Morrissey og rassaskoran ógurlega 4. júlí 2004 00:01 Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí. Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson bloggar frá Hróarskeldu. Skíturinn er kominn svo langt undir neglurnar að ég held að ég þurfi að láta hann vaxa úr. Gönguskórnir mínir eru orðnir svo þungir af leðjunni að ég veit ekki lengur hvort þeir eru að leiða mig áfram, eða ég þá. Geng samt endalaust á milli tónleikatjalda og gleymi mér í því sem er á sviðinu. Er nánast búinn að standa uppréttur í þrjá daga, stanslaust. Vinur minn hringdi á laugardagskvöldið, stuttu eftir að ég sá Morrissey, og þá áttaði ég mig á því að ég hafði ekki átt almennilegt samtal við neinn í rúman sólarhring. Hafði ekki notað röddina nema rétt til þess að heilsa kunningjum, eða panta mat. Lítill bjór í gær. Einn ráfandi um í maurahrúgunni, með mitt hlutverk, sem ég sinni þegjandi. Laugardagurinn var einn besti tónleikadagurinn. Byrjaði daginn á Desert Blues frá Malí. Það var ótrúlega seiðandi og gefandi. Gott að fanga galdurinn svona snemma dags. Sá Matthew Herbert Big Band, frábær hugmynd. Teknóbolti með risadjassband. Fólk spilaði á blöðrur og Herbert var með frábært vídeósjó við. Þetta var víst fyrsta giggið þeirra en þau eiga greinilega eftir að slípa nokkra enda. Sá Lali Puna, þau voru æðisleg. Rölti yfir á Iggy Pop. Maðurinn er ótrúlegur. Enn ber að ofan, á sjötugsaldri. Með gallabuxurnar hangandi á sér, í engum nærbuxum. Rassaskoran í aðalhlutverki. Hann hafði makað á sig svo miklu brúnkukremi að hann leit út eins og leðju útötuð standpína. Svona verður Krummi í Mínus líklegast eftir 50 ár. Fór út af Kings og Leon eftir fjögur lög. Tók áhættu og fór á danska rokkskvísu sem heitir Kira and the Kindred Spirits. Henni var lýst sem danskri blöndu af PJ Harvey og Janis Joplin. Hljómaði áhugavert, en svo þegar ég kom á staðinn áttaði ég mig á því að þetta er ekki lýsing á góðum hlut. Helvíti slæmt. The Shins björguðu svo stemningunni eftir það. Frábær tónleikasveit. Sá næst Morrissey. Hann var alveg stórkostlegur. Tók þrjú Smiths lög, tvö eldri sólólög og svo bara lög af þessari frábæru nýju plötu hans. Hann spurði; "Are you bored to death?" og hópurinn svaraði "NO!" Þá sagði hann; "You will be!" Reyndi að komast í stemningu yfir Baba Zula og Ty á eftir, en Morrissey var bara of mikil upplifun til þess að fara ekki í háttinn. Í dag er planið að sjá Zero 7, Dizzee Rascal, The Von Bondies, Santana, Franz Ferdinand, Wu-Tang Clan, Muse og Scissor Sisters. Það stefnir í blautan dag. Þegar þið lesið þetta verður maurahrúgan sundruð og ég á leiðinni heim. Engar áhyggjur, á næsta ári verður stofnað hér nýtt maurabú. Það verður kannski ekki það sama, en þó alltaf svipað. Þetta er Biggi maur að stimpla sig út af Hróarskelduhátíðinni. Birgir Örn Steinarsson Hróarskelduhátíðin, sunnudagur 4. júlí.
Lífið Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp