Uppáhaldshús allsherjargoða. 5. júlí 2004 00:01 Fríkirkjuvegur 11 hefur verið uppáhaldshús Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, frá því að hann var lítill strákur. "Ég gat hugsað mér að búa í húsinu þegar ég var krakki því þá trúði ég því að hægt væri að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði. Í dag er maður orðinn miklu praktískari og sér hvað gæti verið erfitt að halda svona stóru húsi í góðu horfi. Fyrst að maður hefur ekki aðgang að þjónustufólki og mun líklega ekki hafa það í framtíðinni þá held ég að draumurinn um að eiga eftir að búa í húsinu eigi ekki eftir að rætast," segir hann. Fríkirkjuvegur 11 var í mörg ár eitt af stærstu húsunum í Reykjavík og í því fór meðal annars fram æskulýðsstarf Reykjavíkur. "Ég fór mikið í þetta hús sem barn til að taka þátt í því starfi og strax þá hreifst ég af hvað það var bæði gríðarlega stórt og fallegt. Þá áttu margir sér þann draum að eiga heima í húsinu þar sem gamla Borgarbókasafnið var og er það hús vissulega fallegt en mitt draumahús var samt sem áður alltaf Fríkirkjuvegur 11. Ég held að það eigi að fara að selja húsið og bíð ég spenntur yfir hverjir nýir eigendur þess verða. Aðalstarf Hilmars Arnar er tónlistin og þessa dagana semur hann grafíska trommusöngva fyrir bíómynd sem gerist á Grænlandi. Þar að auki er Hilmar Örn allsherjargoði og segir hann meira að gera í því en hann hafi átt von á. "Mér líkar starfið vel og finnst sérstök forréttindi að fá að taka þátt í giftingu fólks, svo mikill gleðiatburður sem það er. Í fyrra var yfirdrifið nóg að gera í giftingum og leið varla sú helgi í fyrrasumar að ekki fór fram brúðkaup að ásatrúarsið," segir Hilmar Örn. Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Fríkirkjuvegur 11 hefur verið uppáhaldshús Hilmars Arnar Hilmarssonar, tónlistarmanns og allsherjargoða, frá því að hann var lítill strákur. "Ég gat hugsað mér að búa í húsinu þegar ég var krakki því þá trúði ég því að hægt væri að smella fingrunum eins og Mary Poppins gerði. Í dag er maður orðinn miklu praktískari og sér hvað gæti verið erfitt að halda svona stóru húsi í góðu horfi. Fyrst að maður hefur ekki aðgang að þjónustufólki og mun líklega ekki hafa það í framtíðinni þá held ég að draumurinn um að eiga eftir að búa í húsinu eigi ekki eftir að rætast," segir hann. Fríkirkjuvegur 11 var í mörg ár eitt af stærstu húsunum í Reykjavík og í því fór meðal annars fram æskulýðsstarf Reykjavíkur. "Ég fór mikið í þetta hús sem barn til að taka þátt í því starfi og strax þá hreifst ég af hvað það var bæði gríðarlega stórt og fallegt. Þá áttu margir sér þann draum að eiga heima í húsinu þar sem gamla Borgarbókasafnið var og er það hús vissulega fallegt en mitt draumahús var samt sem áður alltaf Fríkirkjuvegur 11. Ég held að það eigi að fara að selja húsið og bíð ég spenntur yfir hverjir nýir eigendur þess verða. Aðalstarf Hilmars Arnar er tónlistin og þessa dagana semur hann grafíska trommusöngva fyrir bíómynd sem gerist á Grænlandi. Þar að auki er Hilmar Örn allsherjargoði og segir hann meira að gera í því en hann hafi átt von á. "Mér líkar starfið vel og finnst sérstök forréttindi að fá að taka þátt í giftingu fólks, svo mikill gleðiatburður sem það er. Í fyrra var yfirdrifið nóg að gera í giftingum og leið varla sú helgi í fyrrasumar að ekki fór fram brúðkaup að ásatrúarsið," segir Hilmar Örn.
Hús og heimili Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira