á Airwaves. Fannst þeir bara leiðinlegri núna. Held að ég hafi séð eina stelpuna úr Nylon á tónleikunum. Hún var klædd í hvíta síða dömulega kápu. Leðjan var byrjuð að skríða upp á bak hennar. Henni var alveg sama. Seinna um kvöldið hitti ég strákana í Lokbrá. Þeir eru svo tjillaðir að þeir höfðu misst af öllum sveitum dagsins og ætluðu bara að sjá Korn. Það var svo sem kannski alveg nóg. Fullt tungl, heiður sumarhiminn, eitt besta tónleikaband í heimi og 70 þúsund manns öskrandi. Ógleymanlegt. Svo tóku þeir lagið Another Brick in the Wall og gítarleikararnir fóru í gítareinvígi. Sá sem tapaði rauk fúll aftur fyrir gítarstæðu sína á meðan hinn skælbrosti. Ekki mjög vinalegt. Fór í rannsóknarleiðangur fyrir ykkur á almenningstjaldsvæðið í Íslendingapartí. Óð leðju upp að hnjám. Partíið var svo óvenju rólegt, og menn greinilega með hugann einhvers staðar annars staðar. Ég kvaddi og fór heim. Stoppaði þó á leiðinni í risastórum gulum kubb, með flugvélasætum í miðjunni. Í loftinu voru skjáir þar sem þögla meistaraverkið Metropolis var sýnt við harða teknótóna. Menn eru eins og maurar í þessari mynd og í lokin komu skilaboð um að hvorki hjartað né hugurinn ætti að ráða ferðinni, heldur eitthvað æðra. Skýr skilaboð um að fara í háttinn. Í dag ætla ég að reyna að sjá Dj Krush, Meshuggah, Graham Coxon, Slipknot, N.E.R.D., Pixies, Avril Lavigne, Wire og Sly & Robbie Taxi. Þarf svo að hitta einhvern Nicholas úr The Hives klukkan 18. Sólin skín, lífið á Hróarskeldu er yndislegt. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelda, föstudagur 2. júlí 2004
Lífið Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira